Fylkir


Fylkir - 22.09.1950, Blaðsíða 1

Fylkir - 22.09.1950, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfsiæðis- flokksins 2. árgangur. Vestmannaeyjum 22. sept. 1950 16. tölublað. Fáheyrð fundarsköp veittu klíkunni sfundarfrið! i 9 manns, þar af 5 starfandi hjá K. f Verkamanna og 2, sem ekkert eru við verzlun, eða skyld störf riðnir, kjósa fulltrúa á Alþýðusambandsþingið. 33 starfandi verzlunar- og skrifstofu- fólk frá 20 fyrirtækjum vísað á dyr á meðan þessi einstæða athöfn í Verzl- unarmannafélaginu fór fram. Upphaf máls þessa er, að verzlunarfólki bæjarins var farið að leiðast sá háttur, sem ríkt hefur hér nokkur undanfarin ár, að stéttarfélag þess hefur verið einkafyrirtæki stjórnarmeð lima og starfsfólks fyrirtækis, sem lengi hefur legið við borð, að liði undir lok, ef marka má neyðarköll þess til verndar til- veru sinni. Því var það, að fyrir síðasta fund höfðu 33 starfandi verzl- unar- og skrifstofufólk frá 20 fyrirtækjum óskað eftir upptöku í félagið, ef það mætti verða til þess, að félagið dæi ekki út með fyrirtæki hinna ,,ötulu" forvígis- manna þess. Þegar komið var á fundarstað var ekki laust við, að hálfgerður drungi væri í lofti, og mátti sjá „þunnleita" anda á sveimi í ná- grenninu og svifu sumir jafnvel inn í fundarsalinn, áður en fund ur hófst. Eftir að „hinir 9" voru setztir virtist þó sem öllu væri borgið. Formaðurinn í fé- laginu, sem sérstaklega hefur á stefnuskrá sinni að safna og taka á móti nýjum félögum, kom út úr fundarsalnum og bað hina nýju félaga að hafa sig afsakaðan á meðan kosning á Alþýðusambandsþingið færi fram. Er „hinir 9" höfðu innt af hendi skyldu sína við formann sinn, var hinum nýju félögum boðið inn í fundarsalinn, til þess að vera viðstaddir afgreiðslu annarra mála, sem fyrir fundin- um lágu.. Segja mátti um þau góðu hjú sem sátu á innsta bekk hjá for- manni sínum, að oft hefur sést blíðara yfir ásjónu þeirra, en þegar nýju félagarnir þyrptust inn fyrir, annars má g.?ta þess að formaður,bauð alla velkomna og átti hann varla orð til að lýsa þeirri velþóknun, sem hann hafði yfir komu hinna nýju félaga. Formanni tókst framar öllum vonum að lesa upp inntökubeiðn irnar og fá þær samþykktar, en þó gat einn af hans gömlu fé- lags- og flokksbræðrum ekki á sér setið að „hotta" á hann, og var það sízt gustuk, þegar svona stóð á. Um leið og síðasta inn- tökubeiðni hafði verið samþykkt, sleit formaður fundi, og kom þannig algerlega í veg fyrir, að hinir nýju félagar gætu neitt að- hafst, þar sem lög félagsins kveða svo á um, að enginn telj- ist fullgildur félagi fyrr en hann hefur skrifað undir ölg félagsins og greitt sitt inntökugjald. Síðar hefur upplýstst, að for- maður hefur ekki verið of á- nægður með sitt hlutskipti þar sem hann lét kjósa sig með handauppréttingu og framdi þar með skýlausf brot á 33. gr. laga A.S.