Mjölnir - 09.05.1990, Blaðsíða 6

Mjölnir - 09.05.1990, Blaðsíða 6
Þankabrot Opinn vettvangur. Fámenn klíka krata*. Hættulegt ástand Flestir þeir sem fylgst hafa með bæjarmálapólitíkinni hér í bæ, hljóta að hafa orðið varir við mikla óánægju bæjarbúa með ástandið í bæjarmálapólitikinni. Fólk er óánægt með þann “móral” sem skapast hefur í bænum. Ástandið einkennist af andrúmslofti uppgjafar og úrtölu. Ástand þetta hefur verið nefnt "töskuhugsunarháttur". Það er ekkert hættulegra fyrir þetta bæjarfélag en að alið sé á þessum hugsanahætti með úrtölum og vonleysi. Krafa um breytingar Að undanfömu hefur færst í vöxt að ungt fólk sem vill eiga sína framtíð íSi^ufír&hefurandæft^egn^essum^ móral. Það er einmitt þessi hópur sem hefur krafist breytinga, vill standa saman um að byggja bæinn upp. Innan þessa hóps komu fram raddir um uppstokkun með því að bjóða fram á breiðum grunndvelli, samfylkingu fólks sem vildi takast á við erfiðleikana og sigrast á þeim. Samvinna vid óháða Um miðjan mars þegar þessar raddir vom orðnar mjög háværar vildi uppstillinganefnd Alþýðubanda- lagsins kanna hvort grundvöllur væri fyrir framboði óháðra með stuðningu Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Haft var samband við uppstillinga- nefnd Alþýðuflokks og málið reifað. Eftir nokkrar viðræður var loks ákveðið að tilnefna einn mann úr uppstillinganefnd Alþýðuflokks og einn mann úr uppstillinganefnd Alþýðubandalags til viðræðna við óháða. “Listi” fæðist, Það var svol5. apríl eftir mikil og ströng fundarhöld, að komist var að samkomulagium skipan sexefstu sæta á Lista Óháðra, sem studdur yrði af Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Þess ber að geta að stjóm Alþýðu- bandalagsins fylgdist mjög vel með framvindu mála og samþykkti gerðir uppstillinganefndar, jafnframt vom haldnir tveir félagsfundir þar sem málin vom kynnt og “Listinn” samþykktur. Fámenn klíka.. Öðmvísi virðist hafa verið haldið á málum hjá Alþýðuflokki. Ekki var annað vitað en fulltrúi Alþýðu- flokksins væri að vinna í fullu umboði flckksins til að ljúka þessu verlri. En þegar málin vom komin í höfn hljóp allt í baklás og kratar höfnuðu “listanum”. Eftir því sem næst verður komist var það aðeins fámenn klíka í Alþýðuflokknum sem vissi um gang mála og hafnaði þessu breytta framboði. Klíkan sá ekki trén fyrir skóginum og lét skammsýni og gömul deilumál ráða ferðinni. Það verður lengi í minnum haft hvemigkratar stóðu að vinnu við þetta Óháða framboð. Sigurður Hlöðvesson FUNDIR MEÐ FJ A R M Á LAR AÐ H E R R A UM LANDIÐ .....ÍE.ÚKKJOlMÍKWgjjl ÁRANGURINN FRAMTIÐIN efnahagsbatinn OG NY VIÐHORF ÍSLENSKUM PjOOWIAU m Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráöherra heldur fund um árangurinn sem náöst hefur í efnahagsmálum og um ný viðhorf í íslenskum þjóömálum. Fjallað verður um framtíðarhorfur í fjármálum, atvinnulífi og lífskjörum. Fyrirspurnum svarað um nútíð og framtíð. SIGLUFJÖRÐUR FIMMTUDAGINN 10. MAÍ KL. 20:30 í HÓTEL HÖFN Allirvelkomnir s / FJARMALARAÐUNEYTIÐ Miölnir 6 9. maí

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.