Fylkir


Fylkir - 28.07.1950, Blaðsíða 2

Fylkir - 28.07.1950, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Tillögur fullirúa SjáIfstæðisfIokksins í bæjarstjóm. Við afgreiðslu fjárhagsáætl- unar bæjarins lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftir- farandi tillögur. I. Við áætlun rafstöðvar. „Með því að enn hefur ekki verið tengt við fjöldi raftækja, og raflagnir frá rafveitunni ekk komnar í allan bæinn og þar af leiðandi ekki hægt að gera sér nægjanlega Ijóst hversu mikil sala stöðvarinn- ar verður á þessu ári, leggj- um við til að verð á rafmagni verði fyrst um sinn óbreitt, sérstaklega með tillit til þess, að lífsspursmál er fyrir stöð- ina að ná sem mestri sölu á framleiðslu sinni. Hækkun á rafmagnsverðinu nú hlýtur hinsvegar að aftra almenn- ingi frá að nota rafmagn eins og upphaflega var ætlunin með byggingu stöðvarinnar.'' Tillagan var felld með 5 at- kvæðum gegn 4. Þegar fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins á sínum tíma lögðu grundvöllinn að og hófu bygg- ingu rafveitunnar var það aðal- lega gert af tvennum ástæðum. í fyrsta lagi til þess að unnt væri að fullnægja þörf almenn- ings með rafmagn til heimilis- notkunar bæði Ijósa svo og til heimilistækja þannig að Vest- mannaeyingar gætu á þessu sviði haft sömu aðstöðu og þeir sem aðra kaupstaði landsins byggja. í öðru lagi var gert ráð fyrir að hægt væri að lækka verð rafmagnsins til stórra muna, með svo stóraukinni fram leiðslu. Það er staðreynd, að sé verðinu á rafmagninu' stillt í hóf, eins og frekast er unnt, eyk ur það neyzlu almennings og skapar rafveitunni varanlegan starfsgrundvöll. Óþarfa hækkun verkar hinsvegar óhjákvæmilega þannig, að almenningur kippir að sér hendinni í þessum efnum og kyrrstaða skapast hjá rafveit unni. II. Viðáætlun bæjarins. 1. „Bæjarstjórn samþykkir að hefja nú þegar undirbúning að byggingu eða kaupum á hentugu húsnæði fyrir hús- stjórnarskóla. Verði hús- mæðraskólanefnd falið að undirbúa þetta mál, útvega teikningar og önnur nauðsyn- leg gögn í þessu sambandi og leggja niðurstöður sínar fyrir bæjarstjórn sem fyrst. Tillaga þessi var samþykkt. 2. „Þar sem bæjarsjóður hefur opna mjólkursölubúð í sam- bandi við Dalabúið, samþykk- ir bæjarstjórn að hefjast nú þegar handa um sölu á utan- bæjarmjólk. Hagnaðurinn af mjólkursölunni verði látinn renna til Dalabúsins. Tillagan var samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum í bæjar- stjórn, en ekkert orðið úr fram- kvæmdum enn sem komið er. Var bæjarstjóri spurður um á- stæðuna fyrir þessu á síðasta bæjarstjórnarfundi. Afj svari hans er ekki neins góðs að vænta. Taldi hann öll tormerki á sölu utanbæjarmjólkur. Hefur meirihlutinn sjáanlega léð tillög- unni lið, án þess að hugur fylgdi máli. Enda heldur ósennilegt að hann hafist nokkuð það að, sem kemur í bága við hagsmuni full- trúa Framsóknarflokksins. 3. „Bæjarstjórn samþykkir að láta byggja yfir sundlaugina á þessu ári og taka upp á fjárhagsáætlunina kr. 40 þús- und í því skyni. Auk þess verði notaðar til verksins þær kr. 60 þúsund, sem samþykkt var á s.l. ári að verja til yfir- byggingar sundlaugarinnar. Tillagan var felld með 5 atkv. gegn4 og sýnir það greinilega áhuga meirihlutans fyrir velferð íþróttamann og æskulýðsins hér. 4. Leggjum til að af gjaldalið 1 1 b ’(þ. e. verklegar fram- kvæmdir) verði varið kr. 80 þúsund til steinsteypingar vega. Tillagan var felld með 5 at- kvæðum gegn fjórum. Taldi einn fulltrúinn úr meirihlutanum var- hugavert að leggja út í nokkr- ar framkvæmdir,sem sement þyrfti til, þar sem fjárhagsráð kynni þá ef til vill að minnka efniskaupaleyfi sitt til gagn- fræðaskólabyggingarinnar. Er varla að vænta mikilla fram- kvæmdakvæmda af meirhlutan- um, meðan að þetta sjónarmið er þar ríkjandi. 