Mjölnir - 11.04.1990, Blaðsíða 6

Mjölnir - 11.04.1990, Blaðsíða 6
Þankabrot Opinn vettvangur, Bæjarmál í brennidepli Framkvœmdir og skuldastaða Siglfirðingar ganga eftir nokkrar vikuraðkjöirx>rðiogkjósabæjarstjórn til næstu fjögurra ára. Nokkuð er rætt um erfiða fjárhags- stöðu bæjarfélagsins sem veldur því að nú þarf að hægja á framkvæmdum á vegum bæjarins, en þar hafa mörg og stór verkefni verið á döfinni. Fyrir þremurmánuðum áttu bæjarbúar þess kost að skoða nýtt dvalarheimili aldraðra dagana áður en flutt var inn í það. Fyrir hálfum mánuði skoðuðum við íbúðimar í hinu fræga "Gamla bakaríi". Álit allra sem þar litu inn er á einn veg "fyrirtaks vandaðar íbúðir". Nú á næstunni mun gefast tækifæri til að skoða nýtt íþróttahús áður en það verður tekið í notkun. Þetta eru þá aðeins fáar af þeim mörgu og stóru framkvæmdum sem bæjarstjórnin hefur átt frumkvæði að nokkur undanfarin ár. Minna má á stórframkvæmdir í gatnagerð, endur- bætur á vatnsveitu, nýjan knatt- spymuvöll, nýjar skíðalyftur, nýtt tónskólahús, nýja slökkvistöð og fleira. Samkomulag í bæjarstjórninni hefur verið allgott ef undan er skilið hið fræga og einkennilega "flipp" Alþýðuflokksins snemma á kjörtímabilinu, sem enn hefur ekki fengist frambærileg skýring á . Frjálshygjan og fjárhagsvandinn Fjárhagsvandi bæjarins er þó ekki eingöngu afleiðing af miklum framkvæmdum. Frjálshyggjuveiranlét til sm taka hér eins og víðar og lék atvinnulífið hart. Hér sem víðar urðu fyrirtæki gjaldþrota og drógu önnur niður með sér í fallinu. Bærinn og stofnanir hans töpuðu milljónum eða milljónatugum í þessum hremmingum. Þegar frjálshyggjan loksins var stöðvuð var þjóðargjaldþrot fyrirsjáanlegt framundan, eins og núverandi forsætisráðherra benti þá réttilega á. Alþýðubandalagið kom inn í ríkisstjórnina í stað Sjálfstæðis- flokksins. Þjóðfélagið og atvinnulífið ernú á batavegi, en batinn gengurenn hægt, og það mun taka mörg ár að sigrast á afleiðingum þessarar fáránlegu stjómarstefnu sem breytti mesta góðæri í 1100 ára þjóðarsögu í efnahagslega martröð með þúsundum gjaldþrota. Það þýðir ekkert að halda því fram að öll þessi gjaldþrot hafi stafað af heimsku og skammsúni þeirra sem fyrirþeim urðu og geti því bara sjálfum sér um kennt. Mörg þeirra, ef til vill flest, voru harmleikir sem ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar og stjómarstefna hennar bar fulla ábyrgð á. Raunhœf stefna í atvinnu- og bœjarmálum Það framkvæmda- og framfaratímabil sem staðið hefur hér yfir um nokkurt árabil og gert Siglufjörð að miklu betri bæ og eftirsóknarverðari tQ búsetu en áður var er nokkurnveginn jafngamalt meirihlutaaðstöðu Alþýðubanda- lagsins í bæjarstjóminni. Þar áður var Alþýðubanaalaginu haldið utan áhrifa í bæjarstjórn svo áratugum skipti. Félagsleg stuna þess samræmdist ekki draumum um stórvinninga í síldarhappdrætti eða um undursamlega handleiðslu og forustu draumaprinsa sem breyttu í gull öllu sem þeir snertu og létu síðan mola af nægtarborðum sínum hrjóta niður til sauðsvarts almúgans. Félagsleg atvhnustefna Alþýðubandalagið hefur boðað félagslega stefnu sem æskilegasta valkostinn í undirstöðugreinum atvinnulffsins.Reynslan hefur sýnt að fyrirlandsbyggðina er hún