Fylkir


Fylkir - 03.08.1950, Blaðsíða 1

Fylkir - 03.08.1950, Blaðsíða 1
Móígagn S]á!fsræðis- fíokksins 2. árgangur. Vestmannaeyjum, 3. ágúst 195Q 11. tölublað. Gunnar Ólafsson: R strandsfaðnum Fyrir sextíu til sjötíu árum voru góðir nágrannar staddir á strandstað. Annar þeirra hafði, ósamt fleirum, verið við björgun á ýmiskonar dóti úr strönduðu skipi, og eftir það hafst við á strandstaðnum með öðrum, er gættu þess, sem bjargað var. Varðmaður þessi stóð álengd- ar fró „Skansinum" og gætti að þeim, sem komu á strandupp- boðið. * Að vörmu spori snýr sér einn meðal aðkomendanna að varð- manninum og segir: Hyerjir srela laxi? Þeir, sem srela sagði varðmaðurinn og þar með féll samtalið niður. Annars bar það stundum við ó útkjálkum landsins, ef eitt- hvert dót náðist á land úr strönd uðu skipi, að sumum þótti það sanngjarnt, og í alla staði rétt, að skoða það eins og reka upp á almennings fjörur, og þá ekki hvað sízt ef það voru matvæli. Skipströnd óttu sér langoftast stað á útmánuðum, á þeim tíma, sem matarskorturinn var einna tilfinnanlegastur og algengastur meðal almennings í afskekktum héruðum. Nútímamenn, yngri kynslóðin, á sennilega erfitt með að skilja þetta eins og svo margt annað, sem tíminn hefur breitt yfir. Þá var flest svo lítið og fátæklegt móts við það, sem nú er. Það var bara gamaldags og púkó segir unga fólkið, eða þó afskaplega agalegt, eins og „skólaæskan okkar" segir, og á að segja. Já nú gengur menningin fjöll- unum hærra, og þá verður það móðins, að hætta öllu þvíliku smókroppi, en brjótast heldur eða smjúga inn í hús nóungans í leit eftir því, sem unga fólkið vanhagar um, til þess að geta lifað reglulegu menningarlífi. Ef ekki næst í „bankóseðlana", sem alltaf eru vel séðir, þá selja menn annað dót, sem afI- cst hefur, bæði á þeim svarta og hvíta, rétt eftir því, sem ger- ist og gengur, eða þó eftir kaup- hallarkurs stéttarinnar. Aðrir eiga ekkert við þess- háttar bölvað smá kropp. Þeir horfa hærra, og þó selja þeir og leigja annarra manna jarð- eignir, og strekkja með þvf hærra og hærra í áttina til brask anna, sem blessunin hún Rann- veig sagði stríð ó hendur og eyðilagði með öllu. En hún gleymdi framsóknarbröskurun- um og þessvegna lifa þeir enn og dafna vel eins og heilbrigðu börnin. Þessum mönnum eru allir veg ir færir. Þeir sigla beggja skauta byr á menningaröldum nútím- ans, og hrósa sér af öllu afli, nærri því eins, eða rétt eins og gagnfræðaskólastjórinn okkar gerir og allir hans jafningjar, ef þeir annars finnast ofan jarðar. Nú, ef einhverjir taka upp á því, að spyrja, hverjir selji ann- ara manna jarðeignir, án heim- ildar og í allra óleyfi, þó hlýtur svarið að verða svipað svari varð monnsins á strandinu, eða hvað segir þú um það Hannes .með fóðurbærinn? Jó, Mverjir selja hér landsjóðs- jarðir lagsi? Þeir, sem seljo, segir Hannes, stutt og laggott. Hann er þessu öllu saman ó- kunnugur og hann gat ekkert annað sagt. Auk þess er hann illa kynntur á hærri stöðum, rétt eins og fleiri, sem virða bæjarstjórann ekki meira en ó sannvirði, eða litlu meira en Hrólfinn, sem öllu stýrir með öllum rukkurunum, innfæddum og aðfluttum, allt eftir lögðum snúrum þessara, já þessara hægrihandar rábberra bæjarstjórans, þegar hann fær að skrifa undir auglýsingar um Framhald á 4. síðu. Þjoðhatiðin Að þessu sinni hefst þjóðhá- tíðin á morgun og er það í fyrra lagi. Allir óska þess að ,,There- sía" gefi okkur gott veður, því annars verður lítill hótíðarbrag- ur á fólkinu og til lítils allt það starf og umsrang sem allir Eyja- búar hafa fyrir hátíðinni. Mér dettur í hug að gefa að- komumönnum litla mynd af því feikna starfi sem bak við Þjóð- hátíð Vestmannaeyja liggur. Sú regla hefur verið höfð ó hdtíðahaldinu nú um alllangt skeið að íþróttafélögin Þór_ og Týr hafa staðið fyrir hótíðinni sitt órið hvor og er það nú í- þróttafélagið ,,Þór" sem hefur „heiðurinn og skömmina" þetta árið og skulum við því gefa okk- ur á tal við formann ,,Þórs" hr. stúdent Kristján Georgsson. Nú er fyrir nokkru hafinn undirbúningur að Þjóðhátíðinni og þið eruð farnir að vinna inni í Dal við skreytingu, er ekki svo? Jú 'þjóðhátíðarundirbúningur hefst venjulega um það bil món- uði óður, en hún ó að vera. Undirbúningsstarfinu hjó okkur er hagað þannig að kosið er í nefndir og hver nefnd hefur sitt sérstaka verkefni. Nefndirnar safna síðan því saman sem þær eiga að sjó um og að lokum hjólpast svo allar nefndirnar að því að koma hlutunum fyrir á sínum stað í Dalnum, svo þú sérð að við reynum með þessu móti að nó til sem flestra þeirra manna innan félagsins, sem vilja leggja sitt til að hátíðin verði félaginu til sóma. Hvernig er með kostnaðinn af öllu því starfi og umstangi, sem í kringum þjóðhátíðina er, og hefir ekki verið erfitt að fó upp í þann kostnað með aðgangseyr- inum einum saman? Mest öll vinna sem fram- kvæmd er, er unnin í sjálfboða- vinnu og þurfum við því a|5 kaupa efni til að vinna úr, en lítinn sem engan yinnukraft, því að ef það kæmi til, væri ekki unnt fyrir félögin að gangast fyrir þessari einstæðu og vinsælu skemmtun. Aðgangseyririnn get- ur aldrei vegið á móti kostnað- inum og þrátt fyrir það að manni virðist vera á þriðju þús- und fullorðinna þó eru oft mjög slæmar heimrur með slaufusöl- una og virðist svo, að til séu menn sem finnst það of mikið að greiða þessa litlu upphæð fyrir tveggja daga skemmtun. Nú höfum við tekið upp þá nýbreyttni að hafa happdrætti í sambandi við aðgöngumiðana og verður vinnihgurinn einhver eigulegur munur. Verður þjóðhátíðin nokkuð frábrugðin því sem vant er? Nei, fyrirkomulag er allt hið sama, nema hvað reynt er að breyta til með skemmtiatriði. Þetta gefur okkur góða mynd af því hver hugur fylgir móli að lóta alla njóta gleði og gamans fyrir lítið gjald og eiga því allir I að taka þótt í hátíðinni af hug og hjarta ef veðrið ekki spillir; sem við vonum að ekki komi til.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.