Mjölnir - 11.04.1990, Blaðsíða 4

Mjölnir - 11.04.1990, Blaðsíða 4
Ásta Ólafsdóttir Fædd 11. júní 1911, dáin lO.mars 1990. Hinn 11. mars sl. lést á Landakotsspítala Ásta Ólafsdóttir, formaður verkakvennafélagsins Brynju á Siglufirði um 10 ára skeið, eða lengur en nokkur önnur, og stjómarmaður í félaginu í fjórtán ár samtals. Ásta var fædd 11. júní 1911 í húsi við Hverfisgötu í Reykjavík þar sem nú stendur Þjóðleikhúsið og sleit fyrstu barnsskónum í miðri höfuðborginni. Foreldrar hennar voru Ólafur Guðbrandsson frá Stóru-Völlum í Rangárvallasýslu og Guðrún Runólfsdóttir. Kynntust þau þar eystra er Guðrún var þar vinnukona, en kynnin urðu ekki löng. Guðrún hélt til Reykjavíkur áður en dóttirin fæddist og- hafði Asta aldrei neitt af föður sínum að segja. Móðri hennar giftist aldrei og eignaðist ekki fleiri böm en sá sér og dóttur sinni farborða með vinnu sinni. Ekki áttu þær mæðgur skap saman þó samvistir væru nánar. Guðnín var strangtrúuð, aðhylltist trúarskoðanir aðventista, fylgdi þeim út í æsar og ætlaðist til þess að dóttir hennar gerði það líka. Sú von brást; Ásta vildi hvorki í orði né verki eiga hlut að áhugamálum móður sinnar og reyndist ekki síður en hún fastheldin á eigin skoðanir. Lauk svo samvistum þeirra að Ásta réði sig sjálf til vistar vestur í Hnífsdal 11-12 ára gömul og sá sér farborða á eigin spýtur. Eftir nokkurra missera dvöl í Hnífsdal fór Ásta aftur til Reykjavíkur og var þar að mestu eða óslitið til 193 5 er hún hélt til Siglufjarðar í síld. Þar kynntist hún ungum Skagfirðingi, Kristni Guðmundssyni frá Tjömum í Sléttuhlíð. Þau hófu sambúð 1936. Kristinn lést 1955, aðeins 43 ára gamall. Þau eignuðust tvær dætur, Sú eldri, Erla, býr á Siglufirði, gift Guðlaugi Henriksen, og eiga þau fjögur uppkomin börn. Yngri dóttirin, Katla, er búsett í Garðabæ, gift Guðmundi Þórmundssyni og eiga þau einnig fjögur böm. Árið 1957 fluttist Ásta til Kópavogs oggiftistNjáhGunnarssyniskipstjóra. Þau skildu fyrir nokkrum árum. EFtir þaðbjó Ásta ein, síðustu árin oglengst í einni af leiguíbúðum öryrkjabandalags íslands í Fannborg 1 í Kópavogi. Hún var þá þrotin að heilsu og kröftum en naut ágætrar aðhlynningar Kötlu dóttur sinnar, auk venjulegrar félagslegrar aðstoðar við aldraða og sjúka. Útför hennar fór fram í kyrrþey samkvæmt margítrekaðri ósk hennar sjálfrar og andlátið var ekki tilkynnt fyrr en að henni lokinni. Svo sem ráða má af því litla sem sagt er hér að framan um uppvaxtarár Ástu lærðist henni þegar á bamsaldri að Kta veruleikann óblekktum augum, raunsætt og kalt, og búast ekki við að fá neitt gefins. Árin milli heimsstyrjaldanna, með upplausn bændaþjóðfélagsins.kreppu ogbaráttu örsnauðs verkalýðs fyrir lífi smu í þjóðfélagi sem þrjóskaðist við að viðurkenna stéttarlega sérstöðu hans og veita honum þjóðfélagsleg réttindi, voru hraður skóli sem beygði suma en herti aðra. Ásta var ein þeirra sem slapp óbeygð og óbrotin úr þessum skóla og frá umbrotasamri æsku, með sterka skapgerð, stæltan vilja og óskerta lífsþrá. í þessum skóla fékk margur unglingurinn ævilangt ónæmi gagnvart marglofaðri göfgi og prýði hins borgaralega þjóðfélags en hlaut í staðinn óbilandi sannfæringu um að samstaða og varðstaða hinna snauðu um eigin hagsmuni væri það sem best dygði þeim til farsældar, og raunar það eina. Þessa skoðun mun Ásta hafa tileinkað sér í æsku, og hún lét aldrei af henni. Lífsreynsla og skoðanir Ástu beindu henni fljótt á þann stað sem henni hæfði best í verkalýðshreyfingu sfldarbæjarins. Og þar sem hún var greind, kjarkmikil, félagslynd og bauð af sér góðan þokka kom af sjálfu sér að hún veldist til forustu í verkalýðsfélagi sínu. HúnvarritariBrynju 1943-1945, varaformaður 1946 ogformaður 1947- 1956. Um starf hennar í félaginu er það eitt að segja að hún hélt með' miklum sóma uppi merkinu sem forverarhennarhöfðu reist, bætti ýmsu við, kunni alltaf fótum sínum forráð og beitti langi og þrýstingi eftir því sem við átti hverju sinni til að ná fram því sem hún vildi og taldi mögulegt. Það