Fylkir


Fylkir - 10.03.1950, Blaðsíða 4

Fylkir - 10.03.1950, Blaðsíða 4
4 FYLKIR Áhrif gengislækkunar á sjávarútveginn TILKYNNING um fyrirframgreiðslu á útsvörum. Samkvæmt útsvarslögunum og ákvörð- un bæjarstjórnar, ber gjaldendum að greiða bæjarsjóði Vestmannaeyja upp í útsvar 1950 50% af útsvörum þeirra 1949, með gjalddögum 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní þ. á., að !4 hluta hverju sinni (sem næst 12]/2% af útsvarinu 1949). BÆJARGJALDKERI Framhald af 2. síðu. þega. Þessi hugsunarháttur er að okkar áliti rangur, eins og við munum leiða rök að. Er fella á dóm um það, hvort tilteknar ráðstafanir séu til þess fallnar að bæta lífskjör almennings, ber að miða við það ástand, sem skapast mundi, ef annað hvort ekkert væri aðhafzt eða þá farnar aðrar leiðir, sem til greina koma. Varðandi laun- þegana skal athygli vakin á því, að hagsmunir þeirra og þjóðarinnar verða ekki að- skildir, þar sem 80—90% af þjóðinni eru annað hvort beinlínis launþegar eða lifa við svipuð kjör og þeir, t. d. bændastéttin. Ef ekki er farin sú leið, sem við síðar mælum með, gengislækkunarleiðin, eða gerðar í aðalatriðum sömu ráðstafanir, eru fimm kostir fyrir hendi. Það er hægt að láta hjá líða að gera neitt. Sjávarútvegur- inn mundi að talsverðu leyti stöðvast, og mundi þá draga svo mikið úr innflutnmgi neyzluvöru og fjárfestingar- vöru, að almennt neyðar- ástand yrði á skönnnum tíma. Smám saman mundi framleiðslukostnaðurinn lækka, en ekki fyrr en at- vinnuleysi hefur staðið lengi og mikið tjón hefur orðið. Þá væri í öðru lagi hægt að halda áfram styrkjaleið- inni með því að stórhækka skatta árlega. Sú leið rnundi leggja þungar byrðar á allan ahnenning, án þess að geta leiðrétt það jafnvægisleysi, sem nú er í þjóðarbúskapn- um. í þriðja lagi mætti leyfa útflytjendum að selja nægi- lega mikið af erlendum gjald- eyri á frjálsum markaði. Þetta mundi þýða tvö gengi á krónunni. Annar hluti inn- fluttu vörunnar yrði óeðli- lega dýr, án þess ríkið fengi tilsvarandi hærri tekjur af honum, hinn hlutinn óeðli- lega ódýr. Almennt verðlag mundi hækka og myndu kjör launþegar því skerðast. Menn mundu fljótlega hefja baráttu til þess að samræma hin tvö gengi, sökum þess vandræða- ástands, sem þau mundu valda. í fjórða lagi er hægt að fara verðhjöðnunarleiðina. Hún er erfiðust í framkvæmd og mundi a. m. k. fyrst í stað rýra kjör launafólks að mun og auk þess valda miklum truflunum og erfiðleikum í atvinnulífinu, þannig að hætt er við, að þjóðartekjurnar mundu minnka um hríð, ef sú leið yrði valin. í fimmta lagi væri hugsan- legt að afla fjár til útflutn- ingsstyrkja með því að ríkis- sjóður auki stöðugt lántökur sínar í seðlabanknum. Slíkt mundi leiða til óstöðvandi dýrtíðar, aukinnar vöru- þurrðar og aukins svarta- markaðs. Framleiðsluafköst mundu minnka. Að lokum mundi skapast öngþveiti og jafnvel neyðarástand. Traust- ið á peningunum mundi minnka. Það mundi leiða til minni sparifjármyndunar og því eyðileggja grundvöllinn undir heilbrigðum framför- urn í atvinnulífinu og gera dýrtíðina enn óviðráðanlegri. Við teljum þess vegna, að veigamesta röksemdin fyrir því að fara þá leið, sem við mælum með, sé einmitt í því fólgin, að hún rnundi skapa almenningi mun betri lífs- kjör ,en þær aðrar leiðir, sem til greina koma. Það, sem mundi skapa grundvöll fyrir bættum kjör- um þjóðarinnar í heild, ef þessar ráðstafanir væru gerð- ar, miðað við það, sem ella er í vændum, er einkum þrennt: 1. Við samræmingu inn- lends og erlends verðlags er útflutningsframleiðslunni skapaður betri starfsgrund- völlur. 