Fylkir


Fylkir - 27.01.1950, Blaðsíða 3

Fylkir - 27.01.1950, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 Bygging gagnfræðaskólans og stað hæfingar Þ. Þ. V. Þorsteinn Víglundsson hefur í málgagni Framsóknarflokksins, ráðist á mig, og verið að reyna að telja almenningi trú um, ým- islegt mér viðvíkjandi, þar á meðal, að ég hefði reynt að rýra gildi gagnfræðaskólans hér. Eg hefi fram að þessu ekki viljað eyða rúmi þessa blaðs, sem ég er ábirgðarmaður fyrir, til andsvara. Eg hefi bókstaf- lega, eins og allur almenningur haft gaman af að sjá hann rót- ast um, eins og naut í moldar- flagi og baula fullum hálsi. Eg vil nota tækifærið hér og gera nokkra grein fyrir afstöðu minni til þessa máls og færa fram þau rök, sem fyrir liggja. Á kjörtímablinu 1942 til 1946 var ég og Ástþór Matthíasson fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárhagsnefnd. 6 Við samning fjárhagsáætlunar innar fyrir árið 1943 lá fyrir á- ætlun gagnfræðaskólanefndar, þar sem farið var fram á rúm- lega 45 þúsund króna framlag til skólans. Áætlun þessi var afgreidd í fjárhagsnefnd með svohljóðandi bókun: ,,Fjárhæðin er í samræmi við áætln skólanefndar. Nefndin tel ur sérstaka ástæðu til að vekja athygli bæjarstjórnar á þeirri staðreynd, að gert er ráð fyrir að á yfirstandandi skólaári verði kostnaður á hvern nemanda um kr. 1800,00, þar sem gert er ráð fyrir, að nemendur verði um 40. Slíkan kostnað á nemanda telur nefndin óeðlilegan og óviðun- andi til frambúðar. N Nefndin vill ennfremur benda á, að miðað við íbúafjölda kaup staðarins og allan aðbúnað að skólanum, ætti nemendafjöldi að vera um 80—100. Væri aðsókn að skólanum eðlileg lækkaði kostnaður á hvern nemanda um helming." Eg geri varla ráð fyrir, að hægt sé að halda því fram með nokkurri sanngirni, að ástæða hafi verið til fyrir mig eða Ást- þór Matthíasson að vera bjart- sýnir um framtíð skólans, þeg- ar skólastjórinn sjálfur og skóla- nefndin sjálf gerði ráð fyrir, að aðeins 40 nemendur myndu sækja skólann, sem þó gat rúm- að nær 90 nemendur í því hús- næði, sem hann þá var í. Við samning fjárhagsáætlunar innar 1944 var viðhorfið nokkuð breytt. Aðsókn að skólanum hafði þá aukizt og nýju fræðslu lögin voru í uppsiglingu. Lögðum við þá til, að auk venjulegs rkst ursframlags til skólans yrðu tekn ar upp í fjárhagsáætlunina 100 þús. kr. til byggingar nýs gagn- fræðaskóla. Og við vildum ganga lengra eins og eftirfarandi bókun sýnir: í sambandi við framlag þetta létum við bóka eftirfarandi: „Nefndin leggur til, að greindri upphæð verði varið til gagn- fræðaskólabyggingar, enda komi á móti lögboðið framlag úr rík- issjóði. í sambandi við þennan lið vill meirihlutinn taka fram, að hann er reiðubúinn til þess að mæla með auknu framlagi í þessu skyni, ef bæjarstjórn get- ur fajlizt á, að kennslufyrir- komulag, námsgreinar og náms- tími verði sá sami við gagn- fræðaskólann hér, og er við gagnfræðadeild Menntaskólans í Reykjavík. Jafnframt verði breytt um yfirstjórn skólans og kennslukraftar auknir og færð- ir í það horf, sem fræðslumála stjórnin telur nauðsynlegt til þess að nemendur, sem útskrif- ast úr skólanum njóti sömu rétt- inda til framhaldsnáms í öðrum skólum og nemendur með gagn fræðaprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík og á Akureyri. Laun kennara verði þá og sam- ræmd við laun framangreidra skóla. Minnihluti nefndarinnar, Árni Guðmundsson, lét bóka eftirfar- andi: Minnihlutinn getur faiiist á framanritaða bókun, að öðru leyti en því, sem varðar breyt- ingu á yfirstjórn skólans. Bókun þessi kom til umræðu á fundi bæjarstjórnar 31/3 1944 og var samþykkt þar með 5 atkv. gegn 2. Bókun Sveins Guðmundssonar í fundargerðarbók bæjarstjórnar. í bókun þessari er gengið mun lengra, en bæði