Mjölnir - 11.04.1990, Page 3

Mjölnir - 11.04.1990, Page 3
/ • Ur einu í annað. • • Punktar úr bæjarlífínu. • Félagsstarf aldraðra blómstrar Félag eldri borgara, Siglufirði, hélt aðalfund sinn þ. 18. febníar s.l. Soffía Jónsdóttir, fráfarandi formaður baðst undan endurkjöri og var Anna J Magnúsdóttir kosin formaður, en hin í stjóminni gáfu kost á sér áfram og voru þau sjálfkjörin. Stjómin skiptir með sér veikum og er Lóa Jónsdóttir varaformaður, Einar M. Albertsson ritaii, Guðbrandur Sigurbjömsson gjaldkeri, Vilhelm Friðriksson meðstjómandi. Varastjóm skipa þaun Bjöm Þórðarson, Anna L. Hertevig, Jóhann Þorvaldsson og Jónasbjömsson. A liðnu staifsári voru haldnir 10 félagsfundir og 10 stjómarfundir. f félagið gengu samt. 28 manns. Fimm félagar létust á árinu. Félagið hefur frá upphafi starfs síns haftstarfsaðstöðuíSafnaðaiheimilinu. Nú hefur Dvalarheimili aldraðra tekið til starfa, og hefur stjóm þess boðið Félagi eldri borgara aðstöðu fyrir félagssstarfið í húsakynnum heimilisins, og félögum þess ásamt öllum eldri borgurum bæjarins þátttöku í öllu starfi, sem boðið er til á vegum dvalareimis og félagsmálaráðs. Er þar um að ræða ýmiskonar tómstundastarf, föndur með leiðsögn umsjónarmanns, spil og samræður að eigin vild og fmmkvæði flesta daga vikunnar eftir hádegi. Þátttaka í fundastarfi Félags eldir borgara hefur verið vaxandi jafnt og þétt síðustu mánuðina, en met var slegið á síðasta fundi þegar hátt í 70 manns komu á fund, en félagarnú em rúmlega 100. Vegna þessarar miklu þátttöku em nú hugmyndir í mótun um breytt skipulag í félagsstarfinu og verða þær væntanlega kynntar á næstu fundum. Félagsmálaráð hefur undanfarin ár staðið fyrir “Opnu húsi’’þangað sem allt eldra fólk er velkomið, til að hittast, spila og spjalla og njóta veitinga ásamt skemmtiatriðum. Nú hefur Félagsmálaráð í samráði við stjóm Dvalaiheimilisins bryddað upp á nýung, sem strax hlaut góða þátttöku og vinsæld, en það er dansæfing, sem Regína Guðlaugsdóttir stjómaði, og em áform um að halda dansæfingar reglulega. Sturlaugur Kristjánsson spilaði fyrir dansinum á þessari fýrstu æfingu og verður líklega mættur með nikkuna þegar næst veiður ræst. Félag eldri borgara gerðist stofnaðili að landssambandi aldraðra á síðasta ári. Landsambandið vinnur nú að ýmsum réttindamálum aldraðra er varða ellilífeyri og lífeyrissjóðamál, og að ýmsu félagslegu réttindum öðmm. Til styrktar félagsstarfi aldraðra koma fleiri við sögu. Verkalýðsfélagið VAKA hefur boðið að námskeið verði haldið í byijum maí mánaðarn.k. um málefni aldraðra. En Menningar og fræðslusamband alþýðu hefur veg og vanda af námskeiðinu og hefur verið með slík námskeið víða um land, og eu þau mjög eftirsótt og vinsæl. Á námskeiðinu er fjallað um vandamál, sem oft skapast hjá fólki þegar efri árin lálgast, t.d. þegar fólk hættir að vinna, tekjulækkunverður og lífsmynstrið breytist. Námskeiðið verður rækilega auglýst með góðum fyrirvara, en fyrstu dagar í maí em fyriihugaðir. Öllu eldra fólki á Siglufirði, sem enn hefurekkikynnt sér hið fjölbreytta félagsstarf íDvalaiheimili aldraðra er bent á að hafa samband við einhvem úr stjóm Félags eldri borgara, Félagsmálafulltrúa eða forstjóra Sjúkrahúss Siglufjarðar, og fá upplýsingar. EMA Af skólastarfí Það er svo sannarlega líf innan veggja skólanna dags daglega. Þar iðar allt af bömum af öllum stæiðum og geiðum. Þessa dagana hefur mikil tjáning átt sér stið innan veggja gamla skólahússins okkar hér á Siglufirði. Þó að varla sjáist upp úr snjósköflunum þessa daga þá e rum við búin að halda vorskemmtun. Ekki seinna vænna. Þessi skemmtun er árlegur viðburður og er fjáröflun fyrirferðalag 6. bekkjar, jafnframt því sem hún bregður birtu á bæjarlífið. Nemendur, allt frá 6-12 ára, bmgðu sér í hin ýmsu gerfi og söngur hljómaði um alla ganga. Föstudaginn 23. mars var svo bíóið hertekið og því breytt í sannkallaðan skólakabarett. Þar lögðust allir á eitt til að þessi skemmtun tækist sem best. Stuttir leikþættir, söngleikir, ljóðalestur og tónlist gladdi eym þeirra mörgu sem lögðu leið sína á þessa skemmtun. Eins og Skarphéðinn kynnir sagði í ávarpi reyndu allir að gera sitt besta. Það vom þreyttir en ánægðir