Fylkir


Fylkir - 01.09.1950, Blaðsíða 2

Fylkir - 01.09.1950, Blaðsíða 2
2 FYLKIR ---—-- Árni G. Eylands: í Árnasaíni í janúar 1949 talaði ég eitl sinn nm daginn og veginn í útvarpið og minntist þá á Árnasafn. Á eftir var mælzt til þess við niig að birta þatni katla erindisins á prenti. Af því varð þó ekki, því að úr annarri átl var mér benl á að rétt væri að forðast lilaðaskrif nm málið eins og þá stóðn sakir. Nú sé ég að sú þögn er rof- in af Dönum sjálfum, og finnst mér þá ekki t'tr vegi að fram komi hvað íslenzkum mönnum dettur í hug er þeir koma í Árnasafn og sjá hve illa það er varðveitt og ó- tryggilega. — Geri ég ráð lyr- ir að íleirum lari sem mér. —o— Eíll sinn var ég staddur í Ghicago. Kunningi minn, góð ur íslendingur, en einnig mik ilvirkur og mikilsvirtur Bandaríkjaþegn vild sýna mér eitthvað stórt, en eins og kunnugt er telja Bandaríkja- menn ýmislegt stórt hjá sér, syo að aðrir þurfi ekki við þá að etja í því. 1-andinn fór með mig í banka einn og sýndi tnér vönduðustu og mestu kjallarahurð í heimi, í dyruin peningageymslu bank ans. Hún var eitthvað um metra á þykkt, og læsingar og gróp og galdraumbúnaður að sama skapi. Ekki man ég töl- urnar sem dyravörður þessa inusleris mammons romsaði upp lyrir okkur, en allt var það meira en í Búnaðarbank anum, það man ég með vissu, þótt mikið sé nú af honum látið og kjallara hans, miðað við vora staðhætli. Þegar ég var unglingur átti ég þvi láni að fagna að njóta nokkrar vikur tilsagnar hins | mikla málfræðings, Guðmund | ar heitins Þorlákssonar frá Frostastöðum í Skagafirði. Hann var flestum íslending- um kunnugri Árna Magnús- sonar bókasafninu í Kaup- mannahöfn. Eg man með hverri lotningu vér unglingar hlustuðum á frásagnir gamla mannsins um hinar gömlu skinnbækur og skjöl. — Full- yrðingar Guðmundar um, að injög margt af því tagi hefði Árni Magnússon fengið að láni og ekki skoðað senr sína eign og því merkt það með bókstöfunum sk., sem þýddu: „skilizt“. Það hefði því verið fjarri öllum hugsanlegum sanni, að Árni hefði með réttu ráði, gefið Hafnarhá- skóla þeLta allt á banadægri, án skilyrða og gert sjálfan sig þannig með ráðnum hug að vanskilamanni. — Þótt sárt sé að vita öll handrit og bækur, sem Árni Magnússon hafði í lórum sínum á erlendum höndum og skoðað sem var- anlega eign erlendrar stofn- unar og manna, hefur það löngum deyft sársaukann, að vér höfum orðið að viður- kenna að óvíst hefði orðið um örlög margs af þessu, ef Árni helði ekki safnað því og flutt úr landi, og þrátt fyrir hið mikla slys, sem þar steðjaði að satninu, höfum vér ís- lendingar ókunnugir mála- vöxtum alltaf trúað því sem sjálfsögðum hlut, að í Kóngs- ins Kaupmannahöfn væri i saln Árna Magnússonar vel og örugglega geyiíit. Er ég cinn al þeim mörgu seku, sem oft hafa komið til Halii- ar en alltaf vanrækt þá altar- isgöngu að sjá salii Árna Magnússonar. En í huga mín- um hefur það verið geymt þar í helgum steini og svo traustum, að óhugsandi væri að neilt minna en atom- sprengjur gætu grandað því. í huga mínurn hafa dyr og hurðir að þeim helgidómi verið engu minni eða órannn gjörari heldur en kjallara- luirðin í Ghicago, fyrir kór- hvelfingu mammons, er ég sagði frá áðan. Hér um daginn varð það loks að Iramkvæmd hjá mér, að lá að líta inn í safn Árna Magnússonar. Hóflega rat- andi um slóðir Hafnar fann I ég brátt húsið, gamla múr- J steinsbyggingu allstóra cn ekki ásjálega. ekki brá mér við það, því að fornt yfirlit mátti vel hæfa safni Árna. Er inn kom og ég spurði dyra- og frakkavörð nánar um leið til Jóns Helgasonar prófes- sors, var mér sagt að ganga beint af augum inn í gegnum bókaskála einn mikinn og þá kæmi ég að dyrum Jóns og Arnasafni. Þarna var hátt und ir loft og bækur á tveimur hæðum, þótt í miðjum skála væri opið upp úr til rjáfurs. En mér brá nokkuð er ég sá að gólf og allar milligerðir og hyllur voru úr tré og svo þak ið innanvert. En skálagólfið er rijótt stikað, og ég slóð við dyrnar sem á stendur með