Fylkir


Fylkir - 06.01.1950, Blaðsíða 3

Fylkir - 06.01.1950, Blaðsíða 3
3 FYLKIR AUGLÝSING nr. 28/1949. frá Skömmtunarstjóra Samkv. heimild í 3. gr. reglugerðar fró 23. sepf. 1947 um vöruskömmfun, fakmörkun ó sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir verið ökveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildir fró 1. jan. 1950. Nefnist hann „Fyrsti skömmtunarseðill 1950" prentaður á hvítan pappír í rauðum og fjólubláum lit, og gildir hann samkvæmt því sem hér segir: Reitirnir: Sykur nr. 1 —10 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömm um af sykri hver reitur. Reitir þessir gilda til og með 31. marz 1950. Reitirnir: Smjörlíki nr. 1—5 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af smjörlíki hver reitur. Reitir þessir gilda til og með 31. marz 1950. Skammtur: 1 —1950 gildir fyrir V2 kg. af skömmtuðu smjöri til 31. marz 1950. Reitirnir: Skómiðar nr. 1 —15 (báðir meðtaldir) gilda eins og hér segir: — ------ 1 par karlmannaskór eða kvenskór . 12 reit. 1 par unglingaskór 10—16 ára, stærðir IV2—6 (35—39) 6 — 1 par barnaskór að 10 ára, stærðir 0—2 (19—34) 4 — 1 par inniskór (allar stærðir) þar með taldir 'spartaskór, leikfimisskór, filtskór og opnir sandalaskór ..................... 3 — Reitir þessir gildi til og með 31. des. 1950. Reitirnir: Vefnaðarvara nr. 1—700, gilda 20 aura hver við kaup á hverskonar skömmtuðum vefnaðarvörum og fatnaði, öðrum en sokkum og vinnufatnaði, sem hvorttveggja er skammtað með sérstökum skömmtunarreitum. Einnig er hægt að nota reiti þessa við kaup á hverskonar innlend- um fatnaði, samkvæmt einingarkerfi því, er um getur í auglýsingu skömmtunarstjóra nr. 52/1948 og öllu efni til ytri fatnaðar, sem skammtað hefir verið með stofnauka nr. 13. Miðað er í öllum tilfellum við smá- söluverð þessara vara. Vefnaðarvörureitirnir nr. 1—700 er vöruskammtur fyrir tímabilið jan.—marz 1950, en halda allir innkaupagildi sínu til ársloka 1950. Reitirnir: Sokkar nr. 1—2. (báðir meðtaldir) gildi fyrir einu pari af sokkum, hver reitur, hvort heldur er kvenna, karla eða barna. Úthlutunarstjórum allsstaðar er heimilt að skipta nefndum sokkareitum fyrir hina venjulegu vefn- aðarvörureiti, þannig að fimmtán krónur komi fyrir hvern reit. Þessi heimild til skipta er þó bundin við ein- staklinga, endá framvísi þeir við úthlutunarstjóra stofn- inum af þessum „Fyrsta skömmtunarseðli 1950", og að sokkareitirnir, sem skipta er óskað á hafi eigi áður verið losaðir frá skömmtunarseðlinum. Um sokkareiti þessa gildir hið sama og vefnaðarvörureitina, að þeir eru ætlaðir fyrir tímabilið jan.—marz 1950, en gilda þó sem lögleg innkaupaheimild til ársloka 1950. Fyrsti skömmtunarseðill 1950 afhendist aðeins gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtímis skilað stofni af „Fjórða skömmtunar- seðli 1949", með árituðu nafni og heimilisfangi svo og fæðingar- degi og ári eins og form hans segir til um. Neðan taldir skömmtunarreitir halda gildi sínu til 31. marz 1950. Vefnaðarvörureitirnir nr. 1 —1600 af fyrsta, öðrum og þriðja skömmtunarseðli 1949. Skammtar ir. 2 og nr. 3 (Sokkareitir) af „Fyrsta skömmtunar- seðli 1949". Sokkamiðar nr. 1—4. af öðrum og þriðja skömmtunarseðli 1949. Ytrifataseði11 (í stað stofnauka nr. 13). Fólki skal bent á að geyma vandlega skammta nr. 2—8. af þessum fyrsta skömmtunarseðli 1950, ef til kæmi, að þeim yrði gefið gildi síðar. Reykjavík, 30. des. 1949. SKÖMMTUNARSTJÓRI TILKYNNING 1 um olíuviðskipti Kosninyar til bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum eiga að fara fram sunnudaginn 29. jan- úar n.k. Framboðslistum ber að skila til oddvita yfirkjörstjórnar, Páls Þorbjörnssonar, Heiðaveg 44 fyrir kl. 24 hinn 7. janúar n.k. Vestmannaeyjum, 2. janúar 1950. Yíirkjörstjórn Frá 1. janúar 1950 verður olía aðcins seld gegn stað- greiðslu eða mánaðargreiðslu. Séu mánaðarreikningar ekki greiddir fyrir 10. næsta mánaðar, verða viðskipt- in stöðvuð án frekari tilkynningar. Vestmannaeyjum, 2. janúar 1950. Olíusamlag Vestmannaeyja H.f. „SHELL" umboðið í Vestmannaeyjum 9 Olíuverzlun íslands h.f., Umboðið í Vestm.eyjum. oooooqooqqqoqqqqqqqqqqq^

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.