Fylkir


Fylkir - 03.08.1950, Blaðsíða 2

Fylkir - 03.08.1950, Blaðsíða 2
2 FYLKIR MAGNÚS ÍSLEIFSSON Fæddur 8. ágúst 1875. - Dáinn 25. ágúst 1949. in memoriam Það er nú bráðum ár liðið síðan vinur minn Magnús Isleifs son lést í Landspítalanum í Rvík eftir erfiða legu, en ég var fjar- verandi er hann lézt, 25. ágúst 1949 og undraðist það er ég kom heim að ekki hafði verið skrifuð um hann minningargrein í Eyja- blöðin, jafn nýtan og merkan mann og Magnús var, en fyrst svo hefur ekki orðið, þá vil ég nota tækifærið, því hinn 8. á- gúst hefði Magnús orðið 75 ára. Magnús ísleifsson var fæddur að Kanastöðum í Rangárvalla- sýslu 8. ágúst 1875, sonur hjón- anna Isleifs Magnússonar og Sig ríðar Árnadóttur frá Stóra-Ár- móti. Á uppvaxtarárunum vann Magnús að algengum sveita- störfum hjá foreldrum sínum, en 1894 byrjaði hann trésmíða- nám hjá Gissuri bróður sínum, og vann að trésmíðum í Rangár- vallasýslu þar til 1901 að hann fluttist til Vestmannaeyja, en hér hafði hann verið 3 vetur áður við sjóróðra. Ekki hafði Magnús verið hér nema eitt ár, er hann gerði sveinsstykki í iðn sinni, en það var ekki siður í þá daga að menn tækju sveins- próf. Það var látið duga ef menn voru laghentir að þeir keyptú sér hamar, sög og öxi og tækju að sér smíðar, en Magnús hugsaði hærra, hann hafði brennandi áhuga á því að hver og einn lærði sitt verk, og skil- uðu sinni vinnu, svo allir mæffu vera ánægðir. Hann var kröfu- harður við sjálfan sig og sívinn- aridi, það voru ekki margir dag- ar á árinu sem honum féll verk úr hendi, hann skilaði miklu dagsverki. Ég minnist hans er við unnum saman í Iðnráði Vest- mannaeyja, fyrst þegar það tók tli starfa, það voru mörg verk- efni sem lágu þá fyrir, þá gat Magnús oft verið harður í horn að taka, þegar dæma átti um hæfileika umsækjanda til að mega teljast iðnaðarmaður, en sanngjarn var hann og sam- vinnuþýður. Magnús var stofnandi Iðnað- armannafélags Vestmannaeyja og jafnan kjörinn fulltrúi sinn- ar stéttar, hvort heldur var hér í Eyjum, eða til að sækja iðnþing annarsstaðar á landinu. Hann var tillögugóður, sanngjarn og hafði alltaf gamanyrði á vörum. í byggingarnefnd átti hann sæti frá því Vestmannaeyjar fengu bæjarréttindi 1919, og þar var hann sjálfkjörinn full- trúi sinnar stéttar. Þó Magnús væri húsasmíða- meistari, þá lagði hann gjörfa hönd á fleiri smíðar, sérstaklega framan af að hann smíðaði hús- gögn og innréttingar, en það þótti sjálfsagt að smiðir eins og það var kallað, smíðuðu allt er að trésmíðum laut. Ekki veit ég hve mörg hús Magnús hefur smíðað eða staðið fyrir byggingu á, en þau eru mörg, og það var enginn svik- inn á því að fá hann til að standa fyrir byggingu, því að hann var sérstaklega vandvirkur, laginn og hagsýnn og var óhætt að treysta því, ef hann tók að sér að byggja hús, þá þurfti ekki að efa að það var vel unnið. Á 20 ára afmæli Iðnaðar- mannafélags Vestmannaeyja í ár var samþykkt að stofna sjóð er bera ætti nafn Magnúsar ís- leifssonar með tillagi frá félag- inu, en þátttaka í sjóðsstofnun er heimil öllum þeim er þess óska. Tilgangur sjóðsins á að vera að styrkja efnilega iðnaðarmenn til áframhaldsnáms hérlendis cða erlendis, en það var í anda Magnúsar, að hver og einn lærði sitt fag eins vel og kastur var á, iil þess að geta með sanni kall- ast iðnaðarmaður, hann hafði mikla löngun tii þess að sigla til frekara náms, eins og Gissur b"óðir hans, en efnin leyfðu það ekki þá, svo hann varð að vera án þess, en meðfæddar hæfi- leikagáfur gerðu hann að einum þeim bezta húsasmíðameistara er við höfum