Fylkir


Fylkir - 08.12.1950, Blaðsíða 1

Fylkir - 08.12.1950, Blaðsíða 1
Málgcsgn Sjálfsfæðis- flokksins 2. árgangur. Vestmannaeyjum, 8. des. 1950 26. tölublað. Aínám á skömmtun byggingarefnis Þrír Sjálfstœðisflokksþingmenn, þeir Jó- hann Þ. Jósefsson, Gunnar Thoroddsen og Pétur Ottesen flytja þingsályktunartillögu um afnám á skömmtun byggingarefnis. Fó lög eða lagafyrirmæli hafa verið eins óvinsæl af almenningi eins og lögin um skömmtun á byggingarefni til ibúðarhúsa- bygginga. Stríða þessi lög á móti þeirri frumhvöt mannanna um að reyna að koma yfir sig skýli. Nú hafa þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins, beir Jóhann Þ. Jósefsson, Gunnar Thorodd- sen og Pétur Ottesen flutt þings- ólyktunartillögu varðandi þessi mól, og er þingsályktunartillag- an svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis stjórninni að afnema nú þegar skömmtun á byggingarvörum og gefa frjálsa byggingu hæfilegra íbúðarhúsa, er menn byggja til eigin afnota, ennfremur bygg- ingu útihúsa í sveitum og ver- búða." I greinargerð fyrir tillögunni segir svo: „I síðasta þingi flutti fyrsti flm. till. til þál. um það, að ríkisstjórninni væri falin at- hugun ó þessu máli með það fyrir augum, að fullt athafna- frelsi fengist í þeim efnum, er um ræðir í tillögunni, sem hér liggur fyrir. Var þar gert róð fyrir, að í byrjun september þ. d. yrði beim hömlum aflétt, sem hér eru í þessu efni. Sú tillaga varð eigi útrædd á þinginu og fékk því eigi endanlega afgreiðslu. Sú greinargerð, er þar með fylgdi gefur svo Ijósa hugmynd um þetta fjórfestingaratriði, að rétt þykir að lóta hana enn koma fram. Hún hljóðar svo: „Þegar lög um fjárhagsráð voru sett (lög nr. 7 5. júní 1947) var gert róð fyrir, að fjórfesting arstjórnin næði ekki til minni hóttar framkvæmda. í reglugerð um fjárhagsráð o. fl. frá 31. júlí 1947 eru sett um þetta nánari ákvæði á þá lund, að ekki þurfi fjárfestingarleyfi til eftirtalinna framkvæmda: 1. að gera mannvirki eða tæki, sem eigi kosta meira í vinnu og efni en kr. 10.000,00; 2. að byggja íbúðarhús til nota fyrir sjólfan sig eða skyldulið sitt, enda sé húsið ekki stærra en 350 rúmmálsmetrar og eigi ó- eðlilega mikið í það borið á neinn hótt, og húseig- andi vinni að byggingu þess sjálfur með skylduliði sínu að mestu leyti; 3. að byggja verbúðir eða úti hús á bújörðum, enda kosti framkvæmdir eigi í efni og vinnu meira en kr. 50000,00. Jafnframt var ákveðið, að framkvæmdir af þessu tagi yrði að tilkynna til fjárhagsráðs mán uði áður en verkið hæfist. Fjárhagsráði var þó heimilað að banna slíkar framkvæmdir, ef það teldi, að þær fælu ísér óeðlilega sóun ó vinnu og efni. I reyndinni urðu þessi ókvæði lítils virði. Skömmtunin á nokkr- um helztu byggingarvörum var sett í ágústmánuði 1947, og voru engar undanbágur veitt- ar fró þeirri skömmtun. Var talið ófært að veita nokkrar al- mennar undanþágur fró, skömmt uninni, ón þess að allt kerfið liðaðist í sundur. Fjárhagsráð tók þá upp þá reglu að gefa út formlegar heimildir til efnis- kaupa, er í reynd voru í engu frábrugðnar fjárfestingarleyfum til þeirra framkvæmda, er und- anþegnar voru samkvæmt ó- kvæðum