Mjölnir - 01.03.1990, Blaðsíða 6

Mjölnir - 01.03.1990, Blaðsíða 6
Þankabrot ...... Opinn vettvangur.... Hvítþvegnar hendur! “Að hvítþvo hendur sínar” Allir þekkja orðatiltækið “Að hvítþvo hendur smar”. Ég erhins vegar ekki viss um að allir skilji merkingu þess. Það er ekki ætlunin að hafa greinarkom þetta kennslu í notkun orðatiltækja. Þó það sé að vísu verðugt vericefni, heldur vil ég vekja athygli lesenda á því að nú fer að koma að kosningum. Fjórða hveit vorfer ákveðinn hópur fólks að verða meira áberandi en aðrir í bæjarlífinu. í flestum tilfellum em þetta núverandi bæjarfulltrúar og tilvonandi frambjóðendur. Þeir sem starfað hafa í minnihluta verða skyndilega saklausir sem lömb, ilma jafnvel af Ajax og fara um eins og hvítir stormsveipir. Svo, öllum að óvöium, fara þessar hvítþvegnu hendur að kasta skýt í meirihlutann og reyna á allan hátt að sverta þessa vondu einstaklinga, sem hafa stjómaðbænum svo illa. Meirihlutafólkið bregst auðvitað óðara við og tekur að verjast, sendir skeytin til baka, bætir líka ögn við, segir “þið eiuð samsek”. Svo eiu týnd til ótal dæmi þar sem minnihlutinn hefur verið sammála í kostnaðar- sömum ákvöiðunum, stundum líka tafið eða torveldað framkvæmd góðra mála. Meirihlutaflokkamir lýsa svo því hvað þeir hafi barist hetjulega við að bjarga hinu og þessu. Sem sagt meiri háttar hanaslagur. Þetta skeður alltaf, sama hveijir eiga í hlut. Fólkið í bænum hristir höfuðið, krossar sig og segir “eigum við að fara að kjósa einhveija af þessum bardaga- hetjum”. Svo dæsir það og segir með fyrirlitningu “þessi pólitík”. Ástarleikir ekki pólitik. Hver hefur ekki setið fyrir framan sjónvarpið og horft með undiun og aðdáun á dýralífsmyndir. Fuglamyndir eiu að mínum dómi sérlega skemmti- legar. Við sjáum hvemig fuglamir umtumast á þeim túna þegar mökunin fer fram. Þeir haga sér á allan hátt stór undarlega, eilífar sýningar em í gangi og stundum verða blóðugir bardagar. Oftast em þessar sýningar bráðfallegar og skemmtilegar en stundum verðum við vitni að mikilli grimmd. Samt stöndum viðuppaðmyndinni lokinni, ánægð og hrifin og segjum. “Mikið er veröldin dásamleg”. Hver er munurinn! Sjálfsagt em margirlesendur mínir sármóðgaðiryfirþessum samanburði. En þeir um það. Ég held því fram að háttariag mannfólksins sé á ótal sviðum líkt og dýranna. Því miður finnst mér samanburðurinn oft dýrunum í hag. Þrátt fyrir að mannskepnan telji sig öðmm skepnum æðri. Þessi einfalda staðreynd gleymist alltof fljótt. Þannig að það sem vekur aðdáun þegar dýr eiga í hlut veldur hneykslun þegar um menn er að ræða. f kosningaslagnum eru frambjóðendur einfaldlega að vekja á sér athygli og beijast um hylli kjósenda. “Sami grautur í sömu skál” segirmargur. “Það er alveg sama hvað viO kjósum, þetta lendir alltaf í eilífu rifrildi um pólitík”. Þetta er alls ekkki rétt. Ég minnist þess ekki að hafa orðið vör við rifrildi í Bæjarstjóm Siglufjarðar um stefnu í stjómmálum, sem byggð er á stefnuskrá þeirra flokka sem bjóða fram. Nei, það er af og frá. Þegar deilur verða, þá em þær taldar fiéttnæmar af sumum, þess vegna verðum við vör við þær. En um hvað snúast þær deilur? í lang flestum tilfellum er verið að takast á um hagsmuni einstaklinga, sem em kjósendur ákveðinna stjómmála- flokka. Þessir einstaklingar fá svo stjómmálamennina til að gæta hagsmuna sinna. Þetta heitir fyrirgreiOslupólitík eða bara hagsmunapot. Svo verða sumir duglegri en aðrir að ota sínum tota. Því miður verður svona starf semi oft meira áberandi en annað og helst lítur út fyrir að um þetta snúist allt starf bæjarfulltiúanna. í raun er þetta fólk sem kosið hefur verið til að stjóma bænum einmitt að stjórna bænum allt kjörtímabilið og um langflest mál er algjör samstaða. Hverjir eru bestir ? “Við” svara allir frambjóðendur, sem vonlegt er. Annars væri viðkomandi ekki í framboði. ÞaO er kjósandans að dæma. Hann lendir samt oft í vandræðum, vegna þess að stefnuskrár flokkanna gefa sjaldnast nokkum kost á hreinum samanburði. Því til viðbótar er það þannig, að í svona litlu samfélagi eins og okkar, þar sem