Fylkir


Fylkir - 03.11.1950, Page 1

Fylkir - 03.11.1950, Page 1
Nýtt kaupfélag Um síðasta atriðið þori ég að Eyjablaðið, sem út kom 28. þ. m. greinir frá því að í undir- búningi sé stofnun nýs kaupfé- lags hér í bænum. Það sem mesta eftirtekt vek- ur í sambandi við þessa frétt eru þær blekkingar, sem í sam- bandi við hana eru bornar á borð fyrir almenning í bænum. Þegar blaðið hefur gert grein fyrir ævilokum Kaupfélags Verkamanna, segir það að „í- búar þessa bæjarfélags megi ekki við því fremur en íbúar annarra bæja að vera án kaupfé lags". „Alþýða manna hér" á ekki að sætta sig við það hlut- skipti, heldur eiga menn að fylgja sér „allir sem einn" í hið nýja félag. Vel vita þeir, sem þetta rita að við hlið Kaupfélags Verka- manna hefur um margra ára skeið starfað annað kaupfélag, Neytendafélag Vestmannaeyja, en vafalaust er ummælunum ein mitt ætlað að varpa rýrð á það félag eða gera það tortryggilegt. Það, sem ummæli þessi gætu komið til vegar hjá þeim, sem ókunnugir eru er meðal annars það að N. V .væri svo lítið að í raun og veru væri engin á- stæða til að taka það til greina, eða að það starfi á öðrum grund velli en önnur kaupfélög, eða að það sé svo. „pólitískt" að þar eigi „alþýða manna" ekki heima. Um fyrsta atriðið er það að segja að í N. V. eru nú á sjötta hundrað meðlimir en það mun vera um helmingur þeirra sam- vinnumanna hér, sem kosið hafa að haga viðskiptum sínum á þennan veg. Starfsgrundvöllur N. V. er nákvæmlega sá sami og allra annarra kaupfélaga, þar sem lög þess eru sniðin eft- ir Samvinnulögunum og hefur N. V. að því leyti til sömu möguleika og önnur kaupfélög til að njóta stuðnings S. í. S. og að gerast meðlimur þess. fullyrða að N. V. er eins ópóli- tískt og frekast getur verið í bæ þar sem eins mikið er gert til að ala á pólitískri úlfúð og tor- tryggni og hér á sér stað, öllum almenningi tihleiðinda og tjóns, e nminnkunar þeim, sem þar hafa forystu. Þegar N. V. var stofnað, var Kaupfélag Verkamanna komið nokkuð á legg. Það var stofn- að af kommúnistum og notað sem áróðurstæki þeirra eins mik ið og eins lengi og hægt var. Vegna þessarar pólitísku af- stöðu, sem forustumenn félags- ins fóru ekkert dult með, voru margir samvinnumenn úr öðrum stjórnmálaflokkum sem frekar kusu að stofna annað félag á breiðari grundvelli og gerðust þess vegna hvatamenn að stofn- un N. V. Að sjálfsögðu voru sjálfstæðismenn fjölmennastir í þessum hóp þar, sem þeir voru úr stærsta stjórnmálaflokknum og sýndu þá eins og svo oft endranær að þeir eru sízt lakari samvinnumenn en aðrir. Af öðrum forvígismönnum N. V., sem ekki leyndu sínum póli- tísku skoðunum má nefna Krist- ján Friðriksson, sem kosinn var í fyrstu stjórn félagsins og þá s.r. Sigurjón Árnason og Svein Guðmundsson forstjóri, sem báð ir voru kosnir endurskoðendur fé lagsins. Ennfremur má geta þess að Þorsteinn Þ. Víglundsson hef- ur verið meðlimur félagsins frá upphafi, þó að lítið hafi borið á félagslegum áhuga hans þar. Ekki hefi ég hugmund um styrkleikahlutföll hinna pólitísku flokka í meðlimahópi N. V. nú, en ég veit með vissu að þar eru menn úr öllum flokkum eins og vera ber. Hitt er svo alveg sjálf- sagður og eðlilegur hlutur, að forystumennirnir veljast