Fylkir


Fylkir - 10.11.1950, Blaðsíða 2

Fylkir - 10.11.1950, Blaðsíða 2
2 FYLKIR FYLKIR málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri og ábyrgðarm.: Björn Guðmundsson Auglýsingastjóri: Ágúst Matthíasson Pósthólf 117 — Sími 103 Prentsmi'ojan Eyrún h. f. Vegaviðhaldið Vegakerfi bæjarins er með hverju ári sem líður að verða víðfeðmara. Allaf er verið að byggja og þá gjarnan byggt í útjaðri bæjarins eða a. m. k. ekki við troðnar slóðir. Hversu heppileg þessi þróun mála er fyrir bæjarfélagið má endalaust deila um. Skiljanl^gt er hinsveg ar, að fólk sem leggur út í dýr- ar húsbyggingar vilji frekar vera þar, sem líkindi eru til að verði í framtíðinni beinar og góðar götur og ný hús. Hinu er svo aftur ekki a'ð leyna að þessi út- þensla bæjarins kostar bæinn stórfé í aukinni vegagerð og vegaviðhald. Bæjarfélagið eyðir árlega um 300—350 þús. kr. í nýja vegi og í vegaviðhald. Þetta er mikið fé, en verzt er, að þrátt fyrir þenn- an fjáraustur eru göturnar yfir- leitt mjög slæmar, þó virðist sem alveg hafi keyrt um þver- bak í haust. Til þess að bærinn geti risið undir vegaviðhaldi í bænum og um lei'ð séð borgur- unum fyrir sæmilegum vegum, er sýnilegt, að annað verður að koma til en það skipulag, sem hefur ríkt, en það er að dengja endalaust niður í göturnar mis- jafnlega heppilegum „ofaní- burði“. Á meðan ekki er hægt að steypa vegi, vefður að taka tæknina meira í þjónustu vega- viðhaldsins en er. Sá sem þetta ritar hefur bæði í veganefnd og í bæjarstjórn borið fram til- lögu um nauðsyn þess að bær- inn eignaðist veghefil. Hefur yfirleitt verið vel tekið í þetta mál, en hinsvegar ekkert að- hafst og hefur sjálfsagt margt komið til. Hitt er hinsvegar ljóst, áð bærinn getur því að- eins risið undir að hafa göturn- ar í sæmilegu ásigkomulagi með því að eignast veghefil, því með slíku tæki er hægt að hafa vegi bæjarins í góðu ástandi fyr ir mun minna fé en nú er ár- lega eytt í vegaviðhaldið. — Afstaða Sjálfstæðisflokks- ins til bæjarútgerðarinnar Framhald af 1. síðu. sá meirihluti útgerðarstjórnarinn ar og meirihluti bæjarstjórnar engin ráð til þess að koma skip- inu á veiðar, og hafa þau bæði legið aðgerðarlaus í allt sumar, á meðan að þeir togarar sem í gangi voru mokuðu upp aflan- um. Þó að engir samningar væru til um karfaveiðar togaranna, mun það ekki hafa staðið í vegi fyrir útgerð þeirra, þar sem vit- að er, að sjómannafélagið var ávallt reiðubúið að taka upp viðræður um samninga á sama grundvelli og Akureyrarskipin voru gerð út á. Ekkert gert í allt sumar Þrátt fyrir það að togararnir væru bundnir við bryggju í allt sumar, hélt útgerðarstjórnin nokkurn veginn reglulega fundi. fyrst framan af virtust fundar- gerðir útgerðarstjórnarinnar vera nokkurnveginn eðlilegar. Málefni útgerðarinnar virtust sitja í fyrirrúmi þó meirihluti útgerðarstjórnarinnar sæi engin ráð til úrbóta. En þegar á leið urðu fundargerðir þær, sem fyrir bæjarstjórn komu með allt öðr- um blæ. í stað umræðna um út- gerðarmálin urðu fundargerðirn- ar smátt og smátt að langmestu leyti bókanir frá Helga Ben. og fyrirspurnir varðandi reikning- ana frá 1948, innfléttaðar alls- konar ágiskunum og aðdrótt- unum í garð fyrrverandi fram- kvæmdastjóra útgerðarinnar, þrátt fyrir það, að reikningar þessir voru endurskoðaðir á sín- um tíma, og samþykktir bæði af útgerðarstjórn og bæjarstjórn. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins leggja til að útgerðarstjórnin verði leyst upp. Á fundi bæjarstjórnar hinn 18. okt. s.l. lágu m. a. fyrir fundargerðir útgerðarstjórnar', og er fundargerð stjórnarinnar 19. sept. táknrænt dæmi um vinnubrögð meirihlutans. Fyrsti liður fundargerðarinnar er bók- un frá Helga Ben. varðandi af- komu togaranna 1947 og 1948 og fyrirspurnir til endurskoð- enda reikninganna, og mun bók- unin vera meira en heil síða í fundargerðarbókinni. Málefni út gerðarinnar eru aftur á móti af- greidd í 7 orðum, hálfri línu og hljóða svo: „2. liður. Rætt um útgerðina á víð og dreif." Þegar