Mjölnir - 23.05.1990, Blaðsíða 3

Mjölnir - 23.05.1990, Blaðsíða 3
/ • Ur einu í annað. • • Punktar úr bæjarlífinu. • Veisluhöld. Vordögunum fylgja ávalt veisluhöld menningar. Þá eru skólar að ljúka vertarstarfi, kórar og hljómsveitir halda vortónleika. Karlakórinn Heimir úr Skagafirði hélt söngskemmtun að kvöldi 1. maí við mikia hrifningu áheyrenda. Undirleikari með þeim var Guðjón Pálsson, en söngkennari og stjómandi var Þuríður Baldursdóttir. Þar komu fram sex einsöngvarar, og mynduðu þeir ásamt fimm öðrum nemendum skólans söngsveit, sem flutti fáein lög. Kvennakórinn er greinilega í framför og var mjög ánægjulegt að hlusta á söng hans nú, og söngur gestanna jók á fjölbreytni þessara Tónskólinn. VortónleikarT ónlistarskól a S iglu - fjarðar og skólaslit fóru fram þann 11. maí. Þarkomu fram nemendur, yngri og eldri og Lúðrasveit Siglufjarðar með hefðbundnu sniði. Af tónleikunum mátti sjá að starf skólans er öflugt og gróskumikið. Kvennakór Siglufjarðar undir stjóm Elíasar Þorvaldssonar, hélt söngskemmtun í sal tónlistarskólans þann 17. maí s.l. Einnig tóku þátt í þeirri söngskemmtun Söngdeild Tónlistarskóla Eyjafjarðar. tónleika. Þaðervissulegafagnaðarefni þegar samstarf tekst á þennan hátt, en tengsl Elíasar söngstjóra við skólastjóra Tónlistarskóla Eyjafjarðar, Atla Guðlaugssonar og kennara Guðjón Pálsson, sem báðir hafa verið kennarar við Tónlistarskóla Siglufjarðar, þau tengsl leyndu sér ekki í þessum ánægjulegu samskiptum. Kvöldskóli Siglufjarðar Formleg skólaslit Kvöldskóla Siglufjarðar fóru fram síðdegis þann 12. maí s.l. á sal Grunnskólans við Hlíðarveg. Kvöldskólinn er yngsta menntastofnun bæjarins og starfar í tengslum við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Forstöðumaður Kvöldskólans ernú Skarphéðinn Guðmundsson kennari, en umsjónarmaður með fúllorðins- fræðslu Fjölbrautarskólans er Þoikell Þorsteinsson, kennari. Við skólaslit flutti forstöðumaður Kvöldskólans yfírlitum starfiðívetur. Þoikell ræddi einnig um vetrarstarf skólans. Hann fórlofsorðum um áhuga Siglfirðinga fyrir fullorðinsfræðslu, mestur fjöldi nemenda væri á Siglufirði af þeim stöðum í umdæminu, þar sem fullorðinsfræðsla væri komin á laggimar, en 55 nemendur stunduðu nám í vetur, flestir í ensku. Þoikell ræddi um möguleika á fjölgun námsgreina, m.a. í tölvufræðum, en meiri kynning á námsvali þurfi að vera, og vildi hann hvetja fólk til að fylgjast vel með auglýsingum þegar þar að kæmi. í lok athafnarinnar voiu afhentar viðurkenningarfyrirnámsárangur, en nemendur voiu frjálsir að því hvort þeir þreyttu áfangapióf eða ekki. Myndmennt Sýning á veikum þeirra, sem voru í myndmennt í kvöldskólanum var opnuð að skólaslitum loknum í Ráðhússalnum og stóð hún tvo daga. Þessi sýning sýndi ótvírætt að fólk hafði tekið námið alvarlega. Þama var fjöldi mjög vel og vandlega geiðra mynda, sem gaman var að skoða. Kennari í myndmennt var Örlygur Kristfinnsson. Frá vígslu nýja íþróttahússins, félagar í Iþróttafélaginu Snerpu. Hvað varð um ' Gamla bakaríiðn ? Það hafa sennilega flestirtekið eftir því að í málflutningi krata hefur hvergi veriðrættnéritaðum“Gamlabakaríið" kosningamál þeirra frá því í kosningunum 1986. Staðreyndin mun víst vera sú að kosningastjóm “jafnaðarmanna” gaf út þau fyrirmæli að ekki skyldi minnst opinberlaga á bakaríið í kosninga- baráttunni, jafnframt var Kristjáni Lúðvík fyrirskipað að koma vel og málefnalega fram útávið, (en þaðhefur nú mistekist hjá honum eins og sjá mátti á fyrirspumarfundinum á Hótel Höfn). Aftur á móti hafa engar hömlur verið settar á götuhoma slúðrið (maður á mann aðferðina) þar má nota öll meðul, afbökun, slúður, hálfkveðnar vísur og hreinar lygar, aðeins skal gæta þess að hópurinn sem hlustar sé hæfilega stór til að ekki sé hætta á að réttar staðreyndir komi fram. “Gamla bakaríið” er sem sagt ekki lengur á vörum né í skrifum frambjóðenda A-listans nema hvað Birgr Sigmundsson skrifaði í 1. t.bl. Neista 1990 sem kom út seint í maí "syðleysi þarf að linna". Hvaða syðleysi Birgir ? Málflutningur um “Gamla bakaríið” hefur nú verið fluttur á götuhomin, þar sem flaggað er enn einu bréfinu frá bústjóra þrotabús Tréverks, þar sem hann ítiekar fáránlegarkröfurbúsins. íbréfinu sem er fullt af rangfærslum ber bústjóri starfsmenn bæjarins mjög alvarlegum sökum, þar sem hann sakar þá um að beita blekkingum og að leggja fram alrangar upplýsingar. Það er ekki óliklegt að ummæli bústjóra í garð opinberra starfsmanna bæjarins, þ.e. bæjarstjóra, bæjarritara og bæjartækinfræðings heyriundirmeið- yrðalöggjöfina. Ámi Pálsson h.d.l. lögfræðingur bæjarins hefur nú samið greinargerð um bréf bústjóransþarsem hann hrekur efni bréfsins lið fyrir lið. Bréfið endar Ámi á þessum orðum " Ég vil aS lokum taka það fram að sjónarmið mín eru ekki dómur en þó vil ég leggja á það áherslu að samningurinn frá 16. nóvember er í fullu gilgi og "rök" skiptastjóra í bréfinu frá 15. maí s.l. standast alls ekki, aukþess sem hann fer frjálslega með staðreyndir". Það verður fróðlegt að fylgj ast með því hvort kratamir fara með svaibréf lögfræðings bæjarins á götuhomin, eða stinga því undir stól, af því að það passar ekki inn í götuhoma málflutning þeirra. S. H. ÞAÐ STANSA FLESTIRÍ srmm smmu /zmm /, vmm szmm smkm ALLTÁ FULLUHJA OKKUR - SUMAR SEM VETUR sH£S smtsMi sr/mm smssMi smtsm sr/mm 23. maí 1990 Mjölnir 3

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.