Í. þar sem orðrétt segir: Kosningar fulltrúa og varafulf- trúa á þing Alþýðusambands ís- lands fara fram skriflega á fé- lagsfundi. Auk þess er vitað að einn af „hinum 9" er fullgildur félagi í Verkalýðsfélaginu, og er það enn frekari sönnun á óðagoti þvi og óstjórn sem alls var ráðandi á fundinum. Hinir nýju félagar munu ekki láta slíktofríki og þverbrot á öll- um fundarsköpum, sem almennt tíðkast, aftra sér í einu, enda þegar búið að kæra til stjórnar A. S. í. fyrrgreinda málsmeð- ferð, og þeir, sem heyrt hafa um „Selfossmálið" svo nefnda, munu ekki í neinum vafa um endalok málsins. Verzlunarfólk hér í Eyjum mun ekki í framtíðinni sætta sig við þannig móttökur sem því var boðið upp á í Verzlunar- mannafélaginu s.l. mánudags- kvöld og er samstillt um að byggja sín tamtök upp á mann- sæmandi hátt, og vinna í ein- ingu og friði að þeim málum sem til heilla og hagsældar miða fyrir meðlimi þeirra. Jóh. Friðf. Slarf Leikfelags Vestmannaeyja hafið Um þessar mundir dvelur hér Einar Pálsson, leikari á vegum Leikfélags Vestmananeyja. Hann starfar við leikstjórn á leik ritinu Kinnarhvolssystur. Leik- ritið er sænskt en er þýtt af Indriða Einarssyni og hefir það verið leikið víðar um land. Ég brá mér á tal við Einar um starf hans hér og hann sjálfan. Fékk ég hjá honum ýmsar upplýsing- ar. Svo sem mörgum er Ijóst, er- fylgst hafa með leikhúsmálum á yfirstandandi ári, er það ár mjög merkilegt í sögu leiklistarinnar í landinu og mun marka ný tíma mót. Það sem flesta rekur minni til er opnun Þjóðleikhússins, og er það merkur viðburður, svo lengi, sem til 'hefir staðið. Annar við- burður hefir einnig átt sér stað, sem færri hafa veitt athygli, en ég er í vafa um hvort er, að sínu leiti minna merkur. Þetta er stofnun Sambands islenzkra leik félaga. Allir munu fagna opn- un Þjóðleikhússins, en jafnframt vita það allir, að sú stofnun verður fyrst og fremst Reykja- vík og umhverfi til ánægju, enda eiga, Reykvíkingar og nágrann- ar, fullan rétt þeirrar ánægju, svo mikill hluti þjóðarinnar, sem þar býr, en þeir sem ekki ná til Þjóðleikhússins vilja líka njóta Sambands íslenzkra leikfélaga. Einar tjáði mér að það væri ætl- u nSambandsins að útvega ein- stökum félögum samtakanna leikstjóra, búninga, leiktjöld og annað, sem nauðsyn krefur til leiksýninga, og væri Leikfélag Vesitmannaeyja fyrsta félagið, sem nyti þessa samstarfs. Hann sjálfur starfaði hér á vegum sambandsins og mun félagið fá leikbúninga frá Leikfélagi Hafn- arfjarðar. Ég bað nú leikstjórann að gefa mér nokkrar upplýsingar um sjálfan sig. Einar er sonur dr. Páls ílófssonar tónskálds og organleikara, sem allir þekkja. Margir Vestmannaeyingar munu einnig kannast við Einar, þó ekki í sjón, þá í raun. Einar var stjórnandi útvarpsþáttarins „Lög og létt hjal". Einar er ungur að árum en hefir þegar aflað sér mikillar menntunar í leikstjórn og leik- list. Einar hefir lokið prófi frá hinum enska konunglega leik- skóla. „The Royal Academy of Dramatic Art". — Þegar eftir að hafa lokið námi í leikskól- anum, hóf hann starf hjá enska útvarpinu B. B. C., og kynnti sér sérstaklega útvarpsleikstarf- semi. Einnig starfaði hann hjá hinu þekkta kvikmyndafyrirtæki Arthur Rank að því að gera ís- lenzkan texta við kvikmyndina „Hamlet". Eftir að Einar kom heim fyr- Framh. á 4. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.