Fylkir


Fylkir - 13.10.1950, Side 1

Fylkir - 13.10.1950, Side 1
Málgagn Sjáifstæðis- flokksins Vestmannaeyjum, 13. okt. 1950 18. tölubiað. 2. argangur. Athafnafrelsi í stað ofstjórnar íslendingar hafa svo oft bæði í ræðu og riti verið minntir á kúgun Dana og það ófremdar- ástand sem hér ríkti bæði í verzl unar og athafnamálum lands- manna á meðan að þeir rétðu hér lögur og lofum. Verzlunar- stéttin og þjóðin öll minnist ár- lega þeirra manna, sem með framsýni og óbifanlegri trú á mátt þjóðarinnar, tóku upp bar- áttuna við hina dönsku verzlun- areinokun. Framtak þessara manna og sá árangur, sem þeir náðu, varð til þess, að þjóðin vaknaði til meðvitunar um mátt sinn og jnegin. í kjölfar þess á- rangurs, sem náðist í verzlunar- málunum og þá fyrst og fremst á sviði útgerðarmálanna. Menn létu sér ekki nægja lengur.að horfa á hin erlendu fiskiskip moka upp aflanum fast upp við strendur landsins, heldur gerð- ust smátt og smátt virkir þátt- takendur, með breittum veiði- aðferðum og stækkandi skipa- stól. Þess ber að geta og má aldrei gleyma, að á þessum tíma voru menn frjálsir athafna sinna, bæði á sviði verzlunar og í at- vinnumálum og að sá árangur, sem náðist var fyrst og fremst og eingöngu að þakka því at- hafnafrelsi sem hér ríkti. Því miður verður ekki annað séð, en að þjóðin sé í dag kom- in yfir hundrað ár aftur í tím- ann á þessu sviði, þannig að ást standið er nú lítið eða ekkert betra, en það var á tímum dönsku einokunarverzlunarinn- ar. Einstaklingurinn og réttindi hans eru að hverfa fyrir alræði fárra nefnda. Stöðugt hefur at- vinnufrelsi manna verið heft í fleiri og sterkari fjötra. Ný bönn og nýjar kvaðir hafa verið til- kynntar, og nýjar hindranir hafa verið fundnar upp til að gera alla framleiðslu, verzlun og aðr- ar athafnir manna erfiðari og flóknar og þungar fjársektir lagðar við ef út af er brugðið. Jafnframt hafa nýjar nefndir, sem flestar eru rándýrir bagg- ar á ríkissjóði, eða framleiðend- um orðið til. Framleiðendur og verzlunarmenn þurfa að e/ða miklum tíma sínum og lífi i að hlaupa á milli ráða og nefnda með umsóknir sínar, oft án nokk- urs árangurs. Svo mikið er brjál- æðið orðið í þessum efnum, að mönnum er óheimilt að ditta að húseignum sínum eða h j .lóð- um, ef til þess þarf sememnt eða annað erlent efni, nema með leyfi opinbers aðila. Nærtækt dæmi um þetta er dómur hæsta- réttar, þar sem viðkomandi aðili var dæmdur í 800 króna sekt fyrir að steypa garð í kringum lóð sína, án leyfis eða í banni fjárhagsráðs. Slíkt hefði orðið frægt að endemum á sínum tíma og lifað í sögu þjóðarinnar, ef dönsku kúgararnir hefðu beitt landsmenn slíkum fantatökum. í dag eru þetta lög á íslandi. Viðskipti framleiðenda hér við innflutningsyfirvöldin eru löngu kunn. Mörg dæmi eru til fyrir synjun nauðsynlegra veiðarfæra, synjun fyrir nauðsynlegum á- höldum eða "verkfærum til hrað- frystihúsanna, synjun fyrir nauð- synlegum vélahlutum til bátaflot ans. Nærtækasta dæmið í þess- um efnum er umsókn Guðna Grímssonar, skipstjóra, um 500 króna innflutningsleyfi fyrir véla hlutum, sem ekki fékkst af- greidd hjá Viðskiptanefndinni fyrr en þingmaðúr kjördæmis- ins skarst í leikinn. Menn sem skilað hafa þjóðarbúinu miljón- um í erlendum gjaldeyri, eru hundsaðir þegar þeir þurfa jafn smávægilegan innflutning og þetta, til að halda atvinnurekstri sínum gangandi. Nú er það vitað, að vegna aflabrests