Fylkir


Fylkir - 18.08.1950, Blaðsíða 2

Fylkir - 18.08.1950, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Kóreu æfíntýri Eyjablaðsins FYLKIR málgagn Sjálístæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri og ábyrgðarm.: Gunnar Hlíðar Sími 203 - Box 16 Auglýsingastjóri: Finnbogi Friðfinnsson Prentsmibjan Eyrún h. f. Sælir eru einfaldir í Framsóknarblaðinu s. 1. miðvikudag birtist meðal ann ars grein eftir Helga Ben. um bæjarmálin. Heldrtr hann því fram þar, að síðan að núverandi meirihluti tók við, hafi komizt nokkur skrið- ur á að koma málefnum bæj- arins í betra lag, eins og hann orðar það. Sæll má Helgi Ben. vera í sínu hjarta og einfaldur ef hann trúir því að þannig sé hægt að blekkja bæjarbúa. Ástandið í fjármálum bæj- arins er í dag þannig, eins og hver einasti bæjarfulltrúi veit: 1. Fjöldi af fölskum ávísun- um, útgefnum bæði af hafn- ar- og bæjarsjóði, eru nú í umferð. Liggja þær ýmist í Reykjavík, hjá opinberum fyrirtækjum hér eða einstakl- ingum. 2. Einasti öruggi tekjustofn bæjarins, útsvar Áfengis- verzlunarinnar, hefur verið veðsett nær þrjú ár fram í tímann. 3. Umsamdar afborganir af lánum bæjarins, sem fallið hafa í gjalddaga síðan að íramsóknarmenn komust í bæjarstjórn, hafa ekki verið greiddar, og sumir víxlar bæjarins. legið í óreiðu í lengri tíma í bönkunum. 4. Þrátt fyrir að engar verk legar framkvæmdir hafa ver- ið hjá bænum að undan- förnu, er bærinn í stórkost- legum vanskilum með greiðslu á kaupi verkamanna og fastra starfsmanna. Hafa sumir verkamenn og starfs- menn bæjarins ekki fengið uppgert svo mánuðum skipt- ir. Þetta heitir á máli fram- sóknarmanna að koma betra lagi á fjármál bæjarsjóðs. Það væri fróðlegt að vita hvaða ástand þyrfti að skapast í fjár í síðasta Eyjablaði var verið að fræða fólk á Kóruæfintýrinu, sem þeir kalla. Þetta er ekkert sérstæð grein frá því blaði eða Kommúnista- flokknum, því samskonar grein- ar með sama efni hafa verið í því undanfarna mánuði. Megin- uppistaða greinarinnar var að æsa sig upp yfir Kóreuæfintýri Bandaríkjanna. Þannig túlka þessir virðulegu samborgarar okkar, sem skrifa þetta blað, styrjöldina í Kóreu, aðeins æfin- týri. Þetta og þvílíkt leyfa þessir auðvirðilegu legátar sér að bera á borð fyrir samborgara sína í dag. Kommúnistar nota enn sama bragðið til að koma af sér á- virðingum, að segja hvítt vera svart og svart vera hvítt. Sam- anber árásina á Alþingi íslend- inga 30. marz. Samskonar of- beldi er að gerast í Kóreu í dag, nema hvacS kommúnistar þar hafa skriðdreka og önnur þau hergögn, sem þá /vantar frá móðurlandi sínu Rússlandi og þaðan er æfintýrinu, sem Eyja- blaðið talar um, stjórnað. í Kóreu átti allt að fara fram með öðrum hætti en fór. Það var ekki til þess ætlast að hinar Sameinuðu þjóðir færu að skipta sér af því hvað hinir rússnesku böðlar gerðu í suður-Kóreu. Þar átti allt að fara fram með sama hætti og í Eistrasaltslöndunum og víðar þar sem kommúnistar hafa komist til valda með of- beldi. Þetta er sama sorgarsagan og átti sér stað á valda- og tor- tímingartímum Hitlers. Það er einmitt þetta atriði, sem landar vorir verða að skilja, þetta atriði verða þeir íslend- ingar ao skilja, sem flgt hafa kommúnistum að málum, vegna þess að þeir hafa haldið þá vera íslenzkan umbótaflokk. Því það er einmitt sú mesta heimslýgi, sem til er. nxálum bæjarins, til þess að fi'amsóknannenn viður- kenndu, að þeim hefði algei'- lega mistekizt stjórn bæjarins. Það þarf enginn að ætla, að félagsmálaráðheiTann, sem er framsóknarmaður, hafi að ástæðulausu séð sig tilneydd- an, að hóta að