Fylkir


Fylkir - 17.11.1950, Síða 1

Fylkir - 17.11.1950, Síða 1
2. árgangur. Vestmannaeyjum 17. nóv. 1950 23. tölublað Málgagn Sjáifstæðis- flokksins Jóh. Þ. Jósefsson: Lán Eimskip til hafnarinnar Rangfœrslum Framsóknarblaðsins hnekkt Mólgagn þeirra H. B. og Þ. Þ. V. heldur því fram, að Guð- brandur í Áfangsverzluninni hafi útvegað lánið hjá Eim- skipafélaginu, en ekki ég. Gefur blaðið í skyn, að ég hafi ekkert um þetta mál vitað fyrr en Ól- afur Thors, ráðherra, með náð- ugu leyfi Áfengisverzlunar- forstjóransP hafi lofað mér að vita um afrek hins „velmetna borgara í Reykjavík". Þetta er ein af mörgum til- raunum „sannleiksvitnanna", er Framsóknarblaðið skrifa til að hafa af mér það, sem ég geri fyrir kjördæmið og eigna það sér eða vinum sínum. Lán þetta var búið að vera lengi á döfinni. Því til sönnun- ar birti ég hér bréf; sem það sanna, sem rituð voru í nóv. 1949. Bæjarstjóri snéri sér þá til mín með bréfi dags. 1. nóv. og lagði með afrit af umsókn sinni um lánið, en hana hafði hann sent beint til Eimskipafé- lags íslands. Bréfin bera sjálf með sér um hvað þau fjalla og er óþarfi fyrir mig að endurtaka það. Af svarbréfi mínu, dags. 10. nóv., sést að ég hefi verið far- inn að vinna í málinu með Eim- skip áður en ég fékk bréfleg tilmæli frá bæjarstjóra um að gera það. Þetta var vegna þess, að við höfðum áður átt viðræður um þennan möguleika, bæjar- stjórinn og ég, og sagði ég hon- um þá, að Sigurður Pétursson, skipstjóri, hefði að fyrra bragði bent mér á, hver nauðsyn væri á dýpkun hafnarinnar fyrir nýju Eimskipafélagsskipin. Taldi ég þá, að líklegt væri að Eimskip fengist til að iána höfninni fé til lagfæringar, bæði hvað dýpkun og annað snerti eins og raun varð á að lokum. Ég sat svo fund með Eimskipa félagsstjórninni í haust. Þegar ég kom úr utanferðinni, lá þá beiðni bæjarins fyrir og líka bréf frá afgreiðslu Eimskip í Vest- mannaeyjum, sem mjög studdi þessa málaleitan. Á þeim fundi fékk ég leyfi til að skýra allar aðstæður og benda félagsstjórn- inni á þörfina, sem fyrir lægi hjá höfninni, og hið aukna ör- yggi fyrir skip þeirra vegna end- urbótanna. Sama dag tilkynnti formaður félagsstjórnarinnar mér, að þeir hefðu á þessum fundi samþykkt að veita höfninni lánið. Auðvitað liggur bréf mitt frá 10/11—49 í vörslum bæjarstjór ans með málinu og eiga Fram- sóknarbæjarfulltrúarnir aðgang að því eins og aðrir. É'g skrifa þessar línur ekki þeirra vegna, heldur vegna al- mennings í Eyjum, sem þeir fé- lagar eru óþreytandi í að blekkja með ósönnum frétta- burði dag út og dag inn. Ólafi bæjarstjóra, er manna bezt kunnugt um upphaf og all- an gang þessa máls. Við rædd- um um það eins og önnur vanda mál bæjarins, sem hann leitaði með til mín. Bréf mitt ber þess beztan vott, að ég var vel á verði með að útvega þetta lán, eins og ég vil í öllu hlynna að framgangi nauðsynjamála Eyj- anna. Til þess, að lesendur Fylkis sjái allan gang þessa máls, þá læt ég fylgja hér með bréf bæjar stjóra til mín, dags. 1. nóv. 