síldveiðanna og af fleiri ástæðum, hefur þjóðin átt við nokkurn gjaldeyrisskort að búa. En hversvegna ekki að sníða stakk eftir vextiP Banna innflutning á öllum óþarfa og „lúxus" meðan að svo er, en hafa frjálsan innflutning á nauð synjum almennings bæði til fæð- is og klæðis og þess, sem fram- leiðslan þarnast. Ef útflutningur framleiðslunnar væri gefinn frjáls, og framleiðendum væri gefinn kostur á að nota þann gjaldeyri seem þeir afla, annað hvort beint eða í samstarfi við Frá Oxford- Eins og bæjarbúum er kunn- ugt dvöldu hér sumarlangt í ár 5 enskir stúdentar frá Oxford- háskóla við ýmiskonar vísinda- legar rannsóknir svo sem jarð- fræðirannsóknir, skordýra, fugla og gróðurs. Fóru þeir víðast um Heimaey og úteyjarnar og varð mjög mikið ágengt í störfum sín- um. Myndir tóku þeir af sér- kennilegu landslagi, jarðmynd- unum, fuglum, fuglaveiðum og atvinnulífsmyndir ýmiskonar sem og sérkennilegum hlutum, er ekki voru hæfir til burtflutn- ings, o. fl. Voru þeir mjög á- nægðir með vísindalegan árang- ur ferðarinnar til Eyja og sögðu hann meiri og merkilegri en þeir hefðu nokkurntíma getað látið sér til hugar koma. Til gamans má geta þess, að jarðfræðingurinn fann m. a. tvo stórmerkilega steingerfinga, sem hann í fljótu bragði áleit minnst milljón ára gamla og merkilega fyrir það, að finnast hér í Eyj- um. Var annað kúskels-stein- gerfingur fundinn suður í Aurar- skálum minni Klaufar og Stór- höfða-Víkur, en hitt var stór og mikill gras-steingerfingur (punt- strá o. fl.) fundinn nálægt Kapla gjótu, undan „Blátindi". Þá fundu þeir líka kristaliseraðan hörpudisk úti í Alsey, sem sízt mun yngri að árum en stein- gerfingarnir, o. m. m. fl. sem ekki verður talið upp hér. Voru verzlunarstéttina, mætti frekast koma framleiðslunni á arðbæran grundvöll. Tækist það myndu fleiri leita í framleiðsluna og aukin framleiðsla leiða af sér aukna gjaldeyrissköpun og skapa möguleika fyrir auknum innflutningi nauðsynja. Þannig gæti og myndi skapast samvinna milli þessara tveggja stétta — framleiðenda og verzlunarstétt- arinnar, án afskipta frá nefnda- bákni núverandi ofstjórnarskipu lags. Framh. á 4. síðu. Stútentunum þeir ákaflega hrifnir af þessum þremur vísindalegu fundum sín- um með tilliti til jarðfræðilegr- ar sögu Vestmannaeyja og hlökk uðu mikið til, að geta „lagt þá á borð" fyrir erl. vísindamenn við háksólann. Fuglalíf Eyjanna rannsökuðu þeir mjög gaum— gæfilega sérstaklega þó svölurn- ar, litlu og stóru. Skordýrum ýmiskonar söfnuðu þeir í hundr- aðatali og fluttu með sér ásamt öllum tegundum gróðurs í Eyj- um. Var safn þeirra mjög stórt og vel um búið og skrásetning- ar allar nákvæmar út í yztu æsar. Stúdentarnir tóku sér far héð- an fimmtudaginn 7/9 með m.b. Skógafossi til Reykjavíkur, en þaðan fóru þeir svo með „Gull- fossi" til Englands á laugardag. Þegar þeir voru nýlega farnir fram hjá Eyjum átti ég tal við fyrirliða þeirra, H. Sauthon, og bað hann mig þá að skila beztu kveðjum og alúðar þakklæti til hinna mörgu Eyjamanna, sem liðsinntu þeim í störfum þeirra og auðsýndu þeim margskonar velvilja og gestrisni, en sem þeir komust ekki yfir að kveðja áður en þeir héldu frá Eyjum. Mó hiklaust fullyrða, að þeir voru innilega hrifnir af Eyjunum og vinsamlegum viðtökum eyja- búa enda rómuðu þeir hvort- tveggja mjög, meintu það hjart- Framhald á 4. síðu

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.