Mjölnir - 11.04.1990, Blaðsíða 5

Mjölnir - 11.04.1990, Blaðsíða 5
Gaman að vera gamall! í tilefni af afhendingu íbúöa fyrir aldraöa þótti MJölni viö hœfl aö heimsœkja einn íbúann á hinu glœsilega dvalarhelmili og heyra í honum hljóöiö og vita hvernig vistin og tilveran vœri í hans augum. Fyrir valinu varö Jónas Trygvason en hann flutti inn í íbúö sína í desember síöastliöinn. Jónas þekkja alllr en hann hefur veriö mjög virkur í félagsmálum ekkl síst í leiklistinni, hann fór meöal annars meö stórt hlutverk í kvikmyndinni Land og synir. Gaman að verða gamall! Blm. Mjölnis heimsótti á dögunum Jónas Tryggvason, sem er einn af heimilismönnum á Dvalarheimili fyrir aldraða á Siglufirði. Jónas hefurkomið sér mjög vel fyrir í sinni vistarveru og ekki vantaði veitingamar hjá þeim mæta manni. Blm.: Nú fluttir þú Jónas úr litlu einbýlishúsi við Hólaveginn í einstaklingsíbúð á I^alarheimilinu. Voru þetta mikil viðbrigði fyrir þig? Jónas: Já, það má segja að viðbrigðin hafi verið töluverð, þ.e. að koma úr einbýli og koma hér í fjölmennið, en sú breyting var góð. Ég get ekki hugsað mér að hægt sé að fá betri þjónustu en hér er. Blm.: Þú ert þá ánægður með þjónustuna og þann félagsskap sem þú færð umfram það sem var meðan þú bjóst einn. Jónas: Já, það er einmitt það sem ég var að sækjast eftir þ.e. að fá félagsskapinn. Ég var orðinn svolítið leiður á að vera svona einn, var búinn að vera það í 11 ár. Mér þótti sjálf sagt að breyta þar um og ekki hefi ég orðið fyrir neinum vonbrigðum. Blm.: Nú er verið að byrja að byggja upp starfsemi innan veggja heimilisins. Jónas: Við höfum nú verið að halda málfundi og reynt að komast að einhvem niðurstöðu um hvemig best væri að haga sér í því verkefni, sem er framundan hjá okkur. Ég held að við séum búin að komast að sæmilegri niðurstöðu í þeim efnum. Það er meiningin að Félagsmálaráð Siglufjarðar haldi hér með okkur dansleiki á hverjum laugardegi. Tíminn verður síðan að leiða í ljós hvort við höldum okkur við að dansa einu sinni í viku eða e.t.v. tvisvar sinnum í mánuði. Blm. Komið þið sem búið hér ekki til með að hafa töluverð áhrif á það hvemig starfsemin verouríframtíðinni hér innan veggja? Jónas: Það er meiningin. Við höldum okkar fundi hér í eldri manna félaginu" Blm. Fitthvað heyrði ég um 70 manna fund hjá ykkur er það rétt? Jónas. Það passar, síðasti fundur var þetta vel sóttur. Blm. Sennilega væru ýmis félagasamtök hér í bæ ánægð með slíka fundarsókn. Jónas: Já a.m.k. þætti þetta gott hjá Verkalýðsfélaginu (hlær við). Blm. Eitthvað heyrði ég af því að þú hafir verið kosinn húsvörður hér, er það rétt? Jónas: Nei, það ernú ekki rétt. Við vorum kosnir þrír í nefnd, auk mín Jóhann Þorvaldsson og Pétur Baldvinsson til þess að sjá um félagsskapinn hér innanhúss eða eftirlit BILASALAN VIÐ DALBRAUT AKUREYRI Vantar allar tegundir bíla á skrá . Góöur sýningarsalur - ekkert innigjald - Símar 11300- 11301 - 11302 með húsinu. Það er t.d. okkar að sjá um að loka húsinu og einnig ef einhver mál koma upp hér innan húss. Þá reynum við að leysa þau. En hér hefur ekkert reynt á slikt ennþá. Enda samfélagið svo ljómandi gott hér það sem af er og ég vona að það versni ekki. (Þegar Jónas segir þetta kemur fjörglampi í augu hans). Blm. Þú varst hér áður fyrr mjög áberandi í leikstarf semi í bænum. Jónas. Já ég var það í kringum 40 ár. Blm.: Þú bæði lékst og leikstýrðir. Jónas: Já, ég leikstýrði bæði hér og innlíFljótum. Settiþaruppþrjú stykki. Ég var starf smaður í skólanum í 21 ár og þar setti ég upp 17 stykki með krökkunum, það var dýrðlegur tirni að vinna með þeim. Blm.: Eru einhverjirhérá heimilinu sem voru með þér í leikstarfseminni? Jónas: Já Pétur Bald var með mér. Blm.:Hefur ykkur ekkert dottið í hug að halda áfram á þeirri braut hér. þ.e. að setja eitthvað upp hér? Jónas: Jú, það er nú svo sem búið að láta sér detta það í hug t.d. samtal milli 2-3ja persóna. En ég hefi svo sem ekki nefnt það við neinn ennþá. Gamanværiþað.Hérert.d.töluvertaf fólki sem kann vel að syngja.( Hér lyftist Jónas allurog uppUfírgreinilega gamla tíma). Blm.: Spilarhéreinhverá hljóðfæri. Jónas: Nei því er nd verr og miður. Petur Bald spilar á munnhörpu og þar með er það upptalið. Blm.: Einhverlokaorðfráþér Jónas til þeirra sem hafa hug á að flytja hér inn. Jónas: Ég held að enginn þurfi að hræðast það að flytja hér inn. Einhverjum fannst, að óséðu, að hér væru bara "hundakompur", en þeim hefur nú flestum snúist hugur eftir að hafa komið hingað og skoðað staðinn. í sumar á að laga lóðina hér í kring og hver veit nema fólk geti þá ræktað eitthvað hér í hlíðinni fyrir ofan t.d. kartöflur og kál. Það eina rétta er að koma hingað með réttu hugarfari, því hér er alveg dásamlegt að vera. Ekki hefði ég 'ímyndað mér að ég ætti eftir að fá þá þjónustu í ellinni eins og hér er. Ég segi bara nú er gaman að verða gamall, miðað við það sem áður var. Ég man eftir því þegar ég var lítill drengur þegar ég sá að verið var að flytja gamlingjana hreppaflutninga. Jafnvel fólk boðið upp á hreppsfundum og ekki var verið að taka hæsta tilboði. Síðan var þessum bjálfum ekið á sleða eða kerrum milli staða. Ég man að ég kenndi í brjósti um þetta fólk sem krakki. Ég held að við þetta eldra fólk eigum reyndar þessa þjónustu inni við erum búin að leggja það af mörkum til þjóðarbúsins. Blm. tekur undir þessi síðustu orð Jónasar "Þið eigið þetta inni" Njótið þess. Brynja Svavarsd. KNATTBORÐSSTOFAN -íspinnar -frostpinnar - toppís - pakkaís ofl. MS MARKAÐUR: Simar: 71562 og 71960 Geisladiskar vœntanlerir. 11. aoríl 1990 Miölnir 5

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.