reglugerðarinnar. Var þetta talið óhjákvæmilegt til þess að tryggja þessum aðilum, að þeir gætu fengið úthlutað byggingarefni. Munu leyfi til slíkra framkvæmda hafa verið veitt viðstöðulítið íframan af órinu 1948, en síðan var að mestu tekið fyrir slíkar leyfis- veitingar í júnímánuði sökum yfirvofandi efnisskorts. í októ- ber 1948 var reglugerðinni breytt til samræmis við þá venju er myndazt hafði. Voru þá und- an tekningarnar að heita mátti með öllu afnumdar. Þó var því ákvæði haldið, að eigi þyrfti fjár festingarleyfi fyrir framkvæmd- um, er kostuðu eigi meira i efni og vinnu en kr. 10000,00. Þetta náði þó ekki til útihúsa í sveit- um og hafði að heita mátti enga þýðingu vegna skömmtun- arinnar. Þannig er þessum mól- um háttað enn í dag. Það þarf ekki að orðlengja, hvílík takmörkun ó athafnafrelsi manna felst í því fyrirkomulagi, sem verið hefur i þessum efnum nú um nærfelt þriggja ára skeið. Tafir, óþægindi og skriffinnska eru óhjókvæmilegir fylgifiskar slíkt fyrirkomulags. Byggingar- kostnaður verður meiri en ella hefði þurft að vera og vinnu- kraftur notast ver. Einkum hefur mikill bagi orðið að þessum ráð Framh. á 4. siðu. Vöruvöndun borgar sig Fátt er þýðingarmeira fyrir þetta byggðarlag heldur en að framleiðslan sé í sem beztu ásig- komulagi hvað gæði snertir. A'ð undanförnu hefur verið talsvert vikið að þessu hér í blaðinu, en góð'vísa er aldrei of oft kveðin og þess vegna birtir blaðið at- hyglisverðar upplýsingar var'ð- andi saltfiskframleiðsluna og eru þessar upplýsingar teknar úr ársskýrslu S. í. F. í síðustu ársskýrslu hvatti stjórn S. í. F. félagsmenn til aukinnar vöndunar um meðferð og verkun saltfisksins. Snemma á þessu ári voru fé- lagsmönnum gefnar ýmsar leið- beiningar og auk þess var fyrr- verandi fiskimatsstjóri, Sveinn Árnason, ráðinn til þess að fara til fiskstöðvanna og fiskiskipa, til þess að leiðbeina fiskframleið endum og hvetja þá til aukinn- ar vöruvöndunar. í sama streng tók og íslenzka fiskimatið, að tilhlutun sjávarút- vegsmálaráðuneytisins. Gaf það mönnum ýmsar leiðbeiningar og varaði fiskeigendur við þeim hættum, er stafaði af hnignún þeirri, er orðið hefði um alla vinnuvöndun fiskverkunarinnar nú á síðari árum. Því miður varð samt sú raun- in á, að allan fyrri hluta vertíð- arinnar sáust þess engin merki að nokkur breyting til hins betra ætti sér stað. Hinsvegar varð allmikil breyting síðari hluta vertíðar, einkum hjá tog- araflotanum. Mætti segja, að í lok vertíðar hafi sumir togaranna skilað á- gætlega verkuðum og óaðfinnan legum fiski í land. Vill stjórn S. í. F. þakka öllum þeim, er svo þarft verk unnu. Nokkur breyting mun og hafa orðið til hins betra hjá bátaflotanum og fiskverkunar- stöðvunum, er leið á vertíð, en hin gífurlega háa hlutfallstala af númer tvö og þrjú f'iski, sem fram hefur komið við útflutn- ing fisksins í ár, sýnir skýrara en nokkur orð, < hve mjög enn er ábótavant í þessum efnum. Á þetta einkum við suðurlandið. Tjón það, er fiskeigendur verða fyrir af þessum sökum, er mikið og ef til vill meira en margur fiskframleiðandi gerir sér grein fyrir. Framh. á 2. sfðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.