Fylkir


Fylkir - 17.02.1950, Blaðsíða 2

Fylkir - 17.02.1950, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Dr. Jón Stefónsson: Úti í heimi Bókfellsútgófan, Rvík 1 949. FYLKIR málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ábyrgðarmaður: Guðlaugur Gíslason Auglýsingar annast: skrifstofa Sjálfstæðisflokksins sími 344. J Prentsmiðjan Eyrún h. f. Bæjarstjórnar- kosningarnar Hinn 29. s.l. fóru fram hér bæjarstjórnarkosningar. Eins og öllum er Ijóst, sem á annað borð láta sig nokkru skipta almenn mál og stjórn þeirra, hefir slík kosning úrslitaþýðingu fyrir framgang mála í byggðarlaginu. Á slíkum erfiðleikatímum, sem nú virðast fara í hönd, gera menn sér ekki nógu glögga grein fyrir hversu alvarlegt og á- byrgðarmikið hlutverk þeim er fengið með kosningaréttinum. Úrslit kosninganna urðu, svo sem öllum eru kunn, þau, að enginn stjórnmálaflokkanna fékk það marga fulltrúa kjörna að um meirihluta væri að ræða. Af 2051 kjósanda á kjörskrá kusu 1812 og af þeim voru 16 seðlar auðir og 4 ógildir, svo að 1792 atkvæði voru gild. Þau skiptust þannig milli stjórnmálaflokkanna: A-listi, Alþýðuflokkur hlaut 270 atkv. (375 árið 1946) og 1 mann kjörinn, Hrólf Ingólfsson. B-listi, Framsóknarflokkur hlaut 404 atkvæði (157 árið 1946) og 2 menn kjörna, Helga Benediktsson og Þorstein Þ. Víg- lundsson. C-listi, Sósíalistaflokkur 371 atkv. (572 árið 1946) og 2 menn kjörna, Þorbjörn Guðjóns- son og Friðjón Stefánsson. D-listi, Sjálfstæðisflokkur 737 atkv. (726) árið 1946) og 4 menn kjörna, Magnús Bergsson, Guðlaug Gíslason, Björn Guð- mundsson og Þorstein Sigurðs- son. Eins og úrslitin sýna hafa hlut föll flokkanna, annara en Sjálf- stæðisflokksins, mjög raskast, en kjörsóknin má teljast sæmilega góð þar sem rúmlega 88% af kjósendum hafa kosið. Hver verður niðurstaðan um stjórn bæjarmálanna eftir kosn- ingarnar. Undanfarna daga hafa farið fram umræður milli flokkanna um samstarf í bæjarstjórninni. Hófust þessar umræður með því, að Framsóknarflokkurinn skrif- aði hinum flokkunum bréf þar sem farið er fram á að hver þeirra tilnefni tvo menn til við- ræðna um myndun fjögra flokka samsteypustjórnar. Munu þeir hafa mætt svo sem til var ætl- ast, en þegar farið var að ræða um samstarf kom brátt í Ijós að Framsóknarmenn ætluðust til að þeir fengju að hafa forystuna í aðalmálunum, svo sem að ráða bæjarstjóra og að hinir flokkarn- ir „dönsuðu eftir þeirra pípu'' þar. Þetta sýndi glöggt hversu samstarfsgrundvöllurinn var traustur!! Þeir áttu ekki að hafa þar um annað að segja en að rétta upp hendina til samþykkis. Framsóknarmenn vilja líka halda því fram að þeirra sé rétt- urinn að fá að ráða, þar sem þeir hafi sigrað mest í kosning- unum. Það verður þó að athug- ast að flokkur þeirra hefir und- anfarin kjörtlmabil engan full- trúa átt í bæjarstjórn og eru því algjörir nýgræðingar í stjórn bæj armálanna. Eftir að sjálfstæðismenn af- þökkuðu þátttöku í fjögra flokía stjórn munu framsóknarmenn hafa gert sitt ýtrasta til þess að fá hina tvo flokkana til þess að mynda meirihluta innan bæjar- stjórnarinnar enda ber greinin „Málin skýrast" í Framsóknar- blaðinu síðast þess glöggt vitni.. Þar er það mjög harmað að samvinna skuli ekki hafa náðst, og veigamest telja þeir það að hafa ekki getað fengið að ráða bæjarstjóranum. Röksemdir þeirra eru bara mjög veigalitlar. Þar er fyrst bent á að Alþýðu- flokkurinn hafi lýst því yfir að þeir gerðu ekki kröfur um til- nefningu bæjarstjóra. Síðan er bent á, að þeir (framsóknar- menn) hafi álitið að ekki kæmi til mála að sósíalisti væri bæjar- stjóri þar sem slíkur maður geti ekki látið sjá sig á viðskiptasvið- inu. Mun þá aðeins koma til mála bæjarstjóri sem Framsókn- arflokkurinn tilnefni. Hefði nú þessi samvinna tek- ist, sést það glöggt að fulltrúar Sósíalista og Alþýðuflokksins í þeim meirihluta hafa ekki átt að koma fram opinberlega, heldur orðið að kúra að tjaldabaki. Halda fulltrúar Framsóknar- flokksins í raun og veru að þeir geti snúið svo lánsstofnunum þjóðarinnar um fingur sér að hvar, sem þeir tveir komi fram, myndi þeim tekið opnum örmum án þess að vera spurðir að, með hverjum þeir