Mjölnir - 01.03.1990, Blaðsíða 5

Mjölnir - 01.03.1990, Blaðsíða 5
Aðal deilumál bæjarstjórnar Leiguíbúdir ad Hvanneyrarbraut 42 Úthlutun íbúðanna Á bæjarráðsfundi 13. mars s.l. var úthlutað leiguíbúðum að Hvanneyrarbraut 42 (í daglegu tali nefnt Kristjánsbakarí). En afhending íbúðanna fer fram um mánaðarmótin. Afhending Það er vonum seinna að þessar íbúðir, sem svo miklum deilum hafa valdið í bæjarfélaginu, verða afhentar leigendum. Það er ætlan bæjaryfirvalda að hafa íbúðimar til sýnis áðuren þær verða afhentarþannig að bæjarbúar geti litið þær augum og sannfærst um að þama eru mjög vandaðar íbúðir. Átta íbúðir í húsinu eru átta íbúðir fjórar 2ja herbergja58 -65m2,þijár3jaherbergja 71-72 m2, ein 4 herbergja 86 m2. í kjallara eru nímgott sameiginlegt iými þvottaherb. leikrými geymslur fyrir bamavagna og reiðhjól og sér geymslur fyrir hverja íbúð. Leigan fyrir íbúðimar er frá 18.000.- kr. til 25.000.- kr. á mánuði. Upphitunarkostnaður verður á bilinu frá 1300 til 1700 kr/mán. Dæmi nú hver fyrir sig. Þegar sér nú fyrir endann á endurbyggingu á húsinu að Hvanneyrarbraut 42 og fólk geturlitið vericið eigin augum og séð hverskonar breyting hefur átt sér stað úr að vera niðurnýtt atvinnuhúsnæði í fjölbýlishús með fallegum og vöndaðar leiguíbúðum, vaknareflaust sú spuming hvort allt það rifrildi, meirihlutaslit, og sú heiftúðuga umræða sem hefur gegnsýrt byggðarlagið undanfarin fjögur ár, umræða sem við höfum orðið að athlægi fyrir um allt land, hafi átt rétt á sér. Dæmi nú hver fyrir sig. SUPUIZ.HUP Hvanneyrarbraut 42, í húsinu eru átta leiguíbúðir. Man einhver eftir því hvemig húsið leit út fyrir breytingu ? LANDGRÆÐSLUSKÓGAR ATAK 1990 Á komandi vori verður brotið blað í sögu landgræðslu og skógræktar hérlendis. Verðugt verkefni fyrir Skógræktarfélag íslands sem á 60 ára afmæli á þessu ári. Til að vinna að þessu mikla verkefni sem er ræktun landgræðsluskóga hafa Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins og Landbúnaðarráðuneytið tekið höndum saman við Skógræktarfélag íslands. Þessiraðilar hafa fyrir alllöngu sett á stofn framkvæmdanefnd sem hefur þegar unnið mikið undirbúningsstarf vegna þessa átaks, en maricmið þess er að gróðursetja um 1,5 milljón tijáplantna umfram það sem venjulegt er á ári hveiju. Plöntur verða afhentar án endurgjalds til gróðursetningará þeim stöðum sem framkvæmdanefndin hefur valið í samráði við heimamenn víðsvegar um land. Þau svæði sem valin hafa verið eru 75 talsins, misstór og misgóð að sjálfsögðu og ná til allra landshluta. Sjálf framkvæm din hvílir auðvitað á heimamönnum á hverjum stað og hvarvetna er undiibúningur í gangi. Siglufjörður er einn þessara 75 staða sem þátt taka í þessu átaki. Þrátt fyrir þá staðreynd að skilyrði til tijáræktar eru kannski erfiðari hér en víða annarsstaðar hefurþað samttekist þótt hægur sé vöxturinn stundum og áföll vegna vetrarhöricu hrelli okkur stun- dum. Hér verður í þetta sinn einkum gróðursett á svæði ofan byggðar, valið úr 18 hektara svæði sem nær frá Hvan- neyrará að norðan að Nautaskálahólum að sunnan. Auk þess er líklegt að nokkrar plön tur verði settarniðurvíðar til að kanna vaxtarmöguleika á fleiri svæðum. Þær tegundir sem hér er um að ræða eru birici, víðirMðja og fura (bergfura). Alls er hér um að ræða 11 þús. plöntur (birici 5.000, víðir/viðja 5.000 og fura 1000 plöntur). Um allt land starfa átaksnefndir sem sjá um framkvæmd á hveijum stað, undirbúa verkið og safna sjálfboðaliðum til starfa. Átaksnefndina hér mynda fulltrúar frá Skógræktarfélagi Garðyrkjufélagi Kvenfélagi Lionsklúbbi Kiwanis- klúbbi og Siglufjarðarbæ. Allt áhugafólk er að sjálfsögðu hvatt til þátttöku í þessu staifi þegar þar að kemur og alls ekki bundið eingöngu við félaga í áðumefndum félagasamtökum. Áhugi á þessum málum er mikill um þessar mundir um allt land og því mikils um vert að nýta þann byr og vinna að uppgræðslu hvar sem því verður við komið. Við höfum horft upp á það um langt skeið að gróið land hefur stöðugt verið að minnka, gróðureyðingin blasir víða við. Þessi staðreynd hefur lengi verið landsmönnum ljós og það er, án efa vilji allra íslendinga að óheillaþróun liðinna alda í gróðurmálum verði snúið við, blásið verði til sóknar í stað undanhalds. Átaksnefnd um landgræðslu. Mars 1990 Miölnir 5

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.