Fylkir


Fylkir - 20.10.1950, Blaðsíða 4

Fylkir - 20.10.1950, Blaðsíða 4
4 FYLKIR Neðan frá sjó Kaeliskipið Vatnajökull var hér á þriðjudaginn og miðviku- daginn og iestaði allan þann freðfisk sem hér liggur og verk- aður hefur verið fyrir Ameríku- markað. Var hér um að ræða þriðjung af því magni sem skip- ið lestar eða 10 þús. kassa og 35 tonn af heilfrystri stórlúðu. Héðan fór skipið vestur á firði og á Húnaflóa-hafnir. Afli í dragnót hefur verið sáratregur að undanförnu og má segja að ördeyða sé. Tveir bátar stunda botnvörpu- veiðar hér við Eyjar, Suðurey og Heimaklettur. Afli hefur verið tregur, þó fékk Heimaklettur 10 — 12 tonn eftir 3 sólarhringa útivist. Var aflinn mest stór ýsa. Páll í Þingholti er með Heima- klett og er ætlunin að sigla með aflann á enskan markað, — svo fremi að tíð og aflabrögð levfi. — Lifrarverðið: Samkv. upplýs- ingum frá formanni Lifrarsam- lagsins Jóh. Þ. Jósefssyni verður endanlegt verð á lifur á þessa árs framleiðslu 2 krónur pr. kg. Hefur þegar verið greitt til fé- lagsmanna kr. 1,40 pr. kg., en afgangurinn, 60 aurar, mun verða greiddur mjög bráðlega, eða þegar sá farmur af lýsi héð- an, sem nú er á leiðinni í er- lenda höfn, kemur þangað. Þá skýrði Jóhann einnig frá því að Lifrarsamlágsstjórnin hefði á- kveðið að þeim félagsmönnum, sem ættu inni í samlaginu í sér- eignarsjóði, en væru nú hættir útgerð, skyldi greidd inneign sín. Síldin: Reknetabátarnir eru nú orðnir yfir 30, sem héðan stunda veiðar. Þessa viku hafa þeir mest sótt vestur. Afli hefur ver- ið rýr, flesta dagana og alltaf mjög misjafn, en einna verst gegndi þó í gær þegar enginn bátur, að einum undanteknum, fékk síld. Mánudagurinrt var bezti dag- urinn, þá komu á land rúmar 800 tunnur og var Baldur þá aflahæstur með um 90 tunnur. Þriðjudaginn var dagaflinn lið- ugar 300 tunnur og var Erlingur þá aflahæstur með um 100 tunnur. Aflahæstu bátarnir yfir Vest- mannaeyjaflotann mun vera ís- leifur, Ófeigur og Veiga allir með milli ló og 17 hundruð tunnur. — Alls mun búið að salta hér í 8273 tunnur og skipt ist aflinn þannig á söltunarstöðv arnar: Hraðfrystistöðin 3607 Talsvert urg hefur verið í Framsókn að undanförnu út af endurskoðun og reikningsskil- um hjá bænum og fyrirtækjum hans. Hafa þeir í Framsókn að- allega viljað urn kenna seina- gangi í endurskoðuninni. End- urskoðandi bæjarins hefur nú svarað þessu urgi með bréfi til fjárhagsnefndar, þar sem liann skuldbindur sig til þess að skila reikningum livers árs tveimum og hálfum mánuði eftir hver áramót, þannig að reikningar ársins 1950 yrðu tilbúnir 15. marz 1951, svo fremi að ekki standi á nauðsynlegum skilríkj- uin frá hendi bæjargjaldkera. Samþykkti fulltrúi Framsóknar í fjárhagsnefnd þetta ásamt öðr- um — svo að nú virðist ekki þörf á frekari áhyggjum — svo fremi að Hrólfur standi sig, og hver efast um það — en trúlega verður hann að herða gönguna, ef hann á að hafa reikninga árs- ins 1950 tilbúna 15. marz 1951, þegar reikningar fyrir árið 1949 eru ekki farnir að sjá dagsins ljós ennþá. Fjármálaráðherrann Eysteinn Jónsson gat þess í fjárlagaræðu sinni, að þeir starfsmenn ríkis- ins, sem náðugustu daga hefðu skiluðu föðurlandinu 381/f, klst. á viku. Veiður þetta að teljast þræla meðferð samanborið við skrif- stofulið bæjarins, er skilar 32— 34 tímum á viku. Væri ekki úr vegi, að þeir menn innan meiri- hlutans sem drýgst hafa talað og skrifað um sparnað í rekstri þess opinbera gerðu alvöru úr skrif- um sínum og reyndu að vera þó ekki lakari méð vinnubrögð á bæjarskrifstofunum, en það sem lakast er hjá ríkinu. tunnur, ísfélagið 1 158 tn. og Vinnslustöðin 3508 tunnur. Vöruflutningaskipið Katla kom hingað í gær er skipið með 2000 tonn af salti frá Spáni. Saltið er til Vinnslustöðvarinn- ar. Mjög erfitt er um húspláss undir allt þetta salt, og yfir- leitt ekki séð