er því að vonum að margir vinir og félagar hennar úr verkalýðhreyfingunni á Siglufirði hugsi til hennar með virðingu og þakklæti nú þegar hún er öll, enda þótt liðið sé á fjórða áratug síðan hún flutti héðan. Ég minnist Ástu Ólafsdóttur sem eins af traustustu félögum í hreyfingu verkalýðs og vinstri manna á Siglufirði um leið og ég votta vandamönnum hennar samúð inína. Benedikt Sigurðsson. Undirmálsfiskur. í mars s.l. flutti Svanfríður í mars svohljóðandi tillögu til þingsályktunar. "Alþingi ályktar af fela sjávarútvegsráðherra að undirbúa löggjöf sem feli það í sér að útgerðarfyrirtæki séu skylduð til að gera sjómönnum kleyft að hirða allan undirmálsfisk sem um borð kemur. Slíkur afli yrði eign sjómanna og ekki inn í hlutaskiptum. Sama eigi við um það sem litið hefur verið á sem fiskúrgang, svo sem lifur." Greinargerð. "Undánfarið hefurmikið verið rætt um að undirmálsfiski sé í talsverðum mæli hent fyrir borð í íslenskum fiskiskipum. Þessi umræða hefur oft komið upp áður, en hefur nú aukinn þunga vegna minnkandi veiðiheimilda. Niðurstöður nýbirtrar könnunar sem SKÁÍS vann fyrir Kristin Pétursson alþingismann gefa visbendingu um að hér geti verið um verulega sóun verðmæta að ræða. Reynt hefur verið að bregðast við hættu á því, að undirmálsfiski sé hent, með setningu reglugerða. En miðað við þær vísbendingar, sem fyrrgreind könnun gefur og ummæli sjómanna, duga reglugerðarákvæði ein og sér skammt. Miölnir 4 Við togveiðar kemur undirmálsfiskur einatt með í mismiklum mæU, hversu mikið í raun munum við ekki staðreyna fyrr en allur fiskur, sem veiðist, kemur í land. Nú er það svo að 1/3 af undirmálsfiski, sem kemur í land, er talinn í kvóta viðkomandi skips nema hlutfallið fari upp fyrir 10% í veiðiferð, þá telst allt í kvóta. Jafnframt hefur verið reynt með verðlagningu verðlagsTáðs að vinna gegn því að undirmálsfiskur komi á land. Hvorki útgerð né áhöfn er því hagur í því við núverandi aðstæður aðslíkur afli sé hirtur. Hvorki stærðarmörk né verðlagning verðlagsráðs segja þó til um möguleika á nýtingu eða hugsanlegt verðmæti þess afla sem með þessum hætti yrði aðgengilegur fyrir fiskvinnsluna. Veiddur fiskur er dauður fiskur og okkur ber skylda til að nýta hann. Til þess að það geti orðið þurfa sjómenn að sjá sér hag í að hirða allan undirmálsfisk. Sama á við um innyfli, enda sýnir reynslan að lifur, er vegna verðlagningar,nær eingöngu hirt þar sem mannskapurinn fær að eiga hana og sér sér þannig hag í aukinni vinnu. Látum þá sem auka þurfa vinnu sína um borð til að nýta undirmálsfiskinn eiga hann. Eðlilegt væri að sjómenn skiptu jafnt andvirði undirmálsfisks. Ljóst er að skipstjóra væri ekki vel stætt á því gagnvart útgerð að koma í land með hátt hlutfall undirmálsfisks, verðlausan fyrir útgerðina, og mundi hann því leita á aðrar slóðir um leið og óeðlilegs magns gætti í afla. Þannig fæhst í þessu fyrirkomulagi virk vemdunarstefna. Á hinn bóginn væri honum heldur ekki stætt á að gefa fyrirmæli um að henda undirmálsfiski vegna hagsmuna áhafnar. Ef sú regla gilti áfram að 1/3 af undirmálsfiski færi inn í kvóta viðkomandi skips yrði lagt enn meira að skipstjóranum í því að halda sig frá slíkum veiðisvæðum. Þá má búast við að fjölmiðlar og almenningsálit hafi sitt að segja um aðhald. Hitt er þó meginmálið að með því fyrirkomulagi, semhérerlagttil.bærist meiri afli á land sem ella væri hent, minni verðmætasóun yrði og sjómenn gætu með meiri vinnu aukið við rýmandi tekjur sínar." Undirrituð telur æskilegt að fá umræðu um þessi mál frá þeim sem til þekkja.Vilégþvíbeinaþeimúlmælum til sjómanna og útgerðarmanna að senda okkur greinar í næsta tbl. Mjölnis. Brynja. KJORSKRA Viö bœjarstjórnarkosningar á Siglufiröi 26. maí 1990, liggur frami á bœjarskrifstofunum á Siglufiröi frá og meö mánud. 26. mars 1990 Kœrufrestur til bœjarstjómar vegna kjörskrár rennurút 11. maí 1990 Siglufiröi 19. mars 1990 Bœjarstjórinn á Siglufirði ll.anríl 1990

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.