nemendur og kennarar sem héldu heim að kvöldi. En þetta er svo sannarlega ekki það eina sem siglfirsk böm hafa geit í vetur. Þrátt fyrir válynd veður hefur skólahald verið með eðlilegum hætti. Félagslífið samanstaðið af föndurdegi, bekkjarkvöldum, hlutaveltu og diskótekum. Frímínútur hjá yngri deildum hafa tekið stökkbreytingu frá fyrri ámm með tilkomu hinna ýmsu leiktækja. í haust lögðu foreldrar og kennarar saman krafta sína og upp risu staurar og pallar, brýr og kastalar. Þetta hafa bömin svo sannarlega kunnað að meta. Leiktækin standa að mestu upp úr snjónum og koma að góðum notum. Fótboltavöllurinn er reyndar líka notaður þó nokkuð langt sé niður í mölina. í haust efndi svo Lyonsklúbburinn til myndasamkeppni þar sem yfirskriftin var: Friður á jörð. Margir ungir listamenn spreyttu sig og afraksturinn hangir uppi í ráðhúsi bæjarins íbúum til augnayndis. Ekki má skilja svo við þennan pistil að ekki sé minnst á frábært framtak 5. bekkjar y. Kennarinn þeirra, hún V aley, heldur með þeim málfundi og á einum þeirra kom fram að enginn reykskynjari var í skólanum. Þau tóku sig því til, gáfu út blað og seldu vinum og vandamönnum. Þannig fengu þau andvirði 8 reykskynjara sem nú er búið að festa upp. Lofsvert framtak það. Nú bíðum við bara eftir vorinu sem vonandi kemur bráðum og látum hér í lokin fylgja með ljóð sem ort var ímálræktarvikunni. Ljóðiðheitirmálið mitt. íslenskan skal standa því hún er engin blanda af öðrum tungumálum sem koma úr öðrum sálum. -Anna. Frá Siglufjarðarhöfn Það sem af er árinu hefur verið fádæma gæftaleysi og þá daga sem gefið hefur á sjó hefur afli verið sáratregur hjá þeim bátum sem stunda dagróðra. Togaramir hafa aftur á móti aflað þokkalega.þegarveðureða stjómvöld ekki hamla veiðum. Ekki eru horfur góðar hjá “grásleppukörium”. Þeirsemeru búnir að leggja netin verða lítið varir og svo er fyrirsjáanleg sölutregða á hrognum. Það má segja að loðnuvertíðinni sé lokið, þó að ekki sé hægt að fullyrða um það. Hér var landað um 68.000 tonnum, sem er alveg ágætt og ein besta vetrarvertíð frá því að loðnuveiðar hófust hér við land. Landanir hér frá áramótum og til mars loka. Togarar: Stálvík 671.807,- kg. Sigluvík 562.301,- kg. Stapavík 69.358,- kg. Sgilfiiðingur 158,3 tonn, fiyst flc^c. Bátar: Hafborg 93.440,- kg. Dröfn 51.546,- kg. Mávur23.840,- kg. Víkurberg Sk.7219.180,- kg. Kári 13.480,- kg. Guðrún Jónsd. Valur Emma Hjalti Viggó Edda ÞH272 Núpur ÞH 3 12.700,- kg. 5.400,- kg. 5.000,- 3.800,- 5.580,- 1.860,- 48.229,- kg- kg- kg- kg- kg- Geiri Péturs ÞH 15.838,- kg. Helga RE 49 157.162,- kg. rækja flutt til vinnslu í Reykjavík. Norskur rækjutogari landaði 21. og 22. mars 155 tonnum af frosinni rækju til Þormóðs ramma h.f. K. R. íþróttafélagið Snerpa íþróttafélagið Snerpa hélt aðalfund sinn laugardaginn 7. aprfl s.l. í ársskýrslu sem formaður félagsins flutt kom fram að mjög öflugt starf hefurveriðíféaginu. Félagarhafa sótt mörg mót og sýnt mjög góðan árangur. Helstu mót sem sótt hafa verið eru: Hængsmótið haldið á Akureyri 4. - 5. mars 1989. íslandsmót, haldið í Reykjavflc 14. - 16. aprfl 1989. Vinamót haldið í Siglufirði 27. - 28. maí 1989. Kynningar og keppnismót haldiðíVarmahh'ð 17.- 18.nóv. 1989. Jólamót Snerpu haldið 2. des. 1989. Á vegum félagsins var haldið almenntbogfiminámskeið3. mars. s.l. og var það m jög vel sótt. í framhaldi af því stunda nú 10 - 12 bogfimiskyttur reglulegar æfingar. Á fundinum kom fram að búið er að gera merici fyrir félagið. Mericið hannaði Valgerður Erlendsdóttir. Jafnframtkom fram á fundinum að íþróttasamband fatlaðra hefur vahð Hjalta Gunnlaugsson sem fulltrúa félagsins til að taka þátt í “Special Olimpic” móti sem haldið verður í Skotlandi 20. - 27. júh í sumar. Hjalti mun fara út ásamt þjálfara sínum Ástu Katrínu. Hjalti er verðugur fulltníi til að sækja þetta mót og óskar Mjölnir honum góðrarog ánægjulegrarferðar. Stjóm félagsin skipa formaður Guðnín Ámadóttir, aðrir í stjóm eru Guðrún Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Guðmundur Davíðsson og Jóhanna Þorleifsdóttir. Framundan er mikið starf í félaginu. 11. apríl 1990 Mjölnir 3

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.