úr"hópi þeirra manna, sem eru svo heil- huga samvinnumenn að þeir sæki félagsfundi og léti sér ekki á sama standa um hag síns fé- lags. Að þessu athuguðu ætti það að vera augljóst, að það er eng- in knýjandi nauðsyn að stofna nýtt félag til þess að sjá al- menningi í bænum fyrir kaup- Framhald á 4. síðu Tónlistarskóli Vestmannaeyingar hafa senni lega veitt athygli auglýsingu í blöðum bæjarins þess efnis að skóli tónlistarfélagsins muni nú á næstunni taka til starfa. Þar sem ég hefi verið einn af hvatamönum þess, að skóli þessi yrði stofnsettur, langar mig til að víkja að þessu nokkr- um orðum til leiðbeiningar þeim,, sem áhuga kynnu að hafa á þessu málefni. Við höfum hugsað okkur að skóli þessi starfaði með líku sniði og skólarnir á Siglufirði og ísafirði. Verður tekið á móti bæði byrjendum og þeim, sem eitthvað hafa lært áður. Ætlunin er að haga kennslu' þannig, að hún geti orðið hverjum einstakl- ingi að sem beztum notum. Þroskameiri nemendur fá sér- tíma í hljóðfæraleik en tónlistar saga og tónfræði verður kennd þeim í hóp eða hópum. Gera má ráð fyrir, að tilgangslaust sé að kenna yngri börnum sögu og tónfræði og verður þeim vænt- anlega kennt 2—3 saman og verður skólagjald þeirra þá lægra. Námsgreinar verða til að byrja með orgel- og píanóleikur, tónlistarsaga og tónfræði, en með nægilegri þátttöku geta aðr ar námsgreinar einnig komið til greina. Félagið hefir ráðið til sín kennara herra Guðmund Gils- son. Hann hefir mjög góð með- mæli frá dr. Urbantschitsch, sem er bezta trygging fyrir hæfni hans. Ég vil sérstaklega vekja at- hygli á því, að hér er um tii- raun að ræða, sem ætti að vera okkur Vestmannaeyingum metn- Bókarf regn Þorsteinn Jónsson Laufási: Formannsævi í Eyjum. Hlaðbúð, Rvík 1950. Endurminningar athafna- manna hafa jafnan verið tald- ar ein merkasta grein bókmennt anna með hverri þjóð. Er það og eðlilegt, þar sem þær verða ó- hjákvæmilega um leið brot úr sögu þess byggðarlags og þjóð- félags, sem hefur notið starfs- krafta slíkra manna. Auk þess eru þær á margan hátt lærdóms- ríkar fyrir yngri kynslóðirnar, sem eiga að taka við störfum hinna eldri og halda fram þeirri stefnu, er mörkuð var af þess- um mönnum, halda á lofti merki. dugnaðar, áræðis og framsókn- ar á sem flestum sviðum, því að í kjölfar kyrrstöðunnar siglir að jafnaði hnigntm og afturför. Fyrri helmingur 20. aldarinn- ar er eitt viðburðaríkasta tíma- bilið í sögu landsins. Upp úr aldamótunum síðustu byrjar verulega að rofa til í frelsismál- unum. Með auknu sjálfstæði og Framh. á 2. síðu. aðarmál að vel takist. Aðrir bæ- ir minni en Vestmannaeyjar hafa komið á hjá sér tónlistar- skólum. Fari svo, að þessu verði ekki gefinn sá gaumur sem við vonum að verði, kann svo að fara að félagið treysti sér ekki til að reka þennan skóla. En ég vona að til þess þurfi aldrei að koma. Skólagjaldi mun verða stillt svo í hóf sem frekast er unnt, en til að byrja með verður það kr. 200,00 pr. mánuð, en með styrk frá ríki og bæ og nægri þátttöku væntum við þess að hægt verði að lækka það til mik illa muna. Ég vil að lokum bera fram þá ósk, að þetta megi vel takast, byggðarlaginu til gagns og gleði. J. E.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.