Mjölnir - 11.04.1990, Blaðsíða 2

Mjölnir - 11.04.1990, Blaðsíða 2
Mjölnir Prentun: Makk-val og Sásts.f. Sauðárkróki. Útgegfandi: Alþýðubandalagiðí Siglufirði. Ritnefnd: Hinrik Aðalsteinsson ábm., Signý Jóhannesdóttir augl., Sigurður Hlöðvesson setning og umbrot. Hverjir hagnast ? í kj arasamningunum frá 1. febrúar í veturvar samlð fyrir meginþorra launafólks í landinu. Þeir samningar gilda fram á haustið 1991 og fela í sér mjög litlar launahækkanir. Á móti þvi er gert ráð fyrir ákveðnum forsendum í framvindu verðlags og vaxta, þannig að verðbólga fari mjög minnkandi á samningstimanum, og er þá miðað við þjóðhagsspá sem fyrir lá um áramótin. í samningunum er hreinlega gert ráð fyrir því að forsendur hans geti farið úr böndunum og því eru í honum “rauð strik" sem eiga að tryggja launahækkanir verði verðbólga meiri en ráð er fyrir gert. Nú bregður hinsvegar svo við að forsendur þjóðhagsspár hafabreyst mjög til batanaðar á stuttum tima, m.a. verðhækkana á sjávarafurðum á erlendum mörkuðum, þannig að ráðamenn hafa af stórar áhyggjur og hefur jafrivel til þeirra heyrst að ráð sé að hækka gengi krónunnar svo sjávarútvegurinn fari nú ekki að skila of miklum hagnaði. En þá komum við að stóru spumingunni. Hveijir hagnast á batanum ? Ekki launafólkið, því í samningum þess eru engin ákvæði um að það skuli njóta þess ef aukið fjármagn streymir inn i landið og þjóðarhagur batnar. Ekki fyrirtækiní sjávarútveginum sem atvinnulifið á landsbyggðinni byggist að miklum hluta á og flest hanga á horriminni eða eru komin í gjaldþrot. Þess hefur verið vandlega gætt hingað til, af þeim öflumi þjóðfélaginu sem ráða fjármagninu, að halda launafólki og fyrirtækjum í undirstöðuatvinnugreinunum í “hæfilegu” svelti, þannig að fólk og fyrirtæki skrimti, hafi ekki svigrúm til að rísa upp og krefjast réttlátrar skiptingar á þjóðarkökunni, hafi ekki burði til annars en að þrauka næsta dag. Auðurinn sem verður til hjá þessum aðilum er hinsvegar sogaður inn í fjármagnshítina og birtist þar á verðbréfamörkuðum, í steinsteypuhöllum, í ríkidæmi fárra, sem eru staðráðnir í að auka sitt á kostnað annara og komast upp með það. Gjaldþrota hugsjónir Við Siglfirðingar höfum ekki farið varhluta af gjaldþrotaöldunni sem ríður yfir þjóðfélagið um þessar mundir. Gjaldþrot geta verið skiljanleg ef fyrirtækjum er vegna utanaðkomandi ástæðna skorinn svo þröngur stakkur að þau rísa ekki undir eðlilegum rekstri. Græðgi fjánnálavaldsins og fyrírhyggjuleysi stjómmálamanna eiga sök á gjaldþroti alltof margra fyrirtækja. En það eru til öðmvisi gjaldþrot. "Hugsjónamenn” sem langar til að verða stórir karlar, hrinda af stokkunum atvinnurekstri sem er fyrirfram dauðadæmdur fyrir margra hluta sakir. Eigiðfé er ekki fyrir hendi, rekstri er komið af stað með lánsfé, markaðssetning er óljós, o.s.frv. Samt er anað af stað og tilfellið er að svona fyrirtæki er hægt að reka í nokkuð langan tíma, tvö ár, þijú ár, jafnvel fjögur ár. En hvers vegna ? Jú í litlum byggðalaögum með einhæft atvinnulíf hefur verið til töfraorð. Það