heppilegust, enda standa sveitarfélög, rfkið, opinberir sjóðir og samvinnufélög undir aðalþáttum atvinnulífsins í heilum landshlutum. Þessir aðilar eru háðirfólkinu í byggðarlögunum. Þess eru mörg dæmi að eigendur einkafyrirtækja sem vom undirstaða byggðarinar í fjölmennum byggðarlögum hafi flutt þau burtu, sundrað þeim í erfðaskiptum eða hreinlega drukkið þau upp, ef svo má að orði komast, án þess að hægt væri aðhindra það. Ef óstjóm er á félagslegu fyrirtæki hefur fólkið í byggðarlaginuhinsvegar yfirleitt möguleika til áhrifa og breytinga. Áhrif á landsmálin Sveitarstjórnarkosningamar hafa áhrif á landsmálin, þær eru skoðanakönnun um álit manna á stjórnarfari og stefnum. Tap Alþýðubandalagsinsíkosningumímaí yrði lagt út sem vantraust á hina félagslegu stefnu, jafnt í landsmálum sem bæjarmálum, en ávinning fyrir frjálshyggjustefnu Þorsteins Pál ssonar og fylgismanna hans. Frjálshyggjuöflin mundu færast í aukana, kratar em raunar samkvæmt blaðafregnum byrjaðir að makka við íhaldið á bal við tjöldin. í kosningunum í næsta mánuði höfum við bæði áhrif á landsmálum og málin sem varða nánasta umhverfi okkar. Látum því vandlega fliugun en ekki tilviljanir ráða af stöðu okkar. Benedikt Sigurðsson Sumardvöl fatlaðra á Norðurlandi vestra Svœöisstjórn auglýsir eftir umsóknum vegna sumar- dvalar fatlaðra sumariö 1990. Sumardvölin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Að auki verður boðið upp á sumardvöl að botni í Eyjafirði ísamstarfi við Svœðisstjórn á Norðurlandi eystra tímabilið 20. júní til 20. ágúst. Umsóknir skulu berast skrifstofu Svœðisstjórnar að Ártorgi 1 Sauðárkróki fyrir 1. maí n.k. Upplýsingar gefnar í síma 95-35002. Svœðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi vestra. Konur í sveitarstjórnum. Ein af þeimkröfumíátttiljafnréttis ersú að fjölga konum í sveitarstjómum. í könnun sem jafnréttisráð lét gera kemur fram að einungis 19% sveitarstjómarmanna eru konur. Þar kemur einnig fram að 61 af hundraði aðalmanna segist ætla að hætta við næstukosningar. Aðalástæðumarsem gefnar era upp eru tímaskortur, neikvæð reynsla, persónulegar aðstæður o.fl. Það hefur oft gengið frekar erfiðlega að fá konur til að taka sæti ofarlega á listum flokkanna. Mérhefur oft fundist ómaklega vegið að karlpeningnum í þeim efnum, sagt er sem svo að þeir kæri sig ekkert um konur. Þetta er að mmu mati ekki rétt, nema síður sé. Ég held að ef okkur konum er einhver alvara með allri þessari umræðu um þátttöku kvenna í Miölnir 6 sveitarstjómum, þá þurfum við að standa betur saman. T.d. með því að bjóða fram aðstoð okkar við barnapössun svo eitthvað sé nefnt. En ein af ástæðunum sem konur oft nefna erfundartíminn sem yfirleitt ereftirað bamaheimili loka og skólum lýkur. E.t.v. væri hægt að breyta þessum fundartíma, þó held ég að það gæti verið erfitt þar sem ekki geta allir fengið frí úr sinni vinnu. Konur geta einnig haft áhrif víðar t.d. í nefndum, foreldrafélögum o.fl. Sú vinna sem þar er innt af hendi getur bæði verið skemmtileg og gefandi. Að lokum: Konur hvar sem þiO eruð í pólitík, athugiö þessa möguleika þ.e. aO aOstoða hver aOra til áhrifa. Brynja 11. aoríl 1990

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.