Fylkir


Fylkir - 03.11.1950, Blaðsíða 4

Fylkir - 03.11.1950, Blaðsíða 4
4 FYLKIR Neðan frá sjó Síldin: Eftir langt hlé, fóru nokkrir reknetaveiðarar út ó miðvikudagskvöldið. Létu þeir „drífa" suður og vestur af Eyj- um, en fengu sóralítinn afla. Bezt var hjá Metu, fékk 10 tunnur, ísleifur 4, Guðrún að- eins rúma tunnu, og Ófeigur fékk ekki bröndu. — Dragnótin: Enn er mjög dauft yfir dragnótafiskiríinu. Aðeins 4 bátar hafa farið á sjó í vik- unni, en afli yfirleitt tregur. Þó var ágætt hjá tveimur bátum á mánudaginn, Þór og Víking, fengu þeir 214 tonn eftir dag- inn. En síðan hefur verið sára- tregt og það svo að á miðviku- dag var bezt hjá Mýrdæling 700 kg. — Botnvarpan: Einn bátur hefur nú bæ*t við á botnvörpuveiðar, er það Björg. Fór báturinn út á miðvikudaginn, en gat að- eins togað í stundarfjórðung, en þá bilaði vélin og varð hann að koma inn. „Suðurey" hefur far- ið þrisvar út í vikunni en fengið lítinn afla. Heimaklettur sem legið hefur inni vegna vélabil- unar komst loks út á miðviku- dagskvöldið, en kom inn f gær- morgun með slasaðan mann. Gat báturinn aðeins tekið eitt hal, og fékk tvo poka, sem er á- gætur afli, var það mest þorsk- ur. Helgi Helgason býst nú á botnvörpuveiðar. — Danmerkurför Vonarinnar. Einhver myndarlegasta útgerð í þessum þép er útgerð þeirra Holtsbræðra. Eru þeir mjög vak andi með að gera hlutina sem ódýrasta, og einn liður í þeirri viðleitni var er þeir sigldu bát sínum „Vonin" til til Danmerk- ur fyrir nokkru og létu skipta þar um vél í bátnum. Ég hitti Guðmund í Holti í fyrradag og fórum við að rabba um þessa Danmerkurför. Meiningin var auðvitað, sagði Guðmundur, að fá „niðursetn- ingu" á vélinni ódýra og út- vega okkur ýmsar nauðsynjar til bátsins. En það tókst nú ekki allskostar, þar sem við fengum ekki þvílíkt nógan gjaldeyri, og allar aðrar bjargir bannaðar af „ráðunum" í Rvík, svo sem að fara með saltfisk og selja ytra og fá að nota gjaldeyrinn í báts- ins þarfir.Áður fyrr átti maður afkomu sína undir, að maður hefði frjálsar hendur með að bjarga sér, og að sæmilega afl- aðist, en nú virðist afkoman mest háð duttlungum einhverra manna í hinum og þessum nefndum. Væri freistandi að að fara út í þetta frekar. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika komumst við samt af stað þann 15. ág., Áðalfundur Lifrarsamlagsins. Framhal daf 1. síðu. ins, Jóhann Þ. Jósefsson um framtíðarhorfur og starfsemi samlagsins. Benti hann á að lýs- isverðið hefði lækkað mjög á heimsmarkaðnum, sem bezt sæist af því að nú væri verðið rúmir 300 dollarar pr. smálest, en hefði verið þegar hæst var um 800 dollarar, svo að hækkað lifrarverð til útvegs- og sjó- manna nú er eingöngu vegna gengislækkunarinnar. Hinsvegar hefði greiðst heldur úr sölu- tregðu lýsisins, svo að nú væri mun auðveldara að losna við framleiðsluna. — Lifrarverðið í ár verður um 2 krónur pr. kg. eða 44 aurum hærra en í fyrra, og mun það hæsta verð sem greitt er hér á landi. — Stjórn samlagsins var öll endurkosin en hana skipa: Jóhann Þ. Jósefsson, Ástþór Matthíasson, Jónas Jónsson og til vara Ársæll Sveinsson og Tómas M. Guðjónsson. — og vorum með 20 tonn af fiski sem við höfðum aflað á 5 sól- arhringum. Var það „fínn" fisk- ur og seldist ágætlega, fyrir 1013 pund. Sögðu þeir mér í Grimsby, en þar seldi ég, að fyr- ir góðan fisk hefði í allt sum- ar verið gott verð. Þann dag, sem við seldum var mikill fisk- ur á markaðnum, var verðið yfirleitt gott enda sæmileg vara hjá flestum skipunum. Frá Grims by héldum við til Hundested, Danmörku, en þar var nýja vélin „sett niður". Gekk sú vinna mjög vel, en mun verður sú vinna dýrari en við gerðum okk- ur í fyrstu grein fyrir. Er sára- lítill munur á kaupi fagmanna hér og ytra, t. d. urðum við að borga rúmar 14 krónur fyrir hverja klukkustund er járnsmið- ur vann. Danirnir sýndu okkur mestu lipurð, og sannleikurinn er sá að við hefðum aldrei „klárað" þetta, eins og að okkur var bú- ið með gjaldeyrir, ef við hefðum ekki notið lipurðar og allskyns fyrirgreiðslu frá hendi