Mjölnir - 23.05.1990, Blaðsíða 2

Mjölnir - 23.05.1990, Blaðsíða 2
Mjölnir Útgegfandi: Alþýðubandalagið í Siglufirði. Ritnefnd: Hinrik Aðalsteinsson ábm., Signý Jóhannesdóttir augl., Sigurður Hlöðvesson setning og umbrot. Prentun : Sásts.f. Sauðárkróki LEHDARI Þaö er ekki laust viö aö ég hafi lúmskt gaman af hræðslu-skotum “gömlu flokkana” þessa dagana. Nú rlsa þeir upp sem einn maður og “skjóta” á F-listann. Af hverju skildi það nú vera? E.t.v eru þeir hræddir við þann byr sem við fáum. Þeir vita sem er að góður byr hentar skipstjóra og hans áhöfn vel. I 4 tbl. Mjölnis er rakinn aðdragandinn sem til þess varð að F- listinn sá dagsins Ijós. Mig langartil þess að bæta örfáum orðum þar við. Af hverju F en ekki G? Einfaldlega breyttar áherslur í þjóðfélaginu. Ég hef veriö spurð að því frá mönnum úr hinum flokkunum hvortég séað svíkja Alþýðubandalagið. Þaðeraf og frá. Alþýðubandalagiö er einfaldlega eini flokkurinn sem bar gæfu til þess fyrir þessar kosningar að horfa til framtíöar og ákveða að styðja lista sem samanstendur af ungu fólki með mismunandi skoðanir í þjóðmálum en vill takast á við stjórnun bæjarins saman. Og það sem ekki er minna um vert, fólki sem ekki hefur viljað gefa kost á sér til áhrifa í gömlu flokkunum. Ég hefði viljað sjá fleiri flokka gera slíkt hið sama, enda var það ætlunin í upphafi. Hvað er að gera með fjóra framboðslista í bæjarfélagi sem telur innan við 2 þúsund íbúa. Þótt listum sem bjóða fram nú í vorhafi ekki fækkað þá er þetta að mínu mati fyrsta skrefið til fækkunar framboða. Það verða fleiri tilbúnir næst til að sameinast okkur. Nú spyr kannski einhver “Berð þú enga ábyrgð á stjórnun sl. 4 ára”? Jú það geri ég. Það hefur mikið verið framkvæmt en aflafé bæjarins hefur ekki nægt og því hafa verið tekin lán. Við höfum viljað velog samstaðahefurveriðumlangflestarframkvæmdaákvarðanir. Var einhver á móti varanlegri gatnagerð, framkvæmdum í Skarðdal, Dvalarheimili Aldraðra, Grasvelli, íþróttahúsi, Tónskólanum? Bæjarmálafélag Siglufjaröar Einstaklingar sem nú eru á F-listanum og styðja hann stefna að því að stofnað verði Bæjarmálafélag Siglufjarðar. Það verði opið hverjum þeim sem vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp þennan bæ. Við viljum fá hugmyndir frá bæjarbúum án þess að þeir þurfi að stimpla sig flokkslega, en það er eitt af því sem hefur komið í veg fyrir að ungt fólk setji fram skoðanir sínar. “Sjálfsögö mannréttindi” Alþyðuflokkurinn telur sig vita ástæðuna fyrir þvl að Alþýðubandalagið leggur ekki upp með eigin lista með Sigurð Hlöðvesson I fyrsta sæti. Það kemur þeim e.t.v. spánskt fyrir sjónir að fólk I Alþýðubandalaginu skuli hafasjálfsákvörðunarrétt. Samt er það nú svo. Sigurður óskaði eftir að hætta eftir 10 ára setu í Bæjarstjórn Siglufjarðar. Við tókum óskir hans til greina. Ég vil leyfa mérfyrirhöndAlþýðubandalagsinsað þakkahonumfyrirfrábærlega vel unnin störf þessi 10 ár. Persónulega hef ég sjaldan unnið með manni sem hefur verið jafn gott að vinna með eins og honum. Hefði sameiginleg uppstillinganefnd Alþýðubandalags, Alþýðuflokksog Óháðra settSigurð Hlöðvesson, meö hans samþykki í 3. sæti F-listans, hefðu félagar hans I A.B. stutt hann. Hvað olli því að Alþýðuflokkurinn gat ekki sæst á lista óháðra með Ólöfu (3. sæti? Það gat þó Alþýðubandalagið. Meintu þeir ef til vill ekkert af því sem þeir sögðu ( viðræðum við óháða og Alþýðubandalagið, var þetta enn ein sýndarmennslan. Að lokum góðir bæjarbúar. Þó ég sé nú ekki borin og barnfædd hér langar mig að búa hér, þar sem mér finnst bæjarlífið gott, fyrir utan þá leiðinlegu pólitík sem hér hefur oft verið rekin. Ekki dregur úr þeim ásetningi