Fylkir


Fylkir - 18.08.1950, Qupperneq 1

Fylkir - 18.08.1950, Qupperneq 1
Sorgarsaga bæj- arútgerðarinnar Kveðjuorð Við brottför mína ur Vestmannaeyjum, — eftir að hafa gengt bœjarfógetaembœttinu hér í eitt ár, vil ég færa Véstmannaeyingum mínar beztu þakkir fyrir allan þann hlýhug og alla þá miklu vinsemd, sem mér hefur verið auðsýnd i dvöl minni hér og fyrir góðan skilning á starfi mínu og starfsskyldum. Sérstaklega þakka ég öllum samstarfsmönnum mínum fyrir ánægju- legt og með ágætum gott samstarf og fyrir ánægjulegt skilnaðarhóf og dýrmæta og mér mjög kærkomna gjöf. Loks þakka ég af hrærðu hjarta þeim hundruðum Vestmannaeyinga, sem með sérstæðum og óvenjulegum hætti sýndu mér mikla sæmd með ávarþi því, sem mér barst skömtnu áður en ég lét af embætti. Dvöl mín og starf í Vestmannaeyjum verður mér lærdómsríkur og minnisstæður þáttur i lifi mínu, en jafnframt uþþörfun við framtíðarstörf. Vestmannaeyjum, 12. ágiíst 1950. GUNNAR ÞORSTEINSSON. Upphaflega, þegar ráðstaf- anir voru gerðar til þess að fá hingað tvo nýsköpunartog- ara munu flestir Eyjabúar hafa talið, að sú ráðstöfun væri rétt. Einstaka menn voru þó lil, sem litu þetta dökkum augum, þó að engum muni þá hafa dottið í hug, að jafn illa tækist til með rekstur skipanna og raun er á orðin. Afst-oða Sjólfstæðis- flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn bar þetta mál upphaflega fram í bæjarstjórninni og lagði jafn- framt til, að kosin yrði sér- stök nefnd til að annast fram- gang málsins og að nefndin yrði skipuð fulltrúum frá öll- um stjórnmálaflokkunum. Beitti flokkurinn ekki meiri- hlutaaðstöðu sinni. Fékk að- eins tvo fulltrúa af fimm í nefndina. Sjálfstæðismenn litu eins og aðrir björtum augum á af- komu þessara skipa þó að þeim væri jafnhliða ljóst, að fjárhagsleg áhætta gæti staf- að af rekstri þeirra ef illa tækist til. En framhjá því töldu þeir að bæjarfélagið gæti siglt, með því að hafa annað fyrirkomulag á rekstri skipanna eri nú er, og mun vikið að því síðar. En það sem réði úrslitum með að flokkurinn beitti sér fyrir þessu máli, var sú staðreynd, að þá þegar hafði verið á- kveðið að flytja til landsins yfir 30 skip af þessari gerð. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins töldu fullvíst, að hin nýju og glæsilegu skip, yrðu það mark sem hinir yngri sjómenn, bæði hér og annars staðar stefndu að. Og ef Vestmanna eyingar skærust úr leik með þátttöku í þessari nýsköpun, yrði það til þess, að við misst- um nokkurn hluta af sjó- mannastéttinni hér, yfir á þau skip, sem gerð yrðu út frá Reykjavík og Hafnar- firði, og þá hætta á að þeir væru horfnir héðan fyrir fullt og allt. Það var þetta sjónarmið frekar en annað, sem réði því að flokkurinn ákvað að beita sér fyrir því, að nýsköpunartogararnir kæmu hingað til Eyja. Gerræði vinstri flokk- anna. Þegar skipin komu hingað, var trú almennings enn það mikil á góðri afkomu slíkra skipa, að innan handar var að safna hér eins miklu hluta- fé meðal bæjarbúa, eins og með þurfti til að kaupa skip- ín þannig að ekkert hvíldi á þeim nema stofnlánadeildar- fánið og jafnframt til að tryggja byrjunarrekstur þeirra. Bærinn gat verið hlut- hafi í útgerðinn að svo miklu leyti, sem honum sýndist, með ákveðnu fram- lagi í eitt skipti fyrir öll. Bæði þingmaður kjördæm- isins svo og blöð Sjálfstæðis- flokksins bentu á að sjálfsagt væri að fara þessa leið, þar sem vel gæti farið svo, ef illa tækist til, að útgerðin yrði bæjarfélaginu ofvaxin, ef bæj arsjóður einn bæri ótakmark- að ábyrgð á rekstri skipanna. Fulltrúar vinstri flokkanna voru nú komnir í valdaað- stöðu. Neituðu öllum á- bendingum sjálfstæðismanna. Töldu þær áróður gegn út- gerðinni og fram bornar til þess að skaða bæjarfélagið. Ákvörðun sinni um að láta bæinn bera ótakmarkaða á- byrgð á útgerð togaranna fylgdu þeir fast fram og eru nú bæjarsjóður og bæjarbúar að súpa seyðið af þessu ger- ræði þeirra. Þáttur framsóknar- manna. Síðasta kjörtímabil átti Framsóknarflokkurinn engan fulltrúa í bæjarstjórn, eins og kunnugt er. Allan þann tíma stagaðist málgagn þeiira hér á því, að sjálfstæðismenn bæru ábyrgð á afkomu togar- anna, jáfnt og vinstri flokk- arnir, vegna þess að sjálfstæð- Framh. á 4. síðu. Lagt upp

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.