kunningsskapur skiptir oft meira máli en raunveiuleg pólitík, verður úr vöndu að ráða. Kjósandi þekkir oft einstaklinga í efstu sætum allra lista. Honum finnst kannski að þetta séu allt hæfir frambjóðendur. Hann hefur bara eitt atkvæði. Hver hlýtur atkvæðið að lokum, getur sjálfsagt verið tilviijun. Þess vegna eiu öll þessi læti í kringum kosningar. Þetta tel ég líka vera skýringuna á þeirri sveiflu sem á sér stað í fylgi flokkanna. Hvernig framboð? Ég hef oft velt því fyrir mér hvort að flokksframboð sé rétt aðferð við val bæjarfulltrúa. Þegar ég átti þess kost að kjósa í fyrsta skipti fór ég ekki á kjörstað. Það vaið til þess að ég komst að raun um að stundum telja frambjóðendur að þeir eigi atkvæöi. Ég var á 21. aldursári og þessu gleymi ég ekki meðan ég lifi. Mér finnst að réttinn til að kjósa megi ekki misnota, með kaupum eða sölu. Atkvæði eru ekki söluvara. Ástæðan fyrir því að ég fór ekki á kjörstað ‘78 var sú að ég gat ekki fundið út hverjir væru bestir. Sá sem ekki hefur skoðun á ekki að kjósa. Hann getur engu að síður valið um tvo kosti, setið heima eða skilað auðu. Eftir því sem ég hef kynnst stjóm bæjarins meira, hefurmér skilistbetur nauðsyn þess að bjóöa fram lista, en ekki einstakar persónur. Persónudýikun er af hinu illa. Ég þekki t.d. engan einstakling sem er svo skynsamur og öniggur, að hann geti verið þess umkominn að sitja í bæjarstjóm í 4 ár án þess að hafa ákveðinn stuðningshóp á bak við sig. Hugsið ykkur hvemig ástandið yrði ef allt í einu spryttu upp a.m.k. 9 aðdáendaklúbbar. Þá er nú flokkakerfið skárra, þótt ekki sé það hinn stóri sannleikur. Víða um land hafa komið fram allskonar listar, sem saman standa af ýmsum hópum. Stundum er um að ræða flokka sem bjóða fram saman, jafnvel íþióttaáhugamenn bjóða fram sérstaka lista. Að hafa skoðun, Það er réttur hverrar mannveru að hafa skoðun. Og þar sem ég er nú svo öfgafull (það segir Hinrik) þá tel ég að það sé skylda fólks að hafa skoðun á lífinu og tilverunni. öllum þykir kosningaréttur sjálf sagður. Hvað hefur sá með kosningarétt að gera, sem ekki hefur skoðun? Þegar um næitæk málefni eins og stjóm bæjaifélagsins er að ræða, tel ég að við verðum að fylgjast með og taka afstöðu til þess sem gert er og ekki geit. Hverjir fara í framboð? Stjóm hvers bæjar er kjörin af bæjarbúum sjálfum. Því þurfa bæjaibúar að vera vel með á því hvað er að gerast í bænum. Bæjarstjómin veiður spegilmynd fólksins í bænum. Séum við ekki ánægð með það sem í speglinum sést, þá er að kjósa betur næst. En vita skaltu kjósandi góður, að þú átt þitt atkvæöi og þú velur þér þína umboðsmenn. Það er Ktið mál fyrir siglfirska kjósendur að hafa áhrif á það hverjir fara í framboð. Það er mér vitanlega ósk allra stjómmálaflokka að sem flestir gangi til liðs við þá, og staifi með þeim. Þú getur haft áhrif innan flokkanna bara ef þú beið þig eftir því. Allir auglysa þeir opna fundi. Þarf að breyta og bæta? Þykir þér pólitíkin á lágu plani eða einfaldlega vera ómeikileg? Þá er þitt að breyta því. Ég er ekki meiri politíkus en það að mér finnst skipta mestu máli að fólk taki afstöðu og sé tilbúið að taka þátt í stjóm bæjarins. Ég og þú getum ekki alltaf sagt “Ekki ég heldur einhver annar”. Mér finnst það ekki góð þróun að sífellt færri gefa kost á sér í hverskonar þegnskylduvinnu. Það gildir það sama um flokka og annan félagsskap. Allir þekkja vandamálið, en enginn veit hvemig á að bregðast við. Mín skoðun þarf ekki að vera sú eina rétta. Starf bæjarfulltrúa er ákaflega kiefjandi, það er tímafrekt og því kostnaðarsamt. Ég tel að það sé vel athugandi að launa það betur.. Þá sérstaklega störf bæjarráðsmanna. Mér finnst það ekki rétt að fólk sem á t.d. stóra fjölskyldu, eða hefur lág laun sé útilokað frá því að taka þátt í stjóm bæjarins. í flestum tilfellum skiptir stjóm bæjarins efnaminna fólk meira máli en þá efnameiri. Því fleiri böm, því mikilvægara er bamaheimilið- skólinn-íþróttalífið-heilsugæslan- æskulýðsmálin-sumarvinnan o.s.frv. Framhald á 2. síðu. EE23 Miölnir 6 Mars

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.