Fylkir


Fylkir - 03.03.1950, Blaðsíða 1

Fylkir - 03.03.1950, Blaðsíða 1
Málgagn Sjáifstæðis' flokksins 2. árgangur. Vestm.eyjum 3. marz 1950. 7. tölublað. Frumvarp til laga um gengisskráningu, launabreylignar, slóreignaskall, fram- leiðslugjöld o. II. l.gr. Gengi íslenzkrar krónu skal breytt þannig, að einn Bandaríkjadollar jafngildi 16.2857 íslenzkum krónum, og skal gengi alls annars er- lends gjaldeyris skráð í sam- ræmi við það. Landbanki ís- lands skal birta sölu- og kaup gengi, sem séu í samræmi við hið skráða gengi. Kaupgengi má ekki vera meira en 1% undir og sölugengi ekki meira en 1% yfir hinu skráða gengi. 2- gr. Eftir gildistöku laga þess- ara er ríkisstjórninni á ráð herrafundi rétt, að fengnum tillögum bankaráðs og banka- stjóra Landsbanka íslands, að ákveða gengi íslenzkrar krónu. Gengisskráning skal miða að því að koma á og viðhalda jafnvægisgengi, þ. e. að sem mestur jöfnuður sé í greiðslum við útlönd án gjald eyrishafta. Landsbanka íslands er skylt að taka sérstaklega til athug- unar gengisskráningu íslenzkr ar krónu, þegar almenn breyt ing verður á kaupgjaldi, önn- ur en sú, sem kveðið er á um í þessum lögum. Skal bank- inn, svo fljótt sem kostur er, gera ríkisstjórninni grein fyr- ir niðurstöðum sínum. 3. gr. Gengishagnaður sá, sem myndast við það að hrein (nettó) gjaldeyriseign ís- lenzkra banka verður seld hærra verði eftir gengislækk- unina, skal renna í gengis- hagnaðarsjóð, er Landbanki íslands varðveitir. Úr sjóði þessum skal 10 miljónum króna varið til að bæta rýrn- un, sem orðið hefur á síðai- nefndum tíma á sparifé ein- staklinga, þ. e. einstakra manna, en ekki félaga, stofn- ana, sjóða eða annarra óper- sónulegra aðila. Til sparifjár telst í þessu sambandi fé, scm lagt he'fur verið til ávöxtunar í banka, sparisjóði, innláns- deildir samvinnufélaga og aðrar lánsstofnanir, sem eins stendur a um að þessu leyti. Sparifé skal bætt þannig: 1. Sparifé, sem stóð inni til ávöxtunar í ársolk 1939 og til ársloka 1942. 2. Sparifé, sem stóð inni til ávöxtunar í árslok 1942 og til 1. júlí 1947. Bótum skal skipt rhiJli sparifjár þess, er greinir í l. og 2. tölulið, í hlutfallinu 6 : 1 að hundraðstölu. Skilyrði bóta er, að inti- stæða hafi staðið óslitið til ;'¦- vöxtunar í nefndum lánsstofn unum tímabil, sem greirur í 1. og 2. tölulið 2. mgr. Saml fellur réttur til bóta ekki niður, þótt sparifé hafi verið flutt úr einum sparifjárreikn- ingi í annan í sömu lánsstoín- un eða úr sparifjárreiekningi í einni lánsstofnun í sparifjár reikning í annarri lánstohi- un, enda hafi nefndur ekki tekið meira en tvo daga, ef fé er flutt innan sama bæjar- félags, en annars ekki meira en tvær vikur. Bætur skulu því aðeins greiddar, að eigandi innstæðu í árslok 1942 eða 1. júlí 1947 sé á lífi, er lög þessi taka gildi. Þó skal maka innstæðu- eiganda, foreldri eða nið greiddar bætur á innstæðu, er greinir í 1. og 2. tölulið 2. mgr. og viðkomandi hefur erft. Ríkisstjórnin setur nánari reglur um framkvæmd á út- hlutun bóta samkvæmt þess- ari grein, þar á meðal um innköllun kröfueigenda inn- an hæfilegs og tiltekins frests að viðlögðum kröfumissi. Landsbanka íslands skal fal- in framkvæmd úthlutunar- innar. Nú nemur nefndur geng- ishagnaðarsjóður meiru en kr. 10 miljónum, og skal þá sá hluti sjóðsins, sem er um- fram kr. 10 miljónir, renna til ríkisins, og skal honum varið til greiðslu á skuldum ríkissjóðs við Landsbanka ís- lands. 4. gr. Vísitala framfærslukostnað- ar í Reykjavík skal reiknuð fyrir marz 1950 á sama hátt og hingað til, þó með þeim breytingum, að miðað skal við húsaleigu í húsum, sem fullgerð eru eftir árslok 1945, svo og við útsöluverð á kjöti án frádráttar á kjötstyrk. Vísi tölufjárhæð, sem reiknuð er með þessum hætti, skal vera sá grundvöllur, sem síðari breytingar á vísitölufjárhæð miðast við, og skal því sett = 100. Skal útreikningi fram- færsluvisitölunnar fyrir marz vera lokið eigi síðar en 20. aprílþ. á. 5. 'gr. Hagstofa íslands skal reikna kaupgjaldsvísitölu fyr- ir marz 1950, sem sýni breyt- ingu þá, sem orðið hefur á almennu kaupgjald'i, þ. e. grunnkaupi að viðbættri verð lagsuppbót, síðan 1939. Skal sú vísitala vera hið almenna tímakaup verkamannafélags- ins Dagsbrúnar í Reykjavík, og skal tímakaupið mánuð- ina jan.—marz 1939 vera vísi- tölugrundvöllur. Kaupgjaldsvísitala þessi skal birt um leið og fram- færsluvísitalan fyrir marz. 6. gr. I eftirfarandi ákvæðum táknar orðið laun bæði laun og kaupgjald. Við gildistöku laga þessara skal hætt að greina á milli grunnkaups og verðlagsupp- bótar, eins og veríð hefur, og skal hvort tveggja framvegis talið laun \ einu lagi. 7. gr. Vísitala framfærslukostn- aðar, sbr. 4. gr., skal reikn- uð mánaðarlega, og skal hækka laun frá því sem greitt var næsta mánuð á undan, ef vísitalan sýnir hækkun á fram færslukostnaði um minnst 5%. Þetta tekur þó ekki til launa, sem reiknuð eru á grundvelli verðmætis afurða, svo sem aflahlutar og lifrar- peninga. Skulu hærri íaun, e£ til kemur, greidd fyrsta skipti fyrir maí 1950 samkvæmt þeirri breytingu, sem vitala fyrir apríl s. á. sýnir. Laun skulu lækka með sama hætti, ef vísitala sýnir lækkun á framfærslukostnaði um minnst 5%. Síðari launa- hækkun skal veitt, ef vísital- an sýnir hækkun fram- færslukostnaðar um minnst 5%, frá því laun breyttust síðast samkvæmt þessum á- kvæðum. Laun skulu lækka með sama hætti, ef síðari vísi tala sýnir lækkun fram- færslukostnaðar um minnst 5%, frá því laun breyttust síðast samkvæmt þessum á- kvæðum. Laun skulu breytast sam- kvæmt framangreindum á- kvæðum fram í júlí 1950, en frá þeim tíma til ársloka skulu laun ekki breytast Framhald á 4. síðu

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.