Fylkir


Fylkir - 24.11.1950, Blaðsíða 1

Fylkir - 24.11.1950, Blaðsíða 1
Málgagn Sjáifstæðis- fiokksins 2. árgangur. Vestmannaeyjum, 24. nóv. 1950 24. tölubla. íþróttir. í fyrsta þætti mínum um í- þróttir sagði ég að I. flokkur kvennadeildar Týs hefði verið sérstaklega sigursæll í sumar og unnið alla sína leiki hér heima, nú hefur einhver góður áhorf- andi bent mér á að svo hafi ekki verið og þykir mér leitt að hafa hallað þar réttu máli og bið afsökunar á því, en það ætti þó að vera óhætt að segja, að Týsstúlkurnpr í I. flokki hafi ekki tapað neinum leik í sumar hér heima því að tveir leikir þeirra urðu jafntefli, þó hæpið með þann fyrri, en nóg um það. Kristján Ingólfsson hefur í grein, se mhann skrifaði í „Eyja- sport" nú um daginn gefið all gott yfirlit yfir afrek íþrótta- manna okkar í sumar og get ég því verið fáorður um þær hér. Þó er rétt að geta þess að órangur Eiríks Guðnasonar í 60 m hlaupi er sérstaklega góður eða 7,2 sek og gefur 740 stig. Eiríkur er aðeins 17 ára og á því vafalaust eftir að ná betri tíma, 11,8 og 24,3 í 100 og 200 m hjá honum lofa einnig góðu, annars er Eggert Sigurlós- son sterkasti og fjölhæfasti hlaupari okkar í ár, tímar hans 7,2 í 60 m 11,4 í lOOm 23,6 í 200 m 52 í 400 m 2.03,3 í 800 m 2.33,7 1000 m og 4,24 í 1500 m eru ógætir þó að vafa- laust gæti hann bætt sig mikið enn, sérstaklega í lengri hlaup- um. Rafn Sigurðsson hefur sýnt einna mesta framför af yngri hlaupurum okkar og hefur hann allsstaðar náð miklu betri ó- rangri en í fyrra. Þá hefur Frið- rik Hjörleifsson enn einu sinni sýnt okkur hve fljótur hann er að hlaupa með því að/ hlaupa 60 m á 7,1 sek í annað sinn í haust og setja þar með nýtt Vm.eyjamet og ná þriðja bezta órangrinum í sumar er gefur 786 stig. í fyrra. skiptið voru að- stæður ekki fyllilega löglegar því að þó að þrjár klukkur væru ó honum voru tímaverðir aðeins H Talstöðvarþjón- usta Landsímans Jóhann Þ. Jósefsson flytur þingsályktunar- tillögu um að vélbátum sem talstöðvar hafa, verði látin í té, án endurgjalds, upplýsingar um veðurfar, sjávarlag, landtökuskilyrði og annað, er máli skiptir fyrir öryggi þeirra. Svo sem kunnugt er byrjaði Landssíminn ó því fyrir skömmu að innheimta aukaþóknun fyrir allar upplýsingar er vélbátar ósk uðu eftir frá talstöðvarþjónustu Landsímans. Er þetta mjög óvin sælt af sjómönnum, og hafa komið fram háværar raddir um að afnema beri þennan nýja skatt á útveginum. Nú hafa þeir Jóhann Þ. Jós- efsson, Pétur Ottesen og Finnur Jónsson borið fram svohljóðandi tveir. í stökkum eru af yngri mönnum hér efnilegastur Magn- ús Bjarnason í hástökki með 1,70 m, sem, er mjög gott af svo ungum dreng, aðrir góðir órangrar eru 6,60 hjá Adolf Óskarssyni og 13,64 m hjá Jóni Bryngeirssyni. Þessir árangrar eru mun betri en þeir náðu í fyrra. í köstum eru beztir Adolf í spjóti með 58,14 m og Símon Waagfjörð í sleggjukasti með nýtt Vestmannaeyjamet 43,94. Þeir eiga báðir að geta kastað mun lengra ef þeir æfa vel. Af yngri keppendum eru beztir Ólafur Sigurðsson og Kári Óskarsson í kringlukasti með rúma 34 m. Ólafur og Gunnar Jónsson í sleggjukasti, þeir eru allir drengjr ennþá. Ingvar Gunn laugsson er beztur í kúluvarpi hér í sumar þó að hann hafi ekki haft aðstöðu til að