setja bæinn undir eftirlit. Deild íslenzka kommúnista- flokksins gerir það sem hann getur til að láta fólk trúa því að Suður-Kórea hafi ráðist á Norður-Kóreu, þótt allir, líka fyrsta flokks heimskingjar, skilji að það voru Norður-Kórumenn með hjálp Rússa; og að undir- lagi þeirra, sem hófu þennan hildarleik. Allir vita einnig að stjórnar- herrarnir í Moskvu þurfa ekki annað en segja eitt orð til þess að stöðva þessa styrjöld, og með því hlýfa Kóreubúum frekari hörmungum og kveða niður ótt- ann við nýja heimsstyrjöld. En þeir gera það ekki. — Vegna þess að heimsyfirdrottn- unin situr í fyrirrúmi fyrir friðn- um. Þrátt fyrir þetta allt tala komúnistar allra landa um Sovét stjórnina sem verndara friðar í heiminum. Það er fremst hlut- verk fimmtu herdeildar kommún ista að varpa friðarskykkju yfir starfsemi húsbænda sinna, sem er náttúrlega alveg eðlilegt. Það er áreiðanlega mikils vert fyrir hvert herveldi að hugsa fyrir því, að andstæðingarnir séu sem verst viðbúnir. Þannig segir Eyjablaðið í því sambandi: — Bandaríkjamenn gera allt sem þeir geta til að trylla fólk hatri og hræðslu á al- þýðurlkjunum í austri, sem nú sækja fram til betra lífs föstum og öruggum skrefum, og náttúr- lega til friðar. Ein mesta sorgarsaga Islenzku þjóðarinnar er að töluverður hóp ur manna skuli vera til þess albúinn að taka hinum Rúss- nesku böðlum tveim höndum hvenær sem þeim þóknaðist að hremma land okkar. En þeir hin- ir sömu menn gera sér það alls ekki Ijóst að það er ekki nægi- legt að vera kommúnisti, það er lítið orð til sem heitir „hreins- un", sem hefur þýtt fram að þessu, að úr flokknum þurfi að reka tækifærissinna, alla um- bótamenn í orðsins fyllstu merk- ingu og fyrir alla muni sósíal- istiska friðar og ættjarðarvini. Hreinsunin er framkvæmd með dauðarefsingu eða æfilangri þrælkun. Þannig er friðarhugsjón Kreml-mannanna í veruleikan- um. F. F. Þorst, Þ. Víglunds- son felur úfgerðar- stjórn H. B. krafl- lausa. Á síðasta bæjarstjórnai'- fundi kom fyrir smáskemmti- legt atvik. Fyrir fundinum lágu nxeð- al amxars fundai'gei'ðir út- gerðai'stjórixar. Meðal annara tók til máls í þessu saixxbaixdi Þoi'steinn Þ. Víglundsson. Taldi haixix, að þó að í xxt- geiðarstjórninni væru þaul- vanir útgerðarmenn, að þá vantaði allan kraft í xitgerð- ai'stjórnina. Fór Helgi Ben. allur að iðá í sæti síixu við þessi ummæli Þorsteins, en lét þó vera að andnxæla lioix- unx. Út af fyrir sig eru þessi unxmæli Þ. Þ. V. ekkert nxei'kileg. AtSeiiis staðfesting á því, sem fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins hafa mai'goft lxaldið franx, og alveg söixn spegilnxynd af nixveraixdi meirihluta bæjarstjónxar. Þó að sumir af þeiixx, senx þar eru, séu góðir og gegnir borg arar og aðrir athafnamenn á sínu sviði, að þá vii’ðist þessi hópur algerlega forystulaus og vanta allan ,,kraft‘' til að vixxna það verk, sem honum er ætlað. Bragð er að þá barnið finnixr, segir ganxalt íxxáltæki. Mlnningarsjóður Magnúsar Islelfss. í minningargrein sem blaðið flutti um Magnús ísleifsson er vakin athygli á sjóðsstofnun sem Iðnaðarmannafélag Vestmanna- eyja gengst fyrir og bera skal nafn þessa mæta iðnaðarmanns, Magnúsar ísleifssonar. Tilgang- ur sjóðsins er að styrkja efnilega iðnaðarnxenn til íramhaldsnáms hérlendis eða erlendis. Öllum er heimil þátttaka. Blaðið vill nú vekja athygli þeirra, sem velja efla sjóðinn, á að eftirtaldir menn veita fram- lögum viðtöku: Magnús Bergsson, bakara- meistari. Guðjón Scheving, málara- meistari. Oddur Þorsteinsson, kaupmað ur.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.