Fylkir


Fylkir - 17.02.1950, Blaðsíða 1

Fylkir - 17.02.1950, Blaðsíða 1
Málgagn Sjólfstæðis- flokksins 2. árgangur. Vestmannaeyjum 17. febr. 1950 6. tölublað Sigurbjörn Sveinsson F. 19. okt. 1878 - D. 2. febr. 1950. „í Ijóssins ríki leið mig inn og lát mig finna þig og hæfan fyrir himininn ó, herra gjör þú mig." (S. S.) Sigurbjörn Sveinsson er látinn. Sú fregn kom ekki ó. óvart þeim, sem þekktu hann, því að undan farið hafði hann legið þungt haldinn ó sjúkrahúsinu og bor- ið þunga vanheilsu um margra ára skeið. Fregnin vakti eigi að síður sáran söknuð í hugum hinna fjölmörgu vina hans, því að fóir menn munu hafa verið vinfleiri en hann. En þó að Sigurbj örn sé horf- inn, mun minning hans lifa í hugum þeirra, sem kynntust hon um með þeirri björtu, hlýju góð- vild sem fró honum stafaði. Og vafalaust má fullyrða að á með- an íslenzk tunga er töluð verða ritverk hans lesin af þakklátum aðdáendum fyrir þá heiðríkju hugans, sem einkennir allt,. sem hann hefur ritað. Út frá sínu tilfinningaríka og viðkvæma hjarta talaði hann á skrumlausu og einföldu móli barnsins og átti þessvegna svo auðvelt með að ná til hjartn- anna. Allir kannast við þetta fró Bernskunni og öðrum barnasög- um hans, en mörg af Ijóðum hans bera einnig þessi einkenni og eru fyrir það gimsteinar, sem um ókomnar aldir munu bera ó- fölnandi Ijóma. Vera má að Sumarmorgunn á Heimaey beri þar af, þó er mér nær að halda að sum af trúarljóðum hans eigi eftir að ná engu minni vin- sældum þegar tímar líða. Sigurbjörn heitinn var um margra ára skeið starfsmaður Hjólpræðishersins. En í raun og veru mun sá afmarkaði hringur hafa verið honum of þröngur. Allir trúaðir menn voru bræður hans og vinir og þessvegna var hann ævinlega reiðubúinn að veita þeim lið með Ijóðaþýðingar eða annað, hvar í flokki, sem þeir stóðu og eru trúarljóð hans því rnjög dreifð. Sem dæmi um þennan þátt í ritstörfum Sigurbjarnar, sem mörgum mun lítið kunnur, vil ég aðeins tilfæra eftirfarandi erindi úr trúarljóði, sem hann hefur þýtt: Sá vinur er hjá mér, er huggar mig senn og hjálpar í sárustu neyð. Só vinur er Jesús, hann elskar mig enn. Hann elskar í lífi og deyð. Hann yfir mér vakir á ævinnar braut, og aldrei hann þreytist sem ég hann gengur við hlið mér í gleði og þraut og gefur mér Ijós ó minn veg. Að fríðarins landi mig báturinn ber, þótt bylgjurnar rísi við stafn. Minn Drottinn og frelsari inn- anborðs er. Ég elska og lofa hans nafn. Með línum þessum hefi ég viljað leggja lítið blóm í þann þakklætissveig, sem vinir Sigur- bjarnar flétta honum lótnum og bið þess að hans eigin bæn, sem skróð er yfir líhum þessum, og sungin war aí barnavörum við útför hans megi nú uppfyllast honum til eilífrar blessunar. Steingrímur Benediktsson Fyrsti fundur hinar nýkjörnu bæjartjórnar Þann 10. febrúar var haldinn fyrsti fundur hinnar nýkjörnu bæjarstjórnar. Voru allir fulltrúarnir mættir. Bæjarstjóri setti fundinn og bauð hina nýkjörnu fulltrúa vel- komna til starfa. Hann tilnefndi Þorbjörn Guðjónsson sem aldurs forseta, til þess að stjórna for- setakjöri bæjarstjórnarinnar. Aldursforseti hóf máls með því að minnast hins nýlátna heiðurs borgara Vestmannaeyja, Sigur- bjarnar Sveinssonar, rithöfundar og bað bæjarfulltrúa að rísa úr sætum til virðingar honum. Var síðan gengið til forseta- kjörs. Kosningu í forsetaembætti hlaut Guðlaugur Gíslason með 5 atkvæðum. Tók hann þá við fundarstjórn og hóf máls á því, að fulltrúar sjálfstæðismanna og jafnaðarmanna í bæjarstjórn hefðu myndað bandalag um myndun meirihluta um forseta- og nefndakjör. Var þá gengið til kosninga um 1. og 2. varafor- seta. 1. Varaforseti var kosinn Hrólfur Ingólfsson. 2. Varaforseti var kosinn Magnús Bergsson. i Þá var gengið til nefndakosn- inga, sem eru hlutfallskosning- ar og fóru svo, að í allar þriggja manna nefndir urðu hlutkesti að ráða milli fulltrúa Framsóknar- flokksins og Sósíalistaflokksins. í fimm manna nefndir fengu þeir hvor sinn mann kjörinn. í nefndir var kosið svo: Fjárhagsnefnd. Magnús Bergsson Hrólfur Ingólfsson Helgi Benediktsson. Framfærslunefnd. Steingrímur Benediktsson, Jónas Jónsson, Margrét Sigurþórsdóttir, Haraldur Guðnason, Sigríður Friðriksdóttir. Varamenn. Tómas M. Guðjónsson, Ástþór Matthíasson, Ólafur Eyjólfsson, Ingibergur Jónsson, Einar Lárusson. Byggingarnefnd. Þorsteinn Sigurðsson, Hrólfur Ingólfsson, Þorbjörn Guðjónsson, Magnús Magnússon, Ólafur Á. Kistjánsson. Vammenn. Snæbjörn Bjarnason, Ólafur Björnsson. Hafnarnefnd. Þorsteinn Sigurðsson, Guðlaugur Gíslason, Þorbjörn Guðjónsson, Ársæll Sveinsson, Páll Þorbjörnsson. Varamenn. Jónas Jónsson, Sveinbjörn Hjartarson. Rafmagnsnefnd. Páll Scheving, Páll Þorbjörnsson, Helgi Benediktsson. Vatnsnefnd. Þorsteinn Sigurðsson, Hrólfur Ingólfsson, Friðjón Stefánsson. Veganefnd. Björn Guðmundsson, Magnús Bergsson, Framhald á 4. siðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.