Fylkir


Fylkir - 21.07.1950, Side 1

Fylkir - 21.07.1950, Side 1
Málgagn Siálfstæðis- flokksins 2. árgangur. Vestmannaeyjum, 21. júlí 1950. 9. tölublað. Samband Ungra Sjálfstæðismanna 20 ára Einnig var áherzla lögð á, að Á Alþingishátíðinni fyrir 20 árum var SUS stofnað á Þing- völlum, og var þessa merkisaf- mælis minnst með glæsilegum hátíðafundi og skemmtisam- komu í Valhöll á Þingvöllum 24. júní s.l. Aðalhvatamaður að stofnun Samtakanna var Torfi Hjartar- son, núverandi tollstjóri í Reykja vík. Tilgangurinn með stofnun SUS var að sameina hin ýmsu samtök ungra Sjálfstæðismanna víðs vegar um landið, til heilla fyrir land og þjóð, eins og segir í lögum Sambandsins: ,,a) að vinna að því, að ísland taki að fullu öll sín mál í sínar hendur, og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina. b) að efla í landinu þjóðlega, víðsýna og frjálslynda framfarastefnu á grund- velli einstaklingsfrelsis, at- hafnafrelsis og séreignar með hagsmuni allra stétta fyrir augum." Þetta er grundvöllurinn, sem Sambandið hefur starfað á frá fyrstu tíð, og hefur það átt upp- tökin að ýmsum velferðar- og umbótamálum landsmanna. Ekki verða öll þau mál, sem SUS hefur beitt sér fyrir rakin hér, en aðeins minnst nokk- urra þeirra merkustu. Árið 1932 lagði SUS fram ein- beittar og ítarlegar ályktanir varðandi sjálfstæðismálið. Þar var krafist uppsagnar sambands- laganna við Dani, og stofnun lýðveldis á slandi. Þá var þess og krafist, að íslendingar tækju landhelgisgæzluna strax í sínar hendur og utanríkismálin að verulegu leyti. hagsmuna íslands í sambandi við Grænlandsdeiluna yrði gætt. SUS hélt áfram baráttu sinni fyrir stofnun lýðveldis á Islandi, og sendi í því sambandi ávarp til íslenzkrar æsku, nokkru fyrir lýðveldisstofnunina, þar sem hvatt var til einingar um þetta mál málanna. Eftir að lýðveldið var stofnað átti Sambandið frumkvæði að samstarfi æskulýðsfélaga lands- ins, tii að iáta reisa minnisvarða í tilefni lýðveldisstofnunarinnar, en framkvæmd þess hefur, því miður strandað á því, að ekki hefur náðst samkomulag um málið. Samtök ungra sjálfstæðis- manna hafa frá öndverðu lagt ríka áherzlu á verndun þjóðernis og móðurmálsins. Þess má geta að vegna forgöngu ungra sjálf- stæðismanna á alþingi, voru sam þykkt sérstök lög um meðferð þjóðfánans, og voru þau fyrstu lögin, sem staðfest voru í ríkis- ráði lýðveldisins. Félagsmál æskunnar hafa jafnan verið eitt mgsta áhuga- mál SUS, og voru það hinar mik- ilvægu tillögur þess um félags- heimili, til eflingar allri félags- starfsemi einkum út um landið, sem nú eru orðin að lögum. íþróttamálin hafa alltaf átt góða málsvara innan Sambands- ins, og hafa á hverju Sambands- þingi verið gerðar ítarlegar á- lyktanir um þau mál. Þegar í upphafi var farið að ræða um almannatryggingar hjá Sambandinu, enda hefur það "jafnan verið tilþúið að fylla þann hóp, sem sameinast um að hlúa að þeim, sem standa höll- um fótum í lífsbaráttunni. Ungir sjálfstæðismenn áttu mikinn þátt í vinnulöggjöfinni, sem samþykkt var 1938, en Thor Thors, sem þá var einn af for- ustumönnum SUS, var einn þeirra manna sem unnu að undir búningi löggjafar þessarar. SUS hefur mjög lagt sig fram við að sameina vinnuþiggjanda og vinnuveitanda og þá einkum haldið fram h I utdei Ida rfyri r- komulaginu í atvinnurekstrinum, en sem kunnugt er, hefur mál þetta ekki náð fram að ganga, og er það einkum ándstaða verkalýðsfélaganna, sem staðið hefur í vegi fyrir því. Mikill fjöldi annarra mála hefur komið fram á þeim 10 sambandsþingum, sem haldin hafa verið, enda hafa þar komið fram ályktanir um öll meiri hátt- ar þjóðmál, sem efst hafa verið á baugi, síðan sambandið var stofnað. Ennþá einu sinni erum við Vestmannaeyingar, ungir og gamlir farnir a'ð hlaklca til að heyra kallað „bíll í Dalinn", eða eitthvað þessháttar slagorð, sem aðeins tilheyrir Þjóðhátíðinni okkar. Það mun nú ákveðið, að í þetta sinn verði þjóðhátíðin hald in dagana 4. og 5. ágúst n.k. og er það íþróttafélagið Þór, sem annast hátíðahöldin. Engum dylst, hve mikil vinna og erfiði er á sig lagt, til þess að þjóðhátíðin verði sem glæsileg- ust, en launin aðeins þau, að hátíðagestir, geri sig ánægða með það, sem þeim er boðið upp á. Því miður er eitt atriði í sam- bandi við hátíðina, sem forráða- mennirnir eru í hálfgerðum vandræðum með, og það er „merkjasalan". Fólk gerir sér ekki yfirleitt grein fyrir því, að merkin eru aðgöngumiðar að há- tíðasvæðinu, og öllu sem þar fer fram nema dansinum. Samtök ungra sjálfstæðismanna eru nú langfjölmennustu og öflugustu stjórnmálasamtök æskufólks hér á landi. Hefur SUS skipulagða félagsstarfsemi í nærri hverju kjördæmi landsins og eykst tala sambandsfélag- anna stöðugt. Alls eru starfandi 29 félög innan SUS, og auk þess 2 fjórð- ungssambönd, á Norður- og Austurlandi. Núverandi formað- ur SUS er Magnús Jónsson lög- fræðingur frá Mel. Það eru afmæliskveðjur allra, ungra sem gamalla, til SUS, að það megi halda áfram að eflast og auka fylgi sitt. í baráttunni fyrir bættri lífsafkomu, og öllu því, sem til heilla horfir fyrir land og þjóð. íþróttafélögin hér í Eyjum, sem hafa til skiptis séð um Þjóð- hátíðahöldin mörg undanfarin ár, eiga þakkir skilið fyrir hið sanngjarna verð, sem jafnan er að hátíðahöldunum, og mjög er eftirtektarvert, að þau skuli ekki notfæra sér þá gífurlegu aðsókn, sem alltaf er, meira í gróða- skyni, en þau hafa gjört, þar sem þau hafa ekki haft neina sambærilega aðstöðu til fjár- öflunar við ýmis samskonar fé- lög á landinu. Við vonum, að þjóðhátíðin nú og ætíð megi verða sama „gleði- hátíðin", i og þær liðnu, sem geymdar eru en ekki gleymdar, og væntum þess, að veðrið verði hið fegursta, hvort sem við ætl- um að skreppa í næsta tjald og taka lagið „með öllu tilheyr- andi", eða við lötrum kannske með eitthvað samsíða okkur út að Kaplagjótu, svo við heyrum betur sjávarniðinn og fuglaklið- inn............. Dalakútur. J. F. Þjóðhátíðin

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.