latínu stafsetningu Safn Arrnt Magnússotiar. Hurðin er hvorki mikil né traustleg, harla ómerkileg tréhurð á engan hátt úr völdum viði, einfaldasta gerð a spjaldahurð. Eg knúði dyra og lauk upp, og nú stóð ég í helgidómin- uin, sem mig halði svo olt dreymt um í fullri vöku. Framundan er gaflveggur hússins og hyllur tun hann þvcran með handritum og nú sá ég að Árnasafn er að húsa- kynnum aðeins eitt herbergi afþiljað með ómerkilegu timb urþili frá aðalbókasalnum og þvert yfir hann eins og eitt stafgólf í enda mikillar bað- sLofu. Mér datt í hug gamla baðstofan í Viðvík og Litla- Húsið þar sem talið var í ungdæmi mínu að enn eymdi eftir af viðum og um búnaði frá því er Espholin sat og reit árbækur sínar. Eg reyni ekki að lýsa því er ég sá og fann í Árnasafni þá litlu stund, er ég stóð jjar við. „Undrandi renndi ég augum með bókanna röðum eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöðum“, — segir Jón Helgason í hinu glæsilega og niðþunga kvæði sínu: 1 Árnasafni. — Vel er um allt gengið, ekki vantar það, en hrelldur gekk ég út jiaðan og Jjó með jjakksemd í huga fyr- ir að hafa séð og handleikið nokkrar gersemar íslenzks anda. Séð handaverk liðinna alda þegar verkið var meira en eining og tímakaup, |>eg- ar vinnugleðin veitti jjolin- mæði og mótaði afköstin — lýsti handrit og bréf. En þakklætiskennd mín var einn ig mörkuð þeim hrolli. sem l gettir gripið niaim við síðustu lorvöð og á fremsta hlunni. — Á morgun cr Árnasafn ef til vill ekkert nema ösku- hrúga. Ein eldspýta, sem ó- vart fellur úr hendi. Elding sem slær niður. íkveikja frá rafleiðslu. Ekki þarf meira til svo að Árnasafn brenni öðru sinni. í stuttu máli: hvernig má slíkt vera, að slíkt safn sem Árnasafn, skuli vera svo úr hófi gálauslega geymt í cld- hættu við útvegg. Það er meginatriði. Hitt er minna bg þó minnisvert, að Jjví skuli ekki vera meiri sómi sýndur en svo, að safnið er aðeins eitt herbergi, sem um leið er vinnuherbergi þess, sem safn ið annast og jjeirra, scm |iang að Jjurfa að líta og leita. Og FYLKIR mólgagn Sjálfstæðisflokksins Úfgefandi: Sjálístæðisfél. V'estmannaeyja Rifstjóri og ábyrgðarm.: Gunnar Hlíðar Sími 203 - Box 16 Augiýsingastjóri: Finnbogi Friðfinnsson Prenfsn'iio|an Eyrún h. f. ekki er nú minningu og „gjöf“ Árna Magnússonar meiri sónii sýndur af Háskól- anum í Kaupmannahöfn en svo, að bækur Árna aðrar en handrit eru dreifðar um allt háskólabóksafnið eftir efni og niðurröðun, en eru ekki varð veittar sem sérdeild í safninu, gætir þeirra því að engu og enginn, scm skoðar Árna- safn verður þeirra var. Ekki veit ég hvort að sérstök skrá cr til yfir þær, og ekki veit ég hvort að Flateyjarbók er geymd í konunglegu bóka- hlöðunni. Sein leikmanni á þessu sviði l’innst mér það sannarlega mikið atriði í við- ræðum íslcnzkra mennta- manna og íslenzkra ylirvalda við Dani, um endurheimt Árnasafns og eðlilegan heiin- llutning þess, er sameignar- búið dansk-íslenzka er gert upp að Itill og í bezta bróð- erni, hve ömurlega er nú að Árnasafni búið og það gá- lauslega geyint, eyðileggingu auðveldlega ofurselt ef hvers- dagslegt slys ber að höndum. En jjá cr þess að minnast og spyrja: Hver undirbúning ur er hér heima fyrir til jjess áð laka á móti Árnasafni? j Ekki má minna vera en að yfir jjað vcrði byggt sérstakt hús á Háskólalóðinni. Lítið fagurt hús — ,,musteri“ — en umfram allt eld, jarðskjálfta og rakatraust. Það ætti ekki að kosta meira en bjargálna- manna íbúðarhús kosta nú í Reykjavík, og til þeirrar bygg ingar vill vonandi hver ein- asti íslendingur, sem korninn er til vits og ára gefa pening, beint eða óbeint. En cf að svo illa skyldi nú úr rætast, sem ég ógjarnan vil trúa, að Árnasaln eigi ekki heiinvon í bráð jjá verður jjað sannar- lega að vera verk íslenzkra manna að lmippa svo við Dönum að Árnasafn fái án tafar önnur húsakynni og ör- uggari heldur en nú er. Húsa kynni, jjar sem safninu er ó- Framhald ó 3. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.