Mjölnir - 23.05.1990, Blaðsíða 1

Mjölnir - 23.05.1990, Blaðsíða 1
5. tölublað, 53. árgangur, 23. maí 1990 Alþýðubandalagið Tökum virkan þátt í kosningabaráttunni Látið vita af fólki sem verður fjarverandi á kjördag. Styðjum F - listann Siglfirskir kjósendur: F-listi Óháöra er í mikilli sókn, fólk fylkir sér um framboðið. Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur hafa nú gert með sér samkomulag og myndað hræðslubandalag gegn framboðslista óháðra og beina þangað öllum spjótum sínum. Það sem þeir óttast mest er nýtt afl nýrra tíma. Vllt þÚ tryggja breytta og bætta bæjarmálapólitík ? Vilt þÚ farsæla framtíð og endurreisn Siglufjarðar ? Sýndu það í verki og veldu eina raunhæfa kostinn í kosningunum á laugardaginn kemur með því að kjósa F-lista óháðra í Siglufirði Fádæma framkoma krata og framsóknar- manna gagnvart bæjarstarfsmönnum Kratar gagnrýna starfsfólk í bókhaldi Málflutningur Krata og Fram- sóknar um bæjarstarfsmenn og gagnvart þeim hefur verið með óKk- indum að undanfömu. í upphafi kosningabaráttu kynnti F-listinn þá stefnu sína að ef endur- skipulagning á rekstri bæjarfyrirtækja væri nauðsynleg, yrði þess gætt að fólk yrði metið að verðleikum, en ekki eftir flokksskírteinum. Viðbrögð þessara tveggja fortíðar- flokka gagnvart þess háttar stefnu- breytingu verða lengi í minnum höfð. Frambjóðandi Krata ferhamförum í Neista. Hann ræðst gegn faglegri endurskipulagningu, en segir að vissulega sé breytinga þörf og gagnrýnir svo harkalega ákveðna starfsmenn bæjarskrifstofu. Einnig gekk hann svo langt á framboðsfundi að nafngreina embættismann sem hann vissi að ákveðið hefði verið að láta fjúka. Það verður ekki annað sagt að hann er fljótur að tileinka sér vinnubrögð Kratanna en fer þó ekki eins dult með og ætlast er til. Það verður að skrifa á reynsluleysi Birgis en það stendur væntanlega tilbóta. Hann ernámsfús. Framsókn elur á ótta og óöryggi með því að boða bæjarstarf smönnum það að F-listinn hafi það á stefnuskrá sinni að flæma þá burt úr bænum. Þessi málflutningur fortíðarflokk- annaerhreintótrúlegurogbæjarstarfs- mönnum og öðrum er sýnd fádæma lítilsvirðing með svona vinnu- brögðum. Það hefur gengið á ýmsu í pólitíkinni hér, en langt er síðan málefnafátæktin hefur verið slík. Þetta sýnir svo ekki verði um villst að breytinga var þörfí bæjarpólitíkinni og að Alþýðubandalagið gerði rétt í því að styðja þær. Framkoma Krata og Framsóknar gagnvart starfsmönnum bæjarins er fyrir neðan allar hellur. S. H. xF i» ?'¦ '»-yv t* \ - Fyrir framtíd Siglufjarðar

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.