Fylkir


Fylkir - 10.03.1950, Blaðsíða 2

Fylkir - 10.03.1950, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Ahrií gengislækkunar á sjávarútveginn FYLKIR málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunnar Hlíðar Sími 203 - Box 16 1 Auglýsingar annast: skrifstofa Sjálfstæðisflokksins sími 344. Prentsmiðjan Eyrún h. f. Yfirklór framsókn- arfulltrúanna í síðasta Framsóknarblaði koma báðir bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins fram á sjónarsviðið til þess að reyna að afsaka og breiða yfir frum- hlaup sitt, er þeir á síðasta bæjarstjórnarfundi léðu kommúnistum lið og sam- þykktu með þeim mótmæli gegn frumvarpi ríkisstjórnar- innar um gengisfellingu og fleira. Hafa þeir ábyggilega orð- ið þess áskynja, að allir hugs- andi menn hér, hafa þegar gert sér það ljóst, að leið sú sem bent er á í frumvarpinu er eina færa leiðin til að rétta við sjávarútveginn og skapa honum raunhæfan grundvöll til þess að starfa á. Vestmannaeyingar munu ekki síður, og jafnvel frekar, en aðrir landsmenn fylgjast vel með hvað gerist í þessum málum, þar sem öllum mun ljóst, að staðhættir allir og aðstaða hér er þannig, að bæj arfélagið og bæjarbúar eiga undantekningarlaust afkomu sína undir því, hvernig leyst verður fram úr vandamálum sjávarútvegsins. Framsóknarfulltrúarnir hér hafa í þessu máli markað sér bás við hlið kommúnista og þannig greinilega sannað að þeim liggur það ekki þungt á hjarta hvernig fer um bæj- arútgerðina eða hvernig hag- ur útgerðarmanna hér verður yfirleitt í framtíðinni. Annar fulltrúi flokksins, Þ. Þ. V. gerir lítilmótlega til- raun í síðasta Framsóknar- bkfði til þess að klóra sig fram úr ógöngunum með því að hamra á því, að „byrð- arnar“ af frumvarpinu, ef það næði fram að ganga, myndu fyrst og fremst lenda á þeim lægst laúntiðu. Hafi hann lesið hina hagfræðilegu greinargerð, sem fylgir fruin varpinu og ef hann kærir sig Framhald af 1. síðu. mynduð, flutti forsætisráð- herrann, Ólafur Thors, ræðu í desember 1944. Þar sagði liann á þessa leið: „Hitt er svo auð-vitað stjórninni og stuðningsmönn- um hennar Ijóst eins og öll- um öðrum, að ef dómur reynslunnar verður sá, að hin nýja tœlmi fceri ekki risið undir óbreyttu kaupi, verð- ur ekki hjá því komizt, að allir, ekki bara þeir lágt launuðu, heldur allir, er framfœri hafa af framleiðsl- unni, verða að lcekka kröfur sinar, því til langframa getur engin þjóð búið við halla- rekstur. En þá og þá fyrst er frambcerilegt að gera þessar kröfur. Og þá og þá fyrsr, nokkuð um að skíra rétt frá málum ,þá er túlkun hans öll í umræddri grein og niður- staða vísvitandi blekking. í álitsgerð hagfræðinganna er einmitt gerð ítarleg grein fyrir hvernig aðgerðir þær, sem gert er ráð fyrir í frum- varpinu myndu verka á lífs- afkomu einstaklinganna og þá fyrst og fremst hinna lægst launuðu og er sú niðurstaða í fullu ósamræmi við túlkan- ir þess ,,hagfræðings“ fram- sóknarmanna hér. En Þ. Þ. V. er nokkur vor- kun. Bæjarbúum er það öll- um ljóst að hann flaut inn í bæjarstjórnina á atkvæðum kommúnista. Þess vegna mun hann á þeim vettvangi reyna að dansa eins og hann heldur að þeim bezt líki og á það vafalaust eftir að sýna sig í fleiri tilfellum en þessu. Hvernig þessir bæjarfull- trúar Framsóknarflokksins hugsa sér að reka bæjartog- arana áfram með óbreittu gengi og óbreyttum tilkostn- aði, er ráðgáta, sem þeir sjálf ir hafa ábyggilega ekki lagt sig niður við að reyna að ráð.a fram úr frekar en þeir hafa reynt að gera sér ljósa afkomu almennings bér, ef útgerðin í heild verður ekki fundinn starfhæfur grund- völlur til þess að byggja af- komu sína á. Og hvernig halda þessir sömu bæjarfulltrúar að lána- drottnar bæjarútgerðarinnar líti á þá afstöðu bæjarstjórnar innar að mótmæla. þeim ráð- stöfunum, sem vérið er að gera henni, ekki síður en ann arri útgerð í landinu til við- reisnar. eftir að verkalýðurinn hefur séð, að í orði og á borði hef- ur allt verið gert, sem hugs- anlegt er til þess að halda uþþi lífskjörum