þannig er komið hjá útgerðarstjórninni, að persónu- legt nart einstakra nefndar- manna var fyrirsjáanlega látið sitja í fyrirrúmi fyrir málefnum togaranna og aðkallandi lausn á fjármálum útgerðarinnar, lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram eftirfarandi tillögu á um- ræddum bæjarstjórnarfundi. Þar sem ekkert jákvætt ligg- ur fyrir um sölu bæjartogaranna og útgerðarstjórn hefur ekki reynzt þess umkomin að reka skipin eða ráða fram úr fjár- hagsörðugleikum útgerðarinnar, samþykkir bæjarstjórn að leysa nefndina upp og kjósa nýja þriggja manna útgerðaratjórn, utan bæjarstjórnar, sem taki við rekstri togaranna og verði starfs svið nefndarinnar og valdsvið á kveðið nánar á aukafundi bæj- arstjórnar. Töldu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, að þetta væri spor í rétta átt. Gæti jafnvel orðið til þess að skapa traust hjá láns- stofnunum ef vel tækist til um val nefndarmanna. Að minnsta kosti yrði þetta til þess, að mál- efni útgerðarinnar væru látin sitja í fyrirrúmi fyrir pólitísku þrasi og smásmugulegu narti nefndarmanna. Tillagan fékk ekki náð fyrir augum meirihlutans og var felld með 5 atkvæðum gegn 4. Lagt til að annað skipið verði selt til þess að bjarga við fjárhag útgerðarinnar. Þegar svo var komið, að út- gerðarstjórnin hafði hundsað til- mæli bæjarstjórnar um að gera skipin út og bæjarstjórn vildi ekki fallast á að skipta um út- gerðarstjórn, en lausaskuldir út- gerðarinnar orðnar 3V2 miljón krónur fyrir utan framlag bæj- arins um 2/2 milljón og allt komið í sjálfheldu með fjárhag fyrirtækisins, og engin von til að útgerðarstjórnin, með þeim meirihluta, sem þar er nú, yrði þess umkomin að koma fjárreið- um útgerðarinnar í viðunandi horf, töldu fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins eðlilegast að annað skip bæjarútgerðarinnar yrði selt og lögðum við því fram eftir farandi tillögu á þessum bæjar- stjórnarfundi. Með því að bæjarstjórn getur ekki fallist á breytingu á út- gerðarstjórninni, en hinsvegar vonlaust að hun verði þess megnug að ráða fram úr fjár- hagsörðugleikum útgerðarinnar, leggjum við til, með tilvísun til fyrri samþykkta bæjarstjórnar- inn, að undinn verði að því bráður bugur að selja annan togara bæjarútgerðarinnar, til þess að koma í veg fyrir, að bær inn missi eignaréttinn á skipun- um, sem af sér hlyti að leiða stórfellt eignatjón fyrir allan al- menning. Tillögu þessari var vísað til útgerðarstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn telur það ekki sök útgerðarstjórnar eða meirihluta bæjarstjórnar, að taprekstur hefur orðið á togur- unum eða að útgerðin hefur lent í greiðsluörðugleikum. Við slíku má alltaf búast í jafn stopulum og stórfelldum rekstri og togara- útgerð er, og alveg sérstaklega þegar til útgerðarinnar er stofn- að á jafn veikum og óheppileg- um grundvelli og hér var gert. Hitt átelur flokkurinn rétti- lega og vítir, að núverandi meiri hluti útgerðarstjórnar og bæjar- stjórnar hefur bókstaflega ekk- ert gert til þess að reyna að bjarga útgerðinni út úr þeim fjárhagsörðugleikum, sem hún er í. Getur þetta manndómsleysi þeirra orðið almenningi hér dýr- keypt áður en líkur. Guðl. Gíslason. Happdrætti Sjálf- stæðisflokksins Happdrce11i SjáIfstœðisflokks- ins hefur verið tekið mjög vel hvarvetna á landinu, enda góðir og glcesilegir vinningar i boði. Mikill fjöldi manns vinnur að sölu happdrættismiðanna, en dráttur fer fram hinn 15. janú- ar, — og verður ekki frestað eins og auglýst hefur verið. í happdrætti þessu eru 25 vinningar, en verðmæti þeirra er 80 þús. kr.; meðal þeirra 2 farseðlar fyrir hjón og 6 fyrir einstaklinga með íslenzkum millilandaflugvélum til Kaup- mannahafnar og aftur til Reykja víkur. Hér í bænum fást miðar í Verzl. Björn Guðmundsson, — Verzl. Geysir, Verzl. Jakob O. Ólafsson og hjá Jóhanni Frið- finnssyni. Dragið ekki að kaupa miða. — Verð hvers miða er áðeins 5 kr. nýkomin VERZL. ÁSA & SIRRÍ Sími 202

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.