0 tflutningsframleiðsl- an mundi aukast. Við þetta aukast raunverulega þjóðar- tekjur, þar sem afköstin eru mest í þessari framleiðslu. 2. Nokkur samdráttur yrði í fjárfestingu og því á inn- flutningi fjárfestingarvara. Yrði þá hægt að bæta úr hin- um tilfinnanlega skorti á ýmsum innfluttum nauðsynja vörum, sem nú ríkir. 3. Einn höfuðtilgangurinn með tillögum okkar er þó ó- talinn, en hann er sá að gera kleift að létta höftunutn af innflutningsverzluninni. Mundi þá draga úr hinum óeðlilega dreifingarkostnaði og braskstarfsemi, sem nú þróast í skjóli haftanna og jafnvægisleysisins. Tilfcersla á tekjum. Höfuðforsenda tillagna okkar er sú, að þjóðin vilji, að höfuðatvinnuvegurinn, sjávarútvegurinn, sent greið- ir meira en 90% þess inn- flutnings, sem greiddur er Bollapör Diskar hvítir Verzl. Geysir. Sími 77. Elna-saumavélar Getum enn útvegað nokkrar væntanlega um næstu mónaða- mót. Gunnar Ólafsson & Co. 90@€KX>000€KK með útfluttum afurðum, og lifnaðarhættir landsmanna byggjast þess vegna á, verði rekinn án taps eða styrkja og að þjóðin í heild sinni vilji sætta sig við, að hann fái eðlilegar tekjur fyrir afurð- ir sínar. Áhrif þeirra ráðstafana, sem við leggjum til, eru þau, að tilfærsla verður á tekjum til sjávarútvegsins frá þjóð- inni í heild, enda falla þá all- ir styrkir og fríðindi til hans niður. Þessi tilfærsla verður með þeim hætti, að í fyrstu færast nokkrar tekjur frá launþegum almennt til sjáv- arútvegsins, vegna hækkaðs framleiðslukostnaaðr. En bráðlega verður tilfærsla á tekjum frá verzluninni og innlenda neyzluvöruiðnaðin- um til launþeganna almennt við rýmkun hafta á innflutn- ingsverzluninni. Enn fremur minnkar tekjuþörf ríkisins við það, að útflutningsstyrkir falla niður, og verður þá hægt að lækka skatta. Jafn- framt leiðir af þessu, að hinn óbeini skattur, sem stafar af nýmyndun dýrtíðar, hættir. Vélbálurinn Jón Magnússon fersl Síðast liðinn laugardag fór vélbáturinn Jón Magnússon, Hafnarfirði, í róður. Síðan seinnihluta dags á laugardag hefur ekkert til hans spurzt. Var hafin leit að bátnum þeg ar sýnt þótti að eitthvað væri óeðlilegt við bátinn. Leitað var um allan Faxaflóa þar til á þriðjuflag að sýnt þótti að báturinn hefði farizt þar eð fundizt hafði rekald úr bátnum. Á bátnum voru sex menn. Eigandi er Framtíðin h. f. Hafnarfirði. Báturinn var 60 smálestir að stærð, byggður í Svíþjóð 1946. Eftirtaldir menn fórust með bátnum: Halldór Magnússon, skip- stjóri, Hafnarfirði. Hann var 50 ára. Sigurður- Guðjónsson stýri- maður, Hafnarfirði. Hann var 37 ára. Lætur eftir sig konu og barn. Guðlaugur H. Magnússon, vélstjóri. Hann var 19 ára. Hafliði Sigurbjörnsson, matsveinn. Ókunnugt um aldur hans. Jónas Tómasson, háseti, Hafnarfirði. Hann var 22 ára. Sigurður P. Jónsson, háseti, ísafirði. Hann var 16 ára. Þá tók út mann af v. b. Fylki frá Akranesi. Var hann ættaður norðan af Skaga- strönd. Eggr \ nýkomin. Verzl. Geysir. Sími 77.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.