er setningin “að halda uppi vinnu”. Þegar síðan skuldimar fara að hrannast upp hjá hugsjónamönnunum, við hina ýmsu aðila í sveitafélaginu, við sveitarsjóð, við orkuveitur, þjónustufyrirtæki, lífeyrissjóði, verkalýðsfélög, að óglymdum bönkum og sparísjóðum, þá kemur aftur að töfraorðinu. Þá er sagt “þú verður að leyfa mér að skulda þetta ofurlitið lengur, annars get ég ekki haldið uppi vinnu og verð að segja fólkinu mínu upp”. Og þá falla menn í stafl og segja, auðvitað verður að halda uppi vinnu, þú borgar um leið og þú getur. En það kemur að skuldadögum fyrr eða síðar. Einhver lánadrottinn gefst upp og heimtar sitt. En þvi miður þá er ekkert eflir nema gjaldþrot. Og hveijir tapa sínu, ekki hugsjónamennimir, þeir áttu aldrei neitt. Kröfuhafamir tapa sínu -auðvitað. En þeir sem tapa mestu, hveijir em þeir ? Fólkið. Fólkið sem var verið “að halda uppi vinnu” fyrir. Og það spyr spuminga. Hvar em peningamir sem áttu að byggja upp þjónustuna í sveitarfélaginu ? Hversvegna þurftu veitumar að hækka orkureikningana þó þær töpuðu eánhveijum milljónum ? Hvar em félagslegu réttindin okkar, stéttarfélagsgjöldin, sjúkrasjóðurinn og lífeyrisiðgjöldin ? Hversvegna er ekki vinnu að fá hjá hinum fyrirtækjunum sem beijast í bökkum vegna þess að þau töpuðu á viðskiptum sínum við hugsjónamanninn ? Og hveiju svar hugsjónamaðurinn, hann yptir ðxlum og segir, “ÉG HÉLT UPPI VINNU” ! H. R. Steinull hindraði útbreiðslu eldsins og kom í veg fyrir stórbruna. Islenska steinullin er ein besta einangrun sem völ er á og brennur ekki, hindrar því útbreiðslu elds og er því hin ágætasta brunavörn. Skvr dæmi um þetta eru úr fréttum á síðasta ári en þar sagði frá eldsvoðum sem hefðu getað orðið að stórbruna, Steinullareinangrun hefti útbreiðslu eldsins og kom í veg fyrir stórtjón og slys á fólki. MINNSTU MUNAÐI AÐ ILLA FÆRI: Snör viðbröqð húsmóðurinnar á sunnudagskvöldio hafa ráðið miklu um að ekki fór verr en á horfðist. Um kl. 23 þegar hún kom heim til sín sá hún að eldur var laus í kjallara hússins sem er gamalt og reist úr timbri. Hafði þar kveiknað eldur, sennileqa út frá frystikistu. Fjölskylda konunnar var i ibuðinni en hafði ekki orðið vör við eldinn. Allir sluppu út án meiðsla. Það varð íbúun- um til happs að nýlega hafði kjallara- loftið verið klætt með steinull og náði því eldurinn ekki að læsa sig i loftið og gólfið og komast þannig á milli hæða. Á síðasta ári kviknaði hér i ibúðarhúsi við Bárugötu og þar réð ný steinullareinangrun mestu að ekki fór verr en skildi og eldur bærist milli hæða og breiddist um húsið. Þetta er i annað sinn á nokkrum misserum hér í bæ að nýleg steinullar- klæðning varnar eldi frá því að berast milli hæoa. Tfjl STEINULLAR ^JVERKSMIÐJAN HF Síðan 1873 hafa Siglfirðingar og Spari- sjóður Siglufjarðar átt farsælt samstarf í gegnurn súrt og sætt. Við eigum áfram saman - þú, heimabyggðin - og við. KSparisjóöuf 4feB_■_m*_-k-T_ SiglufJarðar 0 yf ir100 ára farsælt samstarfi VíSA lESTil ölnir 2 11. apríl

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.