fyrir endann á hvort það tekst að losa allan farminn hér vegna þessa, eins og upphaflega var þó ákveðið. Uppskipun byrjaði í gær og mun standa í 5 daga. Mótornámskeið Fiskifélagið heldur hér að þessu sinni mótornámskeið við betri skilyrði en nokkru sinni áð- ur. Sú hefur þó orðið hin sorg- lega raun á, að færri hafa sótt þetta námskeið en flest önnur, er hér hafa verið haldin undan- farin ár. Ég geri ráð fyrir að or- sakir til þessa séu þar fyrst, síldarleysið í sumar og þar með bág afkoma sjómanna, og í ann- an stað síldveiðarnar núna og sú atvinna sem skapast hefur í sambandi við þær. Kostnaðurinn við að halda svona námskeið er mikill og má heita sá sami hvort nemendur eru hæfilega margir eða færri, en hlutfallslega verður kostnað- urinn meiri eftir því sem færri ery þátttakendur. Okkur sem unnið höfum að því að skapa vélstjórum hér betri skilyrði til menntunar eru þetta sá r vonbrigði, og óttumst við að þessi slæma þátttaka í námskeiðinu nú geti orðið hindr- un í að ná þeim árangri sem við höfðum hugsað okkur á þessu sviði. Ég vil því hér með hvetja þá menn, sem löngun hefðu til að sækja námskeiðið, en einhverra orsaka vegna ekki treysta sér til þess að endurskoða afstöðu sína og ryðja öllum tálmunum úr vegi, og gerast þátttakendur þeg ar í stað. Einnig vil ég skora á skip- stjóra og atvinnurekendur, sem hafa efnilega menn í þjónustu sinni að hvetja þá og hjálpa til að sækja mótornámskeiðið. Enn er ekki of seint að gerast þátt- takandi — en það verður að gerast strax. Alltaf er hörgull á vélstjórum á bátaflotann og véltæknin í landi eykst með hverju ári, svo vélaþekking er sannarlega nauð- synleg, fleirum en þeim, sem gera ætla vélstjórn að æfistarfi sínu. Páll Scheving. M.b. Týr kom hingað í gær. Var báturinn leigður til Kefla- víkur og hefur stundað þaðan reknetaveiðar. Var báturinn fyrst í stað fyrir Norðurlandi, en síðar hér fyrir sunnan. Hefur báturinn aflað um 4 þús. tunn- ur. — Árshátíð. Knattspyrnufélagið Týr hefur ákveðið að halda árshátíð slna 18. nóf. n.k., en íþróttafólagið ,,Þór“ næstu helgi á eftir eða 25. nóv. n.k. Hjónaband. S.l. laugardag voru gefin sam an í hjónaband af sóknarprest- inum, séra Halldóri Kolbeins, Helga Árnadóttir Bachmann frá Sandprýði hér í bæ og Guð- finnur Sigurjónsson. Heimili ungu hjónanna er að Kirkjuveg 20. Messað á sunnudaginn kl. 2 e. h. Héraðsfundur í Rangárvallaprófastsdæmi verður haldinn að Breiðabólstað í Fljótshlíð 29. okt. n.k. Sóknar- presturinn hefur gert ráð fyrir að sitja fund þennan. Bæjaráðstefnan. Ráðstefna sú, sem fyrirhugað var að halda hér dagana 22. og 23. okt. n.k. með fulltrúum frá bæjarstjórnum utan Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar, og bæjar- stjórnin hér hafðifboðað til, en þar skyldi ræða sameiginleg hagsmunamál þessara bæja, hef ur verið frestað — og kemur liklega aldrei til að verða haldin hér, vegna ónógrar þátttöku. Höfðu aðeins 4 bæir svarað játandi boði bæjarstjórnar hér af 10 sem boðið var. Nýr ræðismaður. Þann 2. október s.l. var Bjarna Sighvatssyni bankastjóra veitt viðurkenning sem vararæð- ismanni Noregs, hér. — Songstjori. Karlakór Vestmannaeyja hef- ur nýlega ráðið sér nýjan söng- stjóra, Guðmund Gilsson. Er hann kominn í bæinn og tekinn til við æfingar kórsins. Bridgekeppni. Tvímenningskeppni í Bridge á vegum Bridgefélags Vest- mannaeyja mun hefjast í kvöld í Samkomuhúsinu. Námskeið. Um þessar mundir stendur yfir hér í bænum námskeið í merðferð og notkun hinna svo- kölluðu Elna-saumavéla. Gunnar Ólafsson & Co. eru umboðsmenn hér í bæ fyrir xél- ar þessar og gefur firmað allar upplýsingar námskeiði þessu við víkjandi. Verkfræðingur. Guðmundur Þorsteinsson verk- fræðingur frá vitamálaskrifstof- unni er staddur í bænum og vinnur að kortlagningu hafnar- innar.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.