hans, mun verkalýðurinn vera reiðubú- inn til að lilusta á og fara eft- ir slíkum óskum. Þetta er jafn augljós sannleikur setn hitt er augljós firra, að vera nú að hefja illvígar deilur um kauþlœkkanir, meðan enginn veit, hvort kaupið þarf að lcekka, og þá enn sið- ur, hversu mikil lcekkumn þyrfti að vera“. Þeir, sem að nýsköpuninni stóðu, lofuðu því, að þegar nýju skipin og tækin hefðu verið flutt inn í landið, þá skyldi að því horfið að búa rekstri þeirra traustan og var- anlegan grundvöll. Mönnum var ljóst, að það var ekki nóg, að fá hin nýju skip. það þurfti líka að skapa grundvöll að arðbærum rekstri. Því var lofað að sam- ræma framleiðslukostnaðinn og afurðaverðið. Þessu máli hefur orðið að fresta undan- farin ár. Nú er svo komið, að þessu máli verður ekki lengur skotið á frest. Tillög- ur okkar fela í sér það, að verið er að efna það loforð, sem hinir þrír stjórnarflokk- ar lofuðu 1944. Tilllögurnar og verzlunin. í skjóli innflutningshaft- anna hafa bankarnir rekið ó- eðlilega ntikla útlánastarf- semi, að nokkru — en ekki öllu — leyti fyrir tilhlutun ríkisins. Lánin hafa farið í það að auka fjárfestinguna og til þess að standa straum at' taprekstri og að nokkru leyti til að auka rekstrarfé. Við þetta hefur kaupgeta vaxið óeðlilega ntikið og dýr- t íð myndazt. Aðalorsök dýr- tíðaraukans á síðari árum er hin óeðlilega rnikla fjárfest- ing og taprekstur, sem hald- ið hefur verið uppi með út- lánastarfsemi bankanna og halla á ríkisbúskapnum. Þe'ssi dýrtíð hefur valdið hækk- andi verðlagi, hækkandi kaup gjaldi og þar með hækkandi framleiðslukostnaði. Síhækk- andi verðlag innanlands hef- ur gert miklu arðbærara og öruggara að framleiða fyrir innanlandsmarkaðinn heldur en framleiða til útflutnings. Innanlands er hægt að selja flest með háu verði: Þetta hefur leitt til þess, að fram- leiðsluöfl, bæði verkafólk og tæki, hafa flutzt yfir í fram- leiðslu fyrir innanlandsmark- aðinn, og hefur því fram- leiðsla til útflutnings orðið minni en ella, og hefur það enn aukið á erfiðleikana með það að greiða innflutninginn. Með gengislækkuninni, sem mælt er með, er stefnt að því að snúa þessari þróun við. IJtflutningsframleiðslan verð- ur arðbærari en áður, og um leið verður hægara fyrir út- flutningsframleiðsluna að keppa um vinnuafl og tæki við innlenda iðnaðinn. Það má því búast við aukinni framleiðslu fyrir erlenda markaði. Eftir gengislækkun- ina selzt innflutta varan á verði, sem er santbærilegra en áður við verð á vöru framleiddri innanlands. Að- flutta varan verður ekki leng ur eins mikil kjarakaup og hún hefur verið áður og dregur því úr ásókn í inn- flutning. Eftir því sem jafn- vægið í verzluninni eykst, dregur úr vöruskortinum og svartamarkaðsbraskinu. Gróð- inn af innflutningsverzlun- inni minnkar. Enn fremur er eins og stendur óeðlilega hátt verð á margs konar inn- fluttum Vörum, sem ekki eru í vísitölunni. Vel er hugsan- legt, að slíkar vörur muní jafnvel lækka í verði fremur en hækka. Við það að rýmk- ar um verzlunina, munu einnig margar þær vörur, sem nú eru ófáanlegar, verða fluttar inn, enda er einn höf- uðtilgangurinn með þeim til- lögum, sem hér eru gerðar, að hægt verði að létta af inn- flutningshöftunum. Tillögurnar og kjör þjóðar- innar. Markmið heilbrigðrar stjórnarstefnu hlýtur ávallt að vera það að skapa almenn- ingi í landinu sem bezt lífs- kjör, þannig að prófsteinn- inn á réttmæti ákveðinna ráðstafana í atvinnu- og fjár- hagsmálum hlýtur einmitt að vera sá, hvort þessar ráðstaf- anir séu til þess. fallnar að bæta . lífskjör almennings í bráð og lengd, og á það auð- vitað einnig við um tillögur þær, sem hér eru lagðar fram. Það hefur oft verið látið í veðri vaka, að ekki væri hægt að gera neinar ráðstaf- anir, sem að gagni kæmu til úrbóta atvinnu- og fjárhags- vandamálunum, nerna slíkar ráðstafanir hefðu í för með sér skerðingu lífskjara þjóð- arinnar í heild, einkum laun- Framhald á 4. síðu

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.