seljanda vélarinnar að ógleymdri aðstoð Jóhanns Jósefssonar, sem mjög greiddi fyrir okkur og barðist eins og hetja við öll ráðin og nefndirnar. — Jæja, en allt hafðist að lok- um, við erum komnir heim með „Hundested" vélina, sem mér líst ágætlega á. Báturinn gekk á heimleiðinni 814—9 mílur, og var vélin mjög vægt keyrð. Og þrátt fyrir allt er ég mjög ánægð ur með ferðina, þó allt hafi nú ekki farið eins og við í fyrstu vonuðum. félagsviðskiptum. Það er á hinn bóginn mjög vel fallið til auk- innar sundrungar og togstreitu um pólitísk ítök. Allir munu sammála um að eitt kaupfélag geti betur fullnægt hlutverki sínu hér, en tvö eða fleiri slík félög, sem togist á um viðskipta mennina. Hersvegna á þá ekki að nota þetta tækifæri til þess að fylkja sér allir sem einn um eina kaupfélagið, sem nú er hér starfandi? Er e. t. v. meira framtíðarör- yggi í nýju félagi, sem hefur blekkingar og pólitíska valda- græðgi að hyrningarsteini? É'g get vel skilið að gömlum og góðum meðlimum Kaupfé- lags Verkamanna hrjósi hugur við að eiga að fara að fela okk- ur þessum voðalegu mönnum í stjórn N. V. sína forsjá í við- skiptalegum efnum. En ég get fullvissað þá um að þessi hroll- ur er alveg ástæðulaus, m. a. af eftirtöldum ástæðum: 1. Það er áreiðanlega auð- velt fyrir þá að tryggja sér sann- gjarna íhlutun um stjórn og starf féiagsins í framtíðinni. 2. Heilbrigð viðskipti verða að þoka öllum pólitískum sjón- armiðum til hliðar ef vel á að fara. 3. Það er framkvæmdastjór- inn, en ekki stjórnin, sem allur þungi hins daglega reksturs hvílir á, þó að ábyrgð hennar sé að sjálfsögðu mikil. En á- byrgðinni veldur stjórnin því að eins að í hana veljist vandaðir vakandi menn, en þeir finnast, sem betur fer, í öllum flokkum. 4. S. í. S. verður vafalaust valdamikill aðili í því félagi, sem kynni að starfa hér eitt og varðar þá litlu hvaða nafn eða stjórn það hlýtur. Steingrímur Benediktsson. 1 Tapast hefur veski með peningum og mynd um síðastliðið fimmtudagskvöld. Skilvís finnandi góðfslega skili því gegn fundarlaunum að Vest- mannabraut 56 A. Hárgreiður 2 gerðir kr. 1,65 og 3,85 Verzl. Björn Guðmunds. — Sími 73 — Slys: Það slys vildi til um borð í Heimakletti er hann var að togveiðum, að einn hásetinn Ólafur Jóhannsson frá Stíghúsi brotnaði um hné. Slysið vildi til með þeim hætti að „dekkpolli" slitnaði upp og slóst vír í Ólaf. Var mesta mildi að ekki hlaust af meira slys. Vestmannaeyjakvöld: Á sunnu daginn kemur verður kvölddag- skrá Ríkisútvarpsins helguð Vest mannaeyjum. Var dagskrá þessi tekin upp á plötur hér í Eyjum fyrir skömmu. Koma fram í dag- skrá þessari ýmsar þekktar per- sónur héðan, svo og ýmsir skemmtikraftar. Bridgekeppni: Tvímennings- keppni í bridge er hálfnuð. Keppt er' í tveim flokkum. Er Kristjana og Sigurður Óla efst í öðrum með 203 stig, en í hinum Alexander Gíslason og Sveinn Magnússon með 1 88 stig. Hjúskapur: S. I. sunnudag voru gefin saman í hjónaband í Reykjavík, Sigurbjörg Jónsdóttir og ísleifur Magnússon, vélstjóri, London. — Flugið: í október fluttu Flug- félögin á milli „lands og Eyja" 718 farþega, 16920 kg. af far- angri og vörum og 357 kg. af pósti. Af þessu flutti flugfélag- ið354 farþega 5860 kg. af vör- um og farangri og 207 kg. af pósti, en Loftleiðir 364 farþega 1 1060 kg. af vörum og farangri og 150 kg. af pósti. Um 20 flugdagar voru í mánuðinum. Messað á sunnudaginn kl. 2 e. h. Betei: Samkoma kl. 414 e. h. Hjúskcpur: S. I. þriðjudag 31. okt. voru gefin saman í hjóna- band af sóknarprestinum séra Halldóri Kolbeins Kristjana Ingi- leif Sigurjónsdóttir, Skógum og Grétar Skaftason. — Sama dag áttu foreldrar brúðarinnar Hólm fríður Guðjónsdóttir og Sigurjón Ingvarsson 25 ára hjúskapar- afmæli. — Iðnþingið: Iðnþingið verður haldið í Hafnarfirði að þessu sinni og hefst laugardaginn 4. nóv. n.k. Fulltrúar frá sam- tökum iðnaðarmanna hér eru Guðjón Scheving, Einar Sæ- mundsson, Óskar Kárason, Mari nó Jónsson, Ágúst Jónsson og Magnús Bergsson. —

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.