æfa í sumar, hann kastaði í haust 12,42 m kúlunni og spjótinu 49,50 svo að mikils mætti af honum vænta í þessum greinum ef hann hefði aðstöðu til að æfa. Meira næst. K. J. tillögu til þingsólyktunar: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að hlutast til um það við landssímann, að vélbátum, sem talstöð hafa, verði fram- vegis eins og hingað til lótin í té án endurgjalds vitneskja um veðurfar, sjávarlag, landtökuskil yrði og annað, er máli skiptir fyrir öryggi þeirra. í greinargerð fyrir þingsál. segja flm. m. a.: Talstöðvar í bótum eru mjög til hagræðis og geta verið til mikils öryggis. Það hefur reynsla undanfarinnar óra fullsannað. Með tilstyrk þeirra geta menn og fengið skjótar en ella mundi margs konar upplýsingar, sem að gagni mega koma. Hingað til mun ekki hafa ver ið krafizt sérstaks endurgjalds fyrir slíka vitneskju, sem bát- arnir hafa fengist fyrir milli- göngu strandtalstöðvanna, en nú er sá hóttur upp tekinnað krefjast sérstaks gjalds í hvert sinn, er bátur leitar viðskipta við þessar talstöðvar um þau efni, er hér að framan greinir, svipað og almenn símaviðskipti. Flm. þessarar tillögu þykir þetta miður farið. Slíkar gjaldkröfur munu verða til þess, að bótarnir leita miklu síður sambands við talstöð 6 landi, og þannig rofnar að ó- þörfu það samband, sem ör- yggis vegna er sérstaklega æski legt, að jafnan sé milli talstöðv- anna á landi og bótanna á hafi úti. Oft getur nægilega skjót hjólp til nauðstadds báts oltið á því, að þeir, sem henni stjórna úr landi, hafi góð sam- bönd við aðra báta, sem líklegir eru til að geta veitt aðstoð í slíkum tilfellum. Því á ekki að torvelda bótunum yfirleitt sam- bandið við talstöðvar í landi. Talstöðvarþjónustunni er að- allega uppi haldið til öryggis fyrir sjómennina. Bótaútvegur- inn er nægilega skattlagður, þótt ekki sé því við bætt, að engar upplýsingar séu veittar fró talstöðvunum, bótunum til hagræðis og öryggis, nema fyrir sérstakt símagjald í hvert sinn. Þess vegna er þessi tillaga fram borin. FRÁ VERÐGÆZLU- STJÓRA. Fylki hefur borizt allýtarleg greinargerð frá Verðgæzlustjóra ura þau verkefni, sem skril'stof u hans er ætlað að leysa af hendi og hvernig hún hyggst vinna að því áð sem beztur árangur náist. Verkefnin eru þríþætt: I. Al- mennt eftirlit með verðlaginu. II. Skýrslugerð til Fjárhags- ráðs um samanburð á verðlagi og gæðum íslenzkra iðnaðar- vara og samskonar vara, sem hægt er að fá erlendis frá. III. Staðfesting á verðútreikningum yfir erlendar vörur. í greinargerðinni er lögð rík áherzla á það, að neytendaurn- ir komi skrifstofu verðgæzlu- stjóra til hjálpar í verðlagseftir- litinu með því að láta hana vita ef grunur leikur á, að um verð- lagsbrot sé að ræða í einhverri mynd. Verðgæzlustjtórinn enda- ar greinargerð sína með þessum orðum: „Við, sem vinnum við verð- lagseftirlitið, erum ekki mörg og eigum við ýmsa örðugleika að stríða. Aftur á móti er ég al- veg sannfærður um, að ef allir neytendur vilja rétta hjálpar- hönd líður ekki á löngu, þar til árangur næst. Það er betra að hafa ekkert eftirlit en máttlaust efirlit. Það væri þó sannarlega ekki máttlaust eftirlit, sem allir neytendur stæðu einhuga að".

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.