eftir að hafa unnið með F-lista fólki og þeirra stuðningsmönnum. Þar eru á ferðinni nýjar áherslur til bóta fyrir bæjarfélagið. Brynja Svavarsdóttlr. Hannes Baldvinsson ÞESS VEGNA KÝS ÉG F-listann !!! Fyrir flestar kosningar til bæjarstjómar, sem égman eftir, hefur undirbúningur þeirra, af hálfu Alþýðubandalagsins hafist á viðræðum við aðra flokka hér í bæ, um nauðsyn þess að draga úr pólitískum flokkadrætti og hagsmunavörslu flokksgæðinga í stjóm bæjarmála, sem flestir em sammála um að hafi staðið bæjarfélaginufyrirþrifum. Þess vegna sé skynsamlegt, að leysa ágreinings- málin fyrirfram með víðtækri samvinnu þeirra manna, sem bera sameigjnlega hagsmuni bæjarfélagsins fyrir bijósti, fremur en únyndaða hagsmuni einstaklinga og flokks- gæðinga. Sjaldnast hafa þessar tilraunir borið nokkum árangur og stundum hefur manni virst að viðmælendur hafi dregið viðræður á langinn í þeim tilgangi einum að gera Alþýðubandalaginu erfitt fyrir að stilla upp lista á síðustu stundu fyrir framboðsfrest. Ég verð því að viðuikenna að ég varekkimjög trúaðurá að viðræðumar við Alþýðuflokkinn í vor bæru nokkum árangur. Þóvarkannskemeiri ástæða en oft áður til að gera þessa tilraun nú, vegna þess að með nýjum bæjarfulltrúum Alþýðuflokksins á liðnu kjörtímabili hafði gengið aftur, lágkúmlegur skætingur í pólitíska andstæðinga og bein og óbein hagsmunavarsla fyrir frændur og félaga látin sitja í fyrirrúmi og jafnvel skaða hagsmuni bæjarfélagsins. Það var því tilraunarinnarvirði að reyna að koma vitinu fyrir Alþýðuflokkinn, þó svo að það tækist ekki eins og raun ber vitni. Þátt í þessari tilraun tók fjöldi aðila, bæði óflokksbundnir og einnig fylgjendur annara flokka, sem voru sammála um nauðsyn þess að draga úr flokkadrætti og setja hagsmuni bæjarfélagsins á oddinn í baráttunni fyrir betri bæ, fyrir okkur sem hér viljum eiga heima. Þessir aðilar vildu ekki gefast upp við tilraunina við að mynda hér breiða samstöðu, þó svo að flokksfoiysta Alþýðuflokksins skærist úrleik og Alþýðubandalagið staðfesti einlægni sína í þessari samvinnu- tilraun, með því að ákveða að bjóða ekki fram við þessar bæjarstjómar- kosningar, heldur lýsa yfir stuðningi við nýtt óflokksbundið og óháð framboð. Þessi ákvörðun hefur komið heldur illa við gömlu flokks-broddanaí hinum flokkunum og þeir hafa haldið því fram að nú þori kommamir ekki að bjóða fram einir og eins hinu að ekki sé hægt fyrir hina almennu flokks- menn í Alþýðubandalaginu, að kjósa F-listann,vegnaþess aðíefstusætum hans séu atvinnurekendur. Við þeim áróðri vil ég segja: “Það var svo sem ekki öreiga-stællinn á þeim V igfúsi Friðjónssyni og Ármanni Jakobssyni þegar Alþýðubandalagið stuðlaði að kjöri þeirrra í bæjarstjóm Siglufjarðar og ég veit ekki til þess að nokkur hafi beðið tjón á sálu sinni við það að kjósa þá.” En á þeim tíma lærðist ein lexía, sem verteraðhafaíhuga viðkomandi kosningar. Rísi einhverjir upp úr meðal- mennskunni í bæjarstjóm Siglufjarðar, sameinast gömlu flokksbroddamirum að halda þeim niðri og þá er ekki hikað við að fóma hagsmunum bæjar- félagsins eins og þá gerðist. Við veröum því, til að tryggja áhrif F-listans á næsta kjörtímabili, að sjá svo um í kjörklefanum á laugardaginn, að það veröi ekki færri en fimm fulltrúar F-listans, sem taka sæti í bæjarstjórn Siglufjarðar. Það getum viö Siglfiröingar á laugardaginn, meö því að senda “út á sextugt djúp, sundurlyndis- fjandann”, sem svo allt of lengi hefur ráðiö ríkjum í bæjarmálum Siglu- fjarðar og sameinast um F-listann. Hannes Baldvinsson Knattborðsstofan Kjúklingabitar alla daga Sími 71652 TiTÍTil Mjölnir 2 23. maí

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.