Fylkir


Fylkir - 03.03.1950, Blaðsíða 3

Fylkir - 03.03.1950, Blaðsíða 3
FYLKIR 5 LÖGREGLUNONA STÓÐUR Ákveðið hefur verið að fjölga lögreglu þjónum í Vestmannaeyjum um 2, fyrst um sinn til 1. júní n.k. Þeir, sem kynnu að vilja sækja um þess- ar stöður sendi undirrituðum skriflegar umsóknir, — stílaðar til bæjarstjórnar Vsetmannaeyja, - fyrir 10. þ. m. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum, 2. marz 1950. GUNNAR ÞORSTEINSSON Fasteignagjöld Gjalddagi fasteignagjalda til bæjar- sjóðs Vestmannaeyja var 15. janúar s.l. Góðfúslega greiðið gjöldin sem allra fyrst. Bæjargjaldkeri Tilkynning TIL ATVINNUVEITENDA Með tilvísun til laga nr. 6, 9. jan. 1935, 1. gr. laga nr. 60, 25. maí 1949 og 2. gr. reglugerðar nr. 110, 10. ógúst 1949 um skyldu til að halda eftir af kaupi upp í þinggjaldagreiðslur, er hérmeð brýnt fyrir öllum atvinnurekendum og kaupgreiðendum í Vestmanna- eyjum að gefa þegar í stað skýrslur til embættisins um, hverjir séu starfsmenn þeirra, stöðu þeirra, fæð- ingardag, fæðingarór, heimilisfang, launakjör, upphæð koups, hvernig það sé greitt, gjalddaga og önnur at- riði, er nauðsynlegt er að upplýst séu, er gera skal kröfu um greiðslu gjalda af kaupi. Skýrsla varðandi þessi atriði skal komin til embættisins eigi síðar en þriðjudaginn 7. marz 1950, ella verður ekki hjó því komizt að beita sektum skv. heimild í 2. mgr. 8. gr. reglug. 110/1949. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum. Auglýsing Allir þeir, sem skulda Sjúkrasamlagi Vestmannaeyja iðgjöld óminnast um að gera skil nú þegar. Ath. að vangreiðsla sjúkrasamlagsið- gjalda 1949, varða skerðingu eða missi réttinda til bóta fró almannatryggingum ó órinu 1950. Sjúkrasamlag Vesfmannaeyja Framhald af 2. síðu. Þar kom glöggt í ljós að for- ystumenn andstæðinga ríkis- stjórnarinnar, tuggðti ótví- rætt á því að þessi liður frum varpsins kæmi við ákveðna stétt og hinn við hina. Þeir ætlast til, og það svo ekki verður um villzt, að ein á- kveði-n stétt þjóðfélagsins beri allar byrðarnar. Allir sem eitthvað hugsa um þessi mál, sjá hversu mjög slík hugsun er grunn. Þótt einhver slík stétt væri til í þjóðfélaginu sem bæri tneira úr býtum en önnur, þá er útilokað að hún gæti haldið |) jóðinni uppi til lengdar. Öllum er það líka ljóst að slíkt er að mjög litlu leiti á- stæða dýrtíðarinnar. Heldur er það framleiðslukostnaður innléndu afurðanna, sem eru að sliga framleiðsluna. Sú er líka orsökin fyrir því að allar viðskiptajDjóðir okkar og þá sérstaklega Bretar, eru að gef- ast upp á því að kaupa okkar aðal markaðsvöru, fiskinni, að hann er of dýr. Þess vegna þarf að nást jafnvægi milli framleiðslu- kostnaðarins og þess verðs sem hægt er að fá fyrir fram- leiðsluna. Þetta ójafnvægi er sjúkdómur sem nú er að leggja ,,nýsköpunina“ í kör. Frumvarp ríkisstjórnarinn- ar er sti leið sem Sjálfstæðis- menn álíta að fara beri til þess að jafnvægi fáist. Nú er j)að staðreynd að bati á sjtiklingi á sér ekki stað fyrr en lækning er hafin, ef hennar er þörf, og jtað tekur mislangan tíma. Þetta er einmitt jsað sem verður staðreynd hvenær sem dýrtíðarsj úkdómurinn verður læknaður, að batinn kemur ekki fyrr en jöfnum höndum eftir að hafin er lækning. En þetta er líka það sem andstöðuflokkarnir nota sem GrýHT á frumvarpið, að tekið verði tir askinum þeirra en ekkert komi í staðinn. Þeir minnast ekki á möguleikana um batann. Þeirra hugsun nær ekki lengra en á það tímabil sem breytingarnar eru að virka, frá því sem nú er. En með J^eim hætti fæst aldrei nein lausn og öngþveit- ið eykst. Nýtl skyr og rjómi í S H Ú S I Ð Sími 10. Vil kaupa lifla miðstöðvareldavél. Prent- smiðjan visar ó. KHKHHKKKMKKi Parker 51 lindarpenni, merktur mér und- irrituðum, tapaðist. Vinsamlegast skilist til min gegn góðum fund. arlaunum. Gísli Gíslason.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.