Fylkir


Fylkir - 10.03.1950, Blaðsíða 1

Fylkir - 10.03.1950, Blaðsíða 1
Málgagn Sjólfstæðis- flokksins 2. árgangur. Vestm.eyjum, 10. marz 1950. 8. tölublað. Áhrif gengislækkunar á sjávar- útveginn Með þeim tillögum sem ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi, er stefnt að því að koma bátaútveg- inum á reksturshæfan grundvölk Þar er gert ráð fyrir að bótagreiðslurnar falli niður. Þær munu hafa numið 37 miljónum á síðastliðnu ári, og hefðu orðið tvöfalt hærri í ár. í álitsgerð hagfræðinganna7 dr. Benjamíns Eiríkssonar og Ólafs Björnssonar, prófessors, er mjög greinilega fjallað um áhrif gengislækkunar- innar á hag útvegsins, verzlunarinnar og afkomu almennings. Fer hér á eftir kafli úr greinargerð þeirra, er hljóðar svo: Tímaspursmálið. Til þess að koma jafnvægi á þjóðarbúskapinn væri æski- legast að geta gert hinar nauðsynlegustu ráðstafanir í þrem áföngum. Hið fyrsta, sem þá þarf að gera, er að koma á jafnvægi í búskap rík- isins sjálfs, þ. e. a. s. að af- greiða raunverulega halla- laus fjárlög. Einnig þarf að takmarka útlánastarfsemi bankanna til fjárfestingar við það, sem myndast af spari- fé, til þess að fjárfestingin verði ekki meiri en sparifjár- myndunin. Fjárfestinguna má líka takmarka með beinu eftirliti. Við það vinnst, að yfirvöldin geta þá ákveðið, hvaða framkvæmdir skuli ganga fyrir. Auk þess er það, að peningar þeir, sem fást fyrir sölu innanlands á varn- ingi, sem greiddur er með ó- afturkræfum framlögum af Marshall-fé, renna í hinn svokallaða mótvirðissjóð í Landsbankanum, og mynda því ekki eftirspurn eftir vörum innanlands. Mótvirð- issjóðurinn hefur því hrein verðhjöðnunaráhrif, og gæt- ir nú áhrifa hans í vaxandi mæli. Af þessum ráðstöfun- um myndi leiða, að taka myndi fyrir myndun nýrrar dýrtíðar og verðlag því smám saman festast, birgðir inn- fluttrar vöru smám saman aukast og verðlag síðan fara lækkandi, þar sem margir hlutir eru nú óeðlilega dýrir sökum vöruskorts. Þegar tekið hefur verið fyrir myndun allrar nýrrar dýrtíðar, kemur þriðji áfang- inn, sem er að samræma inn- lent og erlent verðlag. Með- an verðlagið er enn að stíga, er langtum erfiðara að sam- ræma innlent og erlent verð- lag. Það hefði því verið æski- legt, hefði verið hægt að bíða enn um stund með slíka sam- ræmingu. En ekki teljum við fært að mæla með því. Til þess liggja ýmsar orsakir, og verða sumar þeirra raktar hér á eftir. Tillögurnar og sjávarútveg- urinn. Það er almenningi kunn- ugt, að rekstur bátaútvegsins á þorskveiðum hefur ekki borið sig á undanförnum ár- um, og að honum hefur þess vegna verið veittur styrkur úr ríkissjóði. Sökum aukins framleiðslukostnaðar innan- lands og verðfalls erlendis hefur þessi styrkur farið sí- hækkandi, og er nú svo kom- ið, að útgerðarmenn treyst- ast ekki til þess að fara af stað nema þeir fái stóraukna uppbót. Er talið, að þurfa muni 70 miljónir króna í auknum sköttum til þess að greiða ábyrgðarverð á báta- fiskinum og aðra beina styrki til útgerðarinnar. Skömmu eftir að nýsköpun arstjórnin svokallaða var Framhald á 2. síðu. Framsókn gefst upp víð að mynda meirihlufasljórn Hermann jónasson hefur tjáð forseta íslands, að þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki fallast á tillögur Framsóknarflokksins um lausn dýrtíðarvandamálanna, telji hann sér ekki fært að mynda meirihlutastjórn að svo stöddu. Þegar vantraust framsókn- armanna á ríkisstjórnina hafði verið borið upp á Al- þingi og samþykkt, fól for- seti íslands Hermanni Jónas- syni að mynda stjórn, sem hefði meirihluta þings að baki. Lagði þá Framsóknarflokk- urinn tillögur sínar í dýrtíð- armálunum fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Sjálfstæðismenn svöruðu því til að þeir yrðu að taka sér frest til athugun- ar á tillögunum og skildu þeir svara þeim svo fljótt sem mögulegt væri. Svar sjálfstæðismanna kom svo þ. 5. marz svohljóðandi: „Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur íhugað tillögur Framsókn- arflokksins um stjórnarmynd- un og lausn dýrtíðarmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn er ó- samþykkur meginatriðum til- lagna Framsóknarflokksins um breytingar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar og skilyrða þeirra, sem framsóknarflokk- urinn setur fyrir samþykkt þess. Sjálfstæðisflokkurinn er hinsvegar reiðubúinn að at- huga allar nýjar tillögur, sem fram koma frá Framsóknar- flokknum um lausn mála og til að greiða fyrir stjórnar- myndun. Varðandi breytingar á frumvarpi ríkisstjórnarinnar og önnur atriði í sambandi við það, bendir Sjálfstæðis- flokkurinn á, að heppilegt muni vera, ef vilji er til sam- komulags, að hagfræðiráðu- nautar beggja flokkanna beri ráð sín saman og láti tafar- laust uppi álit um, hverjar af framkomnum tillögum stefni að því að lækka verð- bólguna og þannig leysa að- al vandann, sem við 'er að etja. En SjáÍfstæðisflokkurinn telur, að ýmsar tillögur Fram sóknarflokksins, sem nú liggja fyrir, stefni í alveg öf- uga átt. Virðingarfyllst, Ólafur Thors. Bjarni Benediktsson. Þannig standa málin nú og væntir öll þjóðin þess að vandnin verði leystur hið bráðasta. . Enn hefur ekkert heyrzt, sem byggja má á, um sam- komulag.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.