1949. Svarbréf mitt til bæjar- stjóra, dags. 10. nóv. 1949 og bréf Eimskip til mín, dags. 31. október 1950. BÆJARSTJÓRINN Vestmannaeyjum, 1. nóv. 1949. Herra Jóhann Þ. Jósefsson, fjár- málaráðherra, Reykjavík. Hérmeð leyfi ég mér að senda yður afrit af bréfi til Eimskipa- félags íslands, varðandi láns- beiðni til framkvæmda til Frið- arhafnarbryggjuna. Ég leyfi mér, fyrir hönd hafn- arsjóðs, að vænta stuðnings yð- ar í þessu máli. Virðingarfyllst, Ó. Á. Kristjánsson Ég álít að einhver mesta hætt an sem steðjar að þessum fisk- framleiðslubæ í svipinn sé það slæma orð sem saltfiskurinn héð an hefur á sér. Þannig fórust Ágúst Þórðar- syni orð er við vorum að rabba saman fyrir nokkrum dögum um „bæjarins gagn og nauðsynjar." Ekki svo að skilja, sagði Á- gúst, að við hér í Eyjum séum verstir, en við erum heldur ekki betri en aðrir. ÖII líkindi eru til að uppi- staðan í fiskframleiðslunni hér í Eyjum næstu árin verði' salt- fiskur. Og eigi ekki að fara illa, verður vöruvöndun í sam- bandi við saltfiskframleiðsluna að taka stórstígum framförum. Áður fyrr þegar hver og einn verkaði sinn fisk, átti viðkom- andi mest undir því sjálfur að verkun fiskjarins væri í lagi. Ef kastað var til þess höndunum, varð útkoman lítið sem ekkert í bezta flokk og um leið minna verð. Sem sé hver og einn átti það að mestu við sjálfan sig hvaða verð hann fékk og hver Til bæjarstjórans í Vestmanna- eyjum. Reykjavík, 10. nóv. 1949. Ég hefi meðtekið heiðrað bréf yðar frá 1. nóv. þ. á., ásamt af- riti af bréfi, er þér hafið sent Eimskipafélagi íslands varð- andi lán til Vestmannaeyjahafn ar. Ég hafði þegar snemma í október farið þess á leit munn- lega við forstjóra Eimskipafé- lagsins að höfnin fengi lán hjá félaginu með því félagið hefur þarna mikilla hagsmuna að gæta, og leiðir því af sjálfu sér, að ég mun styðja þá mála- leitun, er þér nú hafið fram bor ið um sama efni. Hitt er svo enn vafamál hversu þessari beiðni reiðir af hjá félaginu. Framh. á s. síðu. varð afraksturinn eftir 9—10 mánaða strit. — Síðan gamla fyrirkomulagið hætti að hver og einn verkaði að sínum parti eða afla síns báts — og farið var að verka mestan hluta af aflan- um á 2—3 stöðum í bænum, hefur ástandið stórum versnað. Virðist að við þessa breytingu, að verkun flsksins er nú fram- kvæmd í mikið stærri stíl en áð- ur, hafi hið nauðsynlega að- hald og ábyrgð horfið að mestu, með þeim afleiðingum að frá neyzlulöndunum, Spáni, Portu- gal og Ítalíu drífur yfir okkur kvartanir um lélega vöru. — Hvað er nú það helzta sem' þú vilt segja um það sem á- bótavant er við verzlun saltfisks- ins? — Ja, það sem að fiskinum snýr er, svo að byrjað sé á byrj- uninni, að fiskurinn er oft á tíð- um mjög illa blóðgaður, og furð ar mig ekki á því ef það er satt sem ég hefi heyrt að sumir stærri bátarnir blóðgi ekki fisk- inn fyrr heldur en þeir eru bún- Framh. á 4. siðu. Vöruvöndun er fyrir öUu Viðtal við Ágúst Þórðarson gfirfiskimatsmann

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.