átt. Magnús kvæntist 26. nóv. 1904 Magnúsínu Guðmundsdótt- ur frá London í Vestmannaeyj- um, hinni ágætustu konu og átti með henni 5 börn, 2 dætur og 3 Það fer ekki hjá þvl, að við | höfum veitt athygli hinni miklu fjölgun fólksbifreiða hér í Eyj- um I sumar. Einangrun og aðrir staðhættir eru þannig, að ný far artæki vekja alltaf eftirtekt hér í bæ. Um þessi bifreiðakaup er ekki nema allt gotí að segja a. m. k. erum við öll sammála um, að Vestmannaeyingar hafa ekki síð ur unnið til þeirra, en allur sá fjöldi, sem líður áfram í bifreið- um um götur og stræti „megin- landsins". Að visu verður aldrei hægt fyr ir okkur, sem þessar Eyjar byggj am, að fara í langar ökuferðir, en það er lágmarkskrafa, að vegir um Eyjuna séu akfærir, og má í því sambandi nefna veginn út í Stórhöfða. Til skamms tima var það sið- ur hér, þegar gest bar að garði að skreppa með hann suður á Höfða, en nú má heita að sá þáttur landkynningar sé ófram- kvæmanlegur, þar sem vegurinn er ófær öllum venjulegum fólks- flutningsfaratækjum. Eitthvað hlýtur að vera illa á málunum haldið ef ekki er hægt að fá Höfðaveginn lagfærðan, og ef marka má af þeim tveim áheyrendur, (sbr. Brautin 4. tbl.) sem fylgdu bæjarstjórninni i nýju húsakynnin þá finnst manni að óþarft hafi verið að breikka næstu götu um helming á meðan ófremdarástand það, sem áður er lýst ríkir um Höfða- veginn. Auk þess má i því sam- bandi minna á að ríkið, sem á langmestan hluta Eyjanna, á einnig einu mannvirkin, sem á Höfðanum standa, svo að for- ustan í bæjarmálunum ætti að geta fengið þaðan nægilegan stuðning til að koma þessu í framkvæmd. J. F. sonu, en konu sina missti hann 1945. Börnin sýndu honum mikinn hlýleika i veikindum hans, og minnfist hann oft á það hve þau væru sér góð, grafreitur foreldr- anna sýnir það einnig að þau hafa viljað gera vel til þeirra. Ég kveð þig kæri vinur með þakklæti fyrir margar ánægju- stundir er við áttum saman, og ég veit að þar tala ég fyrir munn fjöldans, því mér var ekki kunn- ugt um að þú ættir neina óvini, heldur þvert á móti. Hafðu þökk fyrir allt og allt. M. Bergsson. FYLKIR málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja . Ritst.óri og ábyrgðarm.: | Gunnar Hlíðar Sími 203 - Box 16 Auglýsingastjóri: Finnbogi Friðfinnsson i í I Prenfsrriio|an Eyrún h. f. Athugasemdir um Stóradóm í síðasta Framsóknarblaði er bitrur dómur í máli J. Þ. J. gegn Þ. Þ. V. í eftirmála segir Þ. Þ. V. að dómarinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að Jóhann hafi reynt að bjarga sér með ósannindum. Þetta er rangt. Hér var ekki um það atriði að ræða, sem bætt hefði fyrir J. Þ. J. ef rétt hefði verið. Þvert á móti. Hinsvegar tók J. Þ. J. það fram, að honum væri í mörgu ókunnugt um rekstur fyr- irtækjanna Brynju og S. Árnason & Co. og er missögnin þvi ofur eðlileg. Jón Eiríksson hefir skýrt blað- inu frá því, að Fr. Þorsteinsson hafi viðurkennt að hafa misskil- ið Þ. Þ. V. Hann hafi álitið, að hér væri aðeins átt við það að rangt hefði verið frá skýrt og ekki tekin afstaða til þess hvort það stafaði af ókunnugleika eða ekki, og væri því ekki rétt að ó- merkja ummæli þessi. Þ. Þ. V. tókst að blekkja dómarann en sýnir nú sinn innri mann. Fylkir vill hvetja lesendur sína til þess að lesa dóminn og bera hann saman við ályktanir skóla- mannsins. O 13 to CD 'QJ ’> £ o c _Q W ö) c — c 'tz O) E :0 O O) >- to -Q O ox c TJ O) cu > ± M— cu 22 O O o --Q 40 D v£ O % £ CQ O0 uo O c o £ O 4- 4- o V) o "O c c o V) to c • mm V «/> im o Ai O C c 3 O

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.