5. „Bæjarstjórn samþykkir að fela sjúkrahússnefnd að hefja athugun og undirbúning að byggingu sóttvarnahúss. Tillagan var samþykkt mót- atkvæðalaust. Má í þessu sambandi geta þess að ríkissjóður greiðir z/a hluta af byggingarkostnaði sótt- varnahúsa. Sama gildir og um byggingu hásmæðraskóla. 6. „Bæjarstjórn samþykkir að verja kr. 10 þúsund af gjalda- lið 24 (þ. e. ýms útgjöld) til þess að kvikmynda atvinnu- sögu Eyjanna. Tillagan var samþykkt mót- atkvæðalaust, en úr framkvæmd um hefur enn ekkert orðið. Er það ætlun flútningsmanna, að kvikmynduð verði notkun hinna ýmsu veiðarfæra, sem bátaflotinn hér byggir afkomu sína á. Meðferð og verkun afi- ans þegar í land kemur. Enn- fremur búnaðarhættir hér, fugla veiðar og allt annað, sem verða mætti til þess að gefa raunveru- lega og sanna mynd af atvinnu- og menningarlífi Eyjanna. At- vinnulíf mun vera hér fjölbreytt- ara, en víðast hvar annarsstaðar á landinu og að sumu leyti bet- ur fyrir komið. Væri slík kvik- mynd ábyggilega vel til þess fallin að auka hróður Eyjanna út á við. 7. Bæjarstjórn samþykkir að krefjast þess að Landsíminn lagfæri nú þegar allt jarð- rask, sem orðið hefur í sam- bandi við aðgerðir hans á Klif inu. Viðaukatillaga frá meirihlut- anum: og innanbæjar við lagningu jarðsímans. 8. Leggjum til að bæjarstjórn beiti sér fyrir því, að bæjar- sjóður fái ákveðnar prósentur af sölu áfengisverzlunarinn- ar hér, mun hærri en nú er. Fáist þetta ekki framgengt, þá að krefjast þess, að bæjar- sjóður fái að leggja allt að 20% á allt selt áfengi hér, umfram hið ákveðna verð á- fengisverzlunarinnar. Tillagan var samþykkt mót- atkvæðalaust. 9. Bæjarstjórn samþykkir að hefj ast nú þegar handa um áfram haldandi ræktun á landi Dala- búsins sunnan og austan við Dali. Tillögunni var vísað til Dala- búsnefndar. Á árinu 1945 var hafist handa um að brjóta land, ali- stórt, sunnan og austan við Dali og varið til þess nokkru fé. Síð- an hefur landi þessu ekkert ver- ið gert. Mun því það fé, sem upphaflega var lagt í landið að mestu leyti , fyrir hreinan sof- andahátt fyrrverandi bæjarstjórn ar. FYLKIR málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisféi. Vestmannaeyja Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunnar Hlíðar Sími 203 - Box 16 Auglýsingastjóri: Finnbogi Friðfinnsson Prentsmiújan Eyrún h. f. 10. „Bæjarstjórn samþykkir að veita til ráðstöfunar fyrir heil- brigðisnefnd kr. 10 þúsund. Lækki framlag til heilbrigðis- mála á fjárhagsáætlun bæjar- ins um sömu upphæð. Tillagan var felld með 5 at- kvæðum gegn 4. Tillagan var fram borin í beinu framhaldi af fyrirliggjandi bókun í fundargerð heilbrigðis- nefndar. Töldu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins eðlilegt, að heil- brigðisnefnd fengi þessa upphæð til ráðstöfunar, þannig að hún gæti gert ýmsar nauðsynlegar ráðstafanir án þess, að þurfa í hverju einstöku tilfelli að sækja undir bæjarstjórn, með greiðslu fyrir þau verk, sem hún léti vinna. 11. Bæjarstjórn vítir það sleifar- lag, sem ríkt hefir að undan- förnu við innheimtu bæjar- gjalda, þar sem jafnvel hefur átt sér stað, að menn sem unnið hafa hjá fyrirtækjum bæjarins hafa ekki verið látn ir greiða útsvör sín við upp- gjör. Tillagan var felld með 4 at- kvæðum gegn 4. Hrólfur Ing- ólfsson, bæjargjaldkeri greiddi ekki atkvæði. Tillagan var borin fram vegna þess, að fulltrúarnir höfðu feng- ið óyggjandi sannanir fyrir því, að átt hafði sér stað, að t. d. hafði verið gert upp að fullu, við suma af þeim mönnum sem á bæjartogurunum voru, án þess að þeir væru látnir greiða áfall- in útsvör. Var t. d. einn starfs- maður útgerðarinnar, sem und- anfarin tvö ár hafði haft talsvert á annað hundrað þúsund krón- ur í tekjur hjá bæjarútgerðinni, látinn skulda réttar 17 þús. kr. í útsvar þegar hann fór, þrátt fyrir, að bæði útgerðin og bæjar sjóður börðust þá í 'bökkum fjárhagslega. Gerði bæjargjald- keri að vísu nökkra grein fyrir þessu sérstaka tilfelli á fundin- um, en þó hvergi nærri fullnægj- andi.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.