Fylkir


Fylkir - 01.12.1950, Blaðsíða 2

Fylkir - 01.12.1950, Blaðsíða 2
2 FYLKIR FYLKIR málgagn Sjálfstæðisflokksins Útgefandi: Sjálfstæðisfél. Vestmannaeyja Ritstjóri og ábyrgðarm.: Björn Guðmundsson Auglýsingastjóri: Ágúst Matthíasson Pósthólf 117 — Sími 103 Prentsnnojan Eyrún h. f. _______ _______ Bæjar- rekstur Frá því er sagt á öðrum stað hér í blaðinu að togarar bæjar- ins munu fara á veiðar núna um helgina. Er það að sjálfsögðu öllum mikið gleðiefni, því flest- um er þannig farið að það hefur ekki verið án trega að þurfa að horfa á skipin bundin við land- festar viku eftir viku. Nú er það hinsvegar svo að gleðin yfir að það tókst að koma skipunum á stað er því miður beiskjubland- in, þar sem nú er víst að þetta kostaði að bæjarsjóður varð að taka á sig nýjar kvaðir og nema skuldbindingar bæjarsjóðs við Úttvegsbankann einan vegna út- gerðarinnar nú orðin 1 miljón króna og verða að borgast nið- ur á næstu fjórum árum. Þetta þýðir nánast, að næstu árin verður að hækka hér útsvör eða draga mjög úr þeim framkvæmd um er bærinn stendur í eða þarf að ráðast í á næstu árum. Er hvorugt gott. Þó að flestir viður- kenni nauðsynina á að halda togurunum í bænum og fylla þar með upp í eyðu atvinnulífs- ins, sem óhjákvæmilega er hér alltaf á haustin, þá eru það hinsvegar mikill fjöldi sem hrýs hugur við þeim afleiðingum sem það kann að skapa fyrir bæjar- félagið að standa í jafn stór- felldum og áhættusömum rekstri og útgerð 2ja togara er, því svo stórfelld geta skakkaföllin orðið að hjá bæjarsjóði komist allt í strand. Að þessu athuguðu er án efa heppilegast að togararnir séu í bænum, en bæjarsjóður sé ekki í beinni áhættu eins og nú er. Það er því furðulegt — og seg- ir nánast að styrjöld brjótist út, — að meirihlutinn skyldi ekki gera sitt ýtrasta til að selja ann- að skipið — í bæinn, þar sem ýmislegt hefur bent til þess að sá möguleiki hafi verið til stað- ar. — Að þessi stefna var tekin, að gera bæði skipin út áfram af bæjarfélaginu, þýðir vart að fást Burt mðg áþján Bakkusar Framhald af í. sfðu. sterka" fylgja með, auk þess, sem hægt er að halda áhrifun- um til lengdar í sér með nægi- legu ölþambi, kannske 40—50 flöskur á dag. Þegar þessu er þannig varið ætti öllum að vera Ijóst í hverju „lækning" ölfrum- varpsins er fólgin. Nei. Okkur langar ekki að sjá menn yfirgefa vinnu sína eða konur fara frá vanræktum heim- ilum sínum, til þess að taka þátt í „ölþambinu". Fyrir um það bil 20 árum dró talsvert úr á- fengisneyzlu Englendinga. Sem vænta mátti sló óhug á samtök ölframleiðenda og fyrirliði þeirra boðaði til fundar, þar sem ræða átti hið „uggvænlega" ástand. Ávarp sitt byrjaði foringi þessi á eftirfarandi hátt: „Við verðum að sjá um, að þúsundir jafnvel milljónir ungra manna, sem nú þekkja ekki bragðið af bjórnum, geri öl- drykkjuna að vana sínum." Þessi hressilegu orð hrifu vel, og á næstu 10 árum tvöfaldaðist sala bjórsins og tala glæpa, þar sem áfengi var orsökin, jókst um tæplega 50%. Þeir, sem til Englands hafa komið nú á síð- ustu árum hafa getað gengið úr skugga um, að drjúgt er úr stútnum teygað, og fáir virðast standa úti í nepjunni, á meðan húsrúm er inni. „Sá, sem fyrst gaf sig að öl- gerð, hefur verið drepsóft Þýzka- lands", sagði meistarinn Luther. Okkar fámennu þjóð er holt að minnast þessara orða. Við sem nú erum ung, og óskum þess að starfa heil fyrir land okkar og þjóð, væntum þess, að gæfa okk ar verði ekki svo rýr, að fram- tíðinni verði drekkt í „ölkoll- um . Jóh. Friðf. GET ENN bætt við mig húsgögnum til málningar fyrir jól. Guðjón Scheving um í bili, en staðfestir hinsveg- ar það að meirihlutaflokkarnir eru eins trúaðir á bæjarrekstur í framtíðinni og hingað til, leggja allt á eitt spil og láta svo bæjar- búa taka afleiðingunum, hverjar I svo sem þær