Fylkir


Fylkir - 22.09.1950, Blaðsíða 4

Fylkir - 22.09.1950, Blaðsíða 4
4 FYLKIR Félag ungra Sjálfstæðismanna heldur Kvöldvöku í Samkomuhúsinu n.k. laugardag 23. sept. n.k. hefst kl. 9 e. h. SKEMMTIATRIÐI: Stuttar ræður. Frú Guðfinna Thorberg skemmtir. Einar Sturluson óperusöngvari syngur með aðstoð Jóns Stein- grímssonar. DANS á milli atriða. Borðin í salnum. Ath. Nýjir félagar geta látið innrita sig áður en skemmtunin hefst. F R A N S K A Linguaphone námskeið DANSKA — FRANSKA. Nýtt. complett, til sölu. Verð 500,00. Karl Ó. J. Björnsson. Víðidal. R úg m j öI Nokkrir sekkir af gáðu rúgmjöli til sölu næstu daga. Karl Ó. J. Björnsson. Víðidal. Vantar góða slúlku til afgreiðslustarfa. Karl Ó. J. Björnsson. Víðidal. Utvarpsviðgerðir Opna á mánudaginn útvarpsviðgerðarstofu að Reyni. Sigurbergur Hávarðarson Hvíslingar ganga manna á milli í bænum um það, að Helga Ben. muni vera nokkurn veginn Ijóst hvað sé að gerast í rannsóknarstofunni í nágrenni við skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins, sem hann þó þóttist ekki í Framsóknarblaðinu ekki alls fyr- ir löngu. Vafasöm styrktarstarfsemi af hálfu bæjarins er það að margra dómi að vera að gefa fleiri hundruð á mánuði með Högna lögfræðingi á hótel H. B. eða um kr. 1000, á mánuði, sem hann gæti fengið lægra uppi- haldið í Rafstöðinni. Segja má að Helgi Ben. hafi ekki til ein- skis komist í bæjarstjórnarmeir- hlutann. Ritstjórnarliðið hjá Eyjablað- inu mun vera á hnotskóm þessa dagana við að leita sér að ann- arri framhaldssögu í blaðið, til þess að geta haldið því úti. Því þar sem kommar eiga að heita í meirihluta (undir handarjaðri H. B. og Þ. Þ. V.) þá geta þeir ekki fundið að neinu á meðan, en öðruvísi geta þeir ekki skrif- að. Þorsteinn Viglundsson, getur ekki hætt að hugsa um annað en hið mikla embætti í verðlags- dómstól þessa bæjar, sem hann hefur verið skipaður í. Hefur hann sennilega haldið eftir því sem stendur í Framsóknarblað- inu 30. ág. s.l. að hann hafi mist alla sína æru eftir að Stóri dómur var birtur opinberlega, en hann kemst svo að þeirri niðurstöðu að líklega hafi hann verið dæmdur fyrir að segja satt, fyrst hann fékk hið mikla embætti. Framsóknarmenn voru lengi búnir að ræða um það, áður en þeir komust í bæjarstjórnarmeiri hlutann, hvað þeim fyndist reikningar bæjarins koma seint fyrir almenningssjónir, en lítið hefur breytzt til batnaðar eftir að þeir komust sjálfir á milli rekkjuvoða rauðliða. Þorsteinn Víglundsson situr með sveittan skallann við að reyna að réttlæta kaup hafnar- innar á V2 m.b. Léttir. En eins og kunnugt er var það eitt af kosningaloforðum Framsóknar við síðustu bæjarstjórnarkosning ar að höfnin fengi sér hent- ugan bát, sem hún starfræki al- gjörlega ein og hefði allan á- góða af. Helga Ben. & Co. virðist nú allt vilja til vinna svo Filipus geti haldið í þennan aukaspena sinn áfram. Enda er Framsóknarflokkur- inn helzti bitlingaflokkur lands- ins. Skólastjóri Húsmæðra- skóla Akureyrar, óskar eftir unglingsstúlku til að gæta 2ja ára barns. Nánari upplýsingar hjá Guðrúnu Loftsdóttur Helgafellsbraut 18 Leikfélag V. E. Framhald af 1. síðu. ir um 1 Vi ári, hefir hann starf- að hjá Leikfélagi Reykjavíkur og víðar. Lék hann hlutverk í Volpone og einnig í Hamlet o. fl. Þá hefir Einar starfað hjá Leik- félagi Akureyrar og víðar, að leikstjórn. Þá má geta þess, að Einar er flugmaður og kom hann hingað fljúgandi sinni eigin flugvél. Ég spurði hann hvort ekki væri dýrt að eiga einkaflugvél, en hann svaraði því til, að ekki kostaði það meira en margur eyddi í brennivín. <■ Nú, þá hefir Einar, í sumar starfað, sem framkvæmdastjóri hjá Fegrunarfélagi Reykjavíkur en það starf nær naumast út fyrir Reykjavik, nema hvað dóm- urinn um fegurðardrottningu Reykjavíkur varð nokkuð um- ræddur víða um land. En þar var Einar einn í nefnd. Nú snérum við okkur að leik- ritinu, sem hann vinnur að að koma á svið hér. Svo sem ég sagði í upphafi er leikritið sænskt en gæti á margan hátt verið samið eftir íslenzkum þjóð- sögum. Um hvernig leikurinn muni takast taldi Einar sig ekki vera réttan aði|a að dæma. — Hann gerði sér persónulega góð ar vonir um árangur og um sam- starfið við leikarana sagði hann, að það væri með eindæmum gott. Frumsýning fer fram í kvöld (föstud. 22. sept.) Að lokum spurði ég, hvernig honum litist á sig hér í Vest- mannaeyjum. Það gætti svo mikillar aðdáunar í rödd hans, þegar hann svaraði spurningu minni, að ég hreifst með og gleymdi að hafa eftir honum orðin, sem hann lýsti fegurð Eyjanna með og ánægjunni af dvöl sinni hérna. Síðan tjáði hánn mér, að hann hefði þegar ákveðið að koma hingað næsta sumar, með konu sína og njóta hér sumar- leyfis síns. Togaradeilan Sáttatillaga í togaradeilunni lögð fram. Atkvæðagreiðsla um tillöguna fór fram í gær. Síðastliðinn mánudag lagði sáttanefndin í togaradeilunni, sem starfað hefir látlaust síðan hún tók til starfa, að lausn deil- unnar fram miðlunartillögu. Bléðmör Mjög góðar rófur á 3 kr. kg. I S H Cl S I Ð

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.