skólanefnd og skólastjóri hafa látið sér detta í hug. Við vorum sannfærðir um það þá og ég er sannfærður um það enn, að þetta er ekki nema eðlileg og sjálfsögð þróun í skólamálum hér. En meðan að sá draugur situr í skólastjórastöð unni, sem þar er, þarf ekki að vænta neinna framfara á þessu sviði. Það var ógæfa Vestmanna- eyinga, þegar honum var troð- ið þar inn móti vilja meirihluta skólanefndar og alls almennings. Og það er ógæfa okkar á þessu sviði að geta ekki losnað við hann. Viðhorfið væri allt ann- að í þessum málum, ef farið hefði verið eftir tillögu meiri- hluta skólanefndar á sínum tíma og Óskar Þorláksson, sem nú er orðinn landsþekktur kennimað- ur, verið ráðinn til að veita gagn fræðaskólanum forstöðu. Við samning fjárhagsáætlun- arinnar fyrir árið 1945, lagði fjárhagsnefnd einnig til að var- ið yrði til skólabyggingar 50 þús. kr. Létum við þá bóka eftirfar- andi í sambandi við þennan lið: „„Meirihluti nefndarinnar gengur út frá, að byggingarkostn aður væntanlegs gagnfræðaskóla húss verði kr. 600 þús. Þar af var áætlað á fjárhagsáætlun kaupstaðarins fyrir árið 1944 kr. 100 þús. Með 50 þús. kr. fram- lagi í ár og 240 þús. kr. fram- lagi úr ríkissjóði, verða eftir- stöðvarnar kr. 210 þús. sem nefndin leggur til að mætt verði með láni, eða verði tekið inn á áætlanir á fleiri árum." Þegar hér um ræðir lá teikn ing af gagnfræðaskólanum enn ekki fyrir, og barst ekki hingað fyrr en 19. október 1946, að því er Þorsteinn Víglundsson hefur sjálfur upplýst í Framsóknarblað inu. Það er því staðreynd, að það lá ekki fyrir meðan Sjálfstæðis- flokkurinn var í meirihluta, að hefja byggingu gagnfræðaskóla. Hinsvegar var allt undirbúnings- starfið unnið meðan að hann fór með völdin. Eg vil að endingu beina því til lesenda blaðsins, að Þorsteinn Þ. Víglundsson, skólastjóri, er yfirlýstur rógberi og ósanninda- maður. Hefur hann ekki enn þorað að gera tilraun til að bera þetta af sér. Hefi ég því í dag gert viðeigandi ráðstafanir til að fá hann dæmdan fyrir ummælV sín. Gerði ég það eftir að þekkt- ir lögfræðingar höfðu fullvissað mig um, að ekki léki nokkur vafi á, að hann fengi sinn mak- legan dóm. Eg tel að þessi „menningar- frömúður" fari úr þessu að verða heldur lítill sómi stéttar sinnar og menningarlífinu hér til lítils framdráttar. Guðlaugur Gíslason. K 0 L væntanleg um eða eftir mánaðamót. í Eyjablaðinu í Sumar 14. júlí er grein, sm nefnist „Við- skilnaður íhaldsin". Þar segir að þegar cð „íhaldið" skildi við hafi aðkallandi greiðslur numið 280 þús. kr. og enginn aur til fyrir. Eftir gorgeirnum í grein þesari skildi maður ætla að við- skilnaður krata & komma yrði betri, en staðreyndirnar tala öðru máil, því að í yfirliti þvi sem bæajrgjaldkeri gaf fjárhags nefnd 27. des. s.l. eru lausa- skuldir bæjarsjóðs, ógreinn vinnu laun og fleira 937 þús. krónur — níu hundruð þrjátíu og ein þúsund króna, og fyrir þessu er í bæjarkassanum ekki grænn tú skildingur. — Ja, miklir menn erum við Hrólfur minn. — Að qefnu tilefni Samúðarskeyti það frá Jó- hanni Þ. Jósefssyni alþm. Vest mannaeyja, sem prentað er í 3. tölublaði „Fylkis" 20. jan. 1950, var lesið upp fyrir mér í síma miðvikudaginn 18. janúar 21,50 eða þegar klukkuna vantar 10 mínútur í 10 að kveldi, og var mér áður gersamlega ókunnugt um skeyti þetta. Ofanleyti í Vestmannaeyjum 29. janúar 1950. Halldór Kolbeins. Aðal baráttumál Framsóknarflokksins í Reykja vík er stækkun fangahússins og bættur aðbúnaður þar. — Væri ekki tilvalið tækifæri fyrir framsóknarmenn hér að gera einnig þetta mál að baráttu máli sínu. Væri ekki mjög vel til fallið að á tvo efstu menn listans væru hengd kröfuspjöld, bæði bak og fyrir um þetta efni. FELL H.F X D-LISTINN

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.