verða. Nýtt lyf, sem læknar taugaveiki Það hefðu þótt tíðindi fyrir einum mannsaldri, ef tilkynnt hefði verið um nýtt lyf, sem læknaði taugaveiki. Nú þykfr það naumast mikil frétt þótt fundið sé lyf, sem hefur slík á- hrif. Þekkingu manna á tauga- veiki og orsökum hennar hefur farið svo mikið fram síðasta mannsaldurinn, að fáir sjúkdóm ar eru betur rannsakaðir. Þessi þekking hefur orðið til þess, að taugaveikinni hefur verið út- rýmt að mestu í öllum menning arlöndum. Hér heyrist hún varla nefnd á nafn. Útbreiðsluhættan stafar aðallega af smitberunum, sem ganga með sýklana í gall- blöðrunni, en þaðan berast þeir niður í görn og síðan með saurn um niður af manninum. Hér á landi mun nú kunnugt um alla smitbera og síðan þeim voru lagðar lífsreglurnar eða gall- blaðran tekin úr þeim, er það taugaveikin sem deyr, en ekki mennirnir. Með því að finna lyf, sem læknar veikina, er enn einn sig- ur unninn gegn þessum sjúk- dómi, sem áður var svo skæður, meðan þekking var af skornum skammti og ekkert meðal til sem dugði. Nú hefur tekist að lækna veikina með lyfi, sem nefnist klóramphenicol. í Algier er enn töluvert um taugaveiki og Benhamou og félagar hans gáfu fjölda sjúklinga þetta lyf og birtu tilraunir sínar um það í La semaine des hopitaux de Paris 22. jan. s.l. Þessar rann- sóknir er ekki hvað sízt að marka vegna þess, að hér var á ferðinni skæður taugaveikis- faraldur, þar sem 23% sjúkling anna fengu heilabólgu (enceph- alitis). Með því að gefa þetta nýja lyf lækkar hitinn eftir 5 —6 daga, en eins og kunnugt er getur hitinn við taugaveiki haldizt í 4—5 vikur. En þótt hit inn lækki svo fljótt geta ein- kenni sjúkdómsins haldizt leng- ur eftir að hitinn fellur. Lítur út fyrir að eiturefnin( sem losna þegar sýklarnir leysast upp, sé hættuleg, og þrátt fyrir þetta nýja lyf geta menn enn dáið úr sjúkdómnum. Af þeim 23 sjúklingum, sem fengu heila- bólgu dóu 1 1. Þar sem taugaveiki er til, er mönnum því enn ráðlagt að láta bólusetja sig fyrir henni. (Frbr. um Heilbrigðismál). íþróttir Ég átti eftir að minnast á fjöl- þrautirnar í frjálsum íþróttum. Aðeins einu sinni var keppt í fimmtarþraut hér í sumar, en aldrei í tugþraut. Adólf Óskars- son sigraði í fimmtarþrautinni og náði mjög góðum árangri eða 2823 stig og bætti því Vest- mannaeyjamet Gunnars Stefáns- sonar um 314 stig og er það vel af sér vikið. Eggert Sigurlásson var 2 og einnig yfir meti Gunn- ars eða með 2534 stig. Þá var og keppt í þriþraut drengja, það er kúluvarp, langstökk og 100 m hlaup, þar bar Ólafur Sigurðs son af, hlaut 1770 stig. Að lok- um skal þess getið að haldið var hér unglingamót fyrir III. aldursflokk og komu þar fram mjög góð íþróttamannsefni. Mest bar þar á Bergi Guðnasyni, hann vann til dæmis 60 m á 8,9, 300 m 51,4, 1000 m 3.49,6 í stang- arstökki varð hann 2. með 2,15 m einnig í hástökki með 1,25 m og langstökk vann hann með 4.18 og annar í þrístökki með 8,77 m. Annar sem skaraði þarna fram úr var Gylfi Guðna- son, hann er og mjög fjölhæfur, vann hann til dæmis þrístökk á 9.18 og stöng 2,15 annar varð hann í kúluvarpi, langstökki og 60 m. en þriðji í hástökki. Verð ur gaman að fylgjast með þess- um drengjum — og raunar fleir- um — sem þarna kepptu er fram líða stundir. í aðeins þrem íþróttagreinum sem keppt var í í sumar náðist lakari árangur en síðastl iðið ár en í 14 betri, svo að um allgóða framför er að ræða þar. Næst verður talað um sundið og inniæfingar félag- anna sem nú eru loks að hefjast. K. J. Nýft skyr og rjómi ÍSHÚSIÐ KALDUR LITUR Það er ódýrara að lita heima. Verzl. Björn Guðmunds. ■############################»####< Akógesar Munið eftir að sækja aðgöngu- miðana að árshátíðinni í Verzl. Björns Guðmundssonar. >#################################<

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.