myndi meirihluta? Ef það er raunin, að sósíalistar* eru slík grýla í þessum stofnun- um? Skömmu fyrir síðustu jól rak á fjörur almennings merkilegt minningarit reynds og marg- fróðs manns, þ. e. „Úti í heimi" eftir dr. Jón Stefánsson. Jón er einn þeirra íslendinga, er ruddu sér braut til frama á erlendum vettvangi. Hann er væringi 20. aldarinnar, afkomandi og arf- taki Miklagarðsværingjanna fornu, er hjuggu strandhögg og gerðust virðingamenn í höllum og hirðum konunga og keisara. Jón hefur gert víðreist um æv- ina, víða kannað lönd og gerzt handgenginn mörgum merkum mönnum, deilt orðspeki við mestu andans menn síns tíma og gist fjarlæg lönd, svo sem nafni hans Indíafari tveim öld- um fyrr. Það lætur því að líkum, að slíkur maður kann frá mörgu að segja, og það því fremur, sem hann hefur setið við einn mesta fróðleiks- og mennta- brunn veraldar, innan um 6 milljónir bóka í British Museum. Vafalaust hefur dr. Jón ekki harmað, að svo fór sem fór, þegar hann keppti um prófessors embættið í ensku og enskum bókmenntum við Otto Jespersen, því að vart hefði hann þá farið alla leið suður til undraeyjunn- ar Mauritus, og margs fleira hefði hann þá farið á mis. Dr. Jón var ekki við eina fjöl- ina felldur, og segja má, að fátt mannlegt hafi hann talið sér óviðkomandi. Hann var svo lánsamur að komast að hinu mikla brezka bókasafni, Brit- ish Museum, þar sem hann átti þess kost að kynnast mörgum merkustu mönnum sinnar tíðar, svo sem sjálfum Lenin, Krapat- kin fursta, þrem brezkum for- sætisráðherrum, þeirra á meðal skörungnum Churchill, sem hann spáir sigri í væntanlegum þingkosningur í Bretlandi á næst unni, og hann telur Churchill eiga eftir að bjarga heiminum enn einu sinni. Dr. Jón heim- sækir sjálfan Bismarck, „járn- kanslarann", sem um eitt skeið hafði örlög Evrópu í hendi sér. Hann er gestur að Aulestað hjá Björnstjerne Björnson, hinu kunna norska skáldi og mann- vini, og sjálfum Ibsen, tekst „Mikil er trú þín maður" ef þið trúið þessu sjálfir Framsókn- armenn og ætlist til þess að aðr- ir trúi því líka. honum að ná tali af, þó að erfitt væri. Hann fer ríðandi á íslenzkum hestum um endilangt England og Skotland, og hann kynnist ,,núdista"-hreyfingunni svo- nefndri, en fylgismenn hennar lifa frjálsu náttúrulífi, naktir, eins og guð skapaði þá, og eins og Adam í Paradís. Þannig mætti lengi telja, en ég læt hér staðar numið að sinni. Auk alls þess, er nú var talið, lagði dr. Jón gjörva hönd á fjöl- margt annað. Hann kenndi um skeið íslenzku á Englandi, og fjöldamargir merkir menn leit- uðu til hans varðandi íslenzk efni, forn og ný. Hann þýddi Hávamál á ensku, og hann á í fórum sínum íslandssögu mikla, er hann hefur samið handa erlendum mönnum, en ekki fengið neinn útgefanda að enn sem komið er. En það hefur verið furðu hljótt um þennan munn hér heima. Eg minnist þess varla að hafa heyrt hans getið fyrr en nú, er hann hvarf aftur „föðurtúna til", halfníræð ur að aldri. Starf hans er þó orðið svo mikið, að vel hefði mátt geta þess, að ísland átti hauk í horni erlendis, þar sem þessi maður var. Margur hefur hlotið meira hrós fyrir minni „landkynningu", en dr. Jón. Hann hefur aldrei látið hjá líða að leiðrétta misskilning og rang- túlkun á högum íslendinga, hvar sem hann varð þess var, að slíkrar leiðréttingar var þörf. Við hér heima gleymum þv! alltof oft, að landar eins og dr. Jón Stefánsson eru til, og sinnu- leysi okkar um álit manna er- lendis á okkur veldur því, að einu launin og þakkirnar, sem slíkir menn fá, eru þau, að við kaup- um endurminningar þeirra rétt fyrir jólin, þegar þeir eru komnir að fótum fram fyrir aldurs sakir. Okkur þykir vænt um, þegar við S|áum þess getið, að einhver út- lendingur hefur nefnt ísland á nafn í blaðagrein, og við fell- um stundum tár yfir vináttu þessara manna og greiðvikni í okkar garð. En okkur sést þá aftur yfir, að landar okkar vinna hálfu merkilegra starf af full- kominni óeigingirni, og launin, sem þeir fá eru oft ónot og hnútukast, þegar þeim ríður hvað mest á hvatningu og upp- örvun að heiman. Landkynning Framhald á 3. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.