Mjölnir - 11.04.1990, Blaðsíða 1
3. tölublað, 53. árgangur, 11. apríl 1990
Opid hús
í Suðurgötu 10 alla
sunnudaga kl. I6.00
Alþýdubandalagið
Langþráðum
áfanga náð.
Nú um páskana verður nýtt
íþróttahústekiðínotkun. Húsið verður
vígt og til sýnis fyrir bæjarbúa nú um
páskahátíðina.
Framkvæmdir við paikettlögn á
gólfið hafa staðið yfir um nokkurt
skeið. Húsið er bogahús úr límtré um
1180 m2, einnig er lokið byggingu
tengigangs sem tengir saman
sundhöllina og íþróttahúsið.
Staðsetning og samteinging húsanna
er hugsuð til að auðvelda allan rekstur
og gera hann sem hagkvæmastan.
í húsinu erhandboltavölluraf fullri
stærð, körfuboltavöllur, tennisvöllur,
þrír blakvellir og 6 badminton vellir.
Stór bœtt aðstaða.
Með tilkomu þessa húss
gjörbreytist öll aðstaða til
leikfimikennslu og allrar almennrar
íþróttiðkunar. Aðstaðan stór batnar,
nú þarf ekki lengur að loka
sundlauginniyfirvetrartímann.þannig
að hægt verður að stunda bæði sund
og aðrar íþróttir allan ársins hring.
Nýja íþróttahúsið
tekið í notkun
Byggingar-
kostnaður.
Byggjngakostnaður hússins eins og
það stendur nú með þeim
framkvæmdum sem unnar eru í ár
verður á verðlagi þessa árs um 60
milljónir kr. þar af hefur bæjarsjóður
fjármagnað rúrnlega helming.
Áætlaðurbyggingakostnaðuríjúni
1983 var rúmar 5 milljónir kr. sem á
verðlagi í ár erum 22 - 23 milljónirkr.
Framkvœmdir.
Á síðustu árum hafa verið miklar
framkv. ásviðiíþróttamálaíSiglufirði.
Endurbygging malarvallarins,
bygging grasvallar, uppbygging að
Hóli, uppbygging nýs skíðasvæðis í
Skarðdalogbyggingíþrótahúss. Þegar
lokið verður uppbyggingu skíða-
svæðisins verður aðstaða fyrir
íþróttaiðkun eins og hún gerist best
hjá sambærilegum sveitarfélögum.
"Gamla bakaríið"
Taugatitringur í
bakaríismálinu
Eins og fram hefur komið í fréttum
var nokkur taugatitringur í kringum
"Gamla bakaríið" í þann mund er átti
að afhenda íbúðirnar, fram kom að
bústjórinn neitaði að afhenda íbúðimar
og taldi að bæjarsjóður hefði ekki
staðið við verksamninginn og skuldaði
búinu rúmar tíu milljómrkr.
Þessar fullyrðingar bústjóra eru út
í hött, þar sem bæj arsjóður hefur staðið
að öllu leiti við verksamning þann er
gerður var við þrotabú Tréverks.
í samninginum og fylgigögnum
hans var verkstaða og greiðslustaða
þrotabúsins tíunduð og samþykkti
bústjóri samninginn án nokkur
athugasemda. Bærinn hefur á allan
hátt staðið við umræddan
verksamning, þannig að kröfur
bústjóra algerlega út í hött.
Verkið farið
fram úr áætlun.
Staðreyndin mun vera sú að
bústjóra hefur ekki tekist að
framkvæma verkið á því verði sem
hann samþykkti.
Verkið mun hafa farið verulega
fram úr kostnaðaráætlun bústjóra og
erhann því í töluverðum vanda staddur,
en þeim vanda getur hann ekki velt á
bæjarsjóð, verksamningurþrotabúsins
stendur eins og hver annar
verksamningur. Verktaki sem ekki
getur leyst verk á því verði er hann
tekur að sér ber tapið af veririnu, hann
getur ekki velt því á verkkaupa, þannig
hafa fjöldamargir verktakar farið á
hausinn, orðið gjaldþrota, ekki hefur
þó enn heyrst að þrotabú sem hafi
farið á hausinn, en það er kanske til.
S.H.
Virðisauki
snjómokstri.
Sanngirnismál.
í síðasta blaöi Mjölnis var
grein um virðisaukaskattinn og
óréttlæti þess að ríkið legði
virðisaukaskatt á snjómokstur
og öryggistæki sjómanna.
Fjármálaráðherra upplýsti á
alþingi í síðustu viku að f
ráðuneytinu væri í smíðum
reglugerð þar sem kveðið vœri á
um að sn jómokstur sveitarfélaga
og Vegagerðarinnar vœri
undanþeginn virðisaukaskatti.
Það er ánœgjulegt að brugðist
skuli svo skjótt við og þessi
óréttláti skattur á snjómokstur
afnuminn.
Enn er þó óleyst hitt atriðið
sem um gat í greininni en það er
virðisaukaskattur á
öryggisbúnaði sjómanna.
Vonandi líður ekki á löngu þar
til þetta atriði verður leiðrétt líka.
S.H.