Fylkir


Fylkir - 08.12.1950, Blaðsíða 4

Fylkir - 08.12.1950, Blaðsíða 4
4 F Y L K I R Neðan frá sjó Afli og gæftir: Björg er eini báf- urinn, sem verið hefur að botn- vörpuveiðum þessa viku. Kom báturinn á þriðjudagsnótt með 12—13 tonn eftir sólarhring og er það ágætis afli. Síðan hef- ir ekki verið komist á sjó vegna veðurs. Afli hjá dragnótabátunum hefur verið tregur, nema hjá Skuldinni, sem fékk 3Vi tonn eftir daginn. Er Skuldin nýbyrj- uð dragnótaveiðar aftur. Síidin: Góð síldveiði var eina nótt um helgina hjá Faxaflóabát unum. Fóru þá þrír bátar héðan vestur, Guðrún, Sjöfn og Kári. Munu þeir lítinn eða engan afla hafa fengið. Togararnir: Bjarnarey fór á veiðar á laugardagskveldið var. Getur skipið lengst verið að veiðum í viku, þar sem ráð er fyrir gert að eins mikið af afl- anum fari í frystingu og tök eru á. Mun Bjarnarey því koma inn í seinasta lagi á mánudags- morgun n.k. Á miðvikudags- kvöldið var fréttist af Bjarnarey og var skipið búið að fá um 100 tonn af fiski, svo að segja ein- göngu karfa. Elliðaey fór á veiðar á þriðju- dagskvöld, af henni hefur ekk- ert fréttst, enn sem komið er. Skipið er væntanlegt hingað um miðja næstu viku. Bátar í siglingu: Þrír bátar héðan eru nú í siglingu til Eng- lands. Sigldu allir þessir bátar með eigin afla. Áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu fyrir hve mikið „Suðurey" seldi fyrir. Hinsvegar hefur blaðinu því mið ur ekki tekizt að afla sér áreið- anlegra heimilda um söluna hjá Helga Helgasyni, en hefur frétt á skotspónum að salan hafi verið um 530 pund og aflamagn ið rúm 200 kit. Af Heimakletti hefur ekkert fréttst, annað en að hann kom út til Englands s.l. laugardag. 10% AFSLÁTTUR a£ öllum kventöskum til jóla. —o— Miki'ð úrval a£ prjónavörum með gamla verðinu. VERZL. ÁSA & SIRRÍ Sími 202 Loflskraut mjög smekklegt og gott úrval, — og um leið ódýrast í bænum. Verzl. Bj. Guðmundsson r##########################^#1^^ Öllum þeim, sem minntust mín á 65 ára afmæli mínu síðast liðinn laugardag með heimsóknum, gjöfum, skeyt- um og hlýju handtaki, þakka ég af heilum hug. Vestm. 7. des. 1950, Þorgils Þorgilsson, Afnám ... Framhald a£ 1. sí'ðu. stöfunum í sveitum og verstöðv- um, þar sem byggingarfram- kvæmdir verða að fara fram á ákveðnum tíma árs. Er það því ekkert álitamál, að mikil nauðsyn er til þess að losna við þessar hömlur á minni háttar framkvæmdum hið allra fyrsta, hvað svo sem verður um framtíð fjárfestingarstjórnarinn ar í heild. Viðhorfið í þessum málum hefur breytzt allmjög í seinni tíð. Mjög hefur dregið úr pen- ingaveltu innanlands, og má því gera ráð fyrir, að ekki yrði ó- eðlilega mikið um framkvæmdir af því tagi, sem hér um ræðir, enda þótt hömlum yrði létt af. Gengislækkunin hefur áhrif í sömu átt. Á hinn bóginn hefur reynslan leitt í Ijós, að allmikl- um erfiðleikum er bundið að undanþiggja vissar framkvæmd- ir fjárfestingarleyfum, á meðan skömmtun er enn haldið á bygg ingarvörum, og vafasamt er hver vinningur er því samfara. Þess vegna er hér lagt til, að ríkisstjórnin láti nú þegar fara fram athugun á því, hvort ekki sé fært að afnema þegar á þessu ári skömmtun á byggingarvörum og létta jafnframt af hömlum á byggingu útihúsa, verbúða og hæfilegra Ibúða, er menn byggja til afnota fyrir sjálfa sig og skyldulið sitt. Er ætlazt til, að þessari athugun verði lokið þáð snemma, að hinar breyttu regl- ur gætu komið til framkvæmda að aflokinni síldarvertíð í byrj- un september. Hagar því víða svo, að haustið og yfirleitt tíma- bilið fram að vetrarvertíð er hentugur tími fyirir sjómenn og aðra til að vinna sjálfa að bygg- ingu eigin íbúða og gera sér þann ítma þann veg arðbæran." Öll rök, se mfyrir hendi voru á s. I. þingi fyrir því að gefa þær tilslakanir á fjárfestingar- afskiptum fjárhagsráðs, sem hér um ræðir, eru enn í fullu gildi. Afskipti fjárhagsráðs, af Ibúð arbyggingum almenniqps standa í vegi fyrir eðlilegri þróun I þess um málum. Þær standa, að þvi er íbúðarhúsin snertir, og í vegi fyrir eðlilegri stofnun eigin heimila hjá fólki, sem eins og eðlilegt er og sjálfsagt vill stað- festa ráð sitt og byggja eigið heimili. Þá verða hömlurnar einnig til hindrunar þeim, sem utan aðal- vertíða eða heyannatíma vilja verja tíma sínum til þess að byggja yfir sig sjálfir eða hjálpa til við það á þeim tíma, sem þeir mega helzt missa frá aðalat vinnu sinni. í stuttu máli sagt torvelda hömlurnar, sem beitt er gegn byggingu hóflegra eiginíbúðar- húsa, eðlilega þróun fjölskyldu- lífs hjá þjóðinni og lama heil- brigt framtak einstaklingsins víðsvegar um land. Hitt atriðið, sem um ræðir, er bygging nauðsynlegra útihúsa í sveitum og verbúða við sjóinn. Það leiðir af sjálfu sér, að höml- ur í þessu efni eru alltaf til ó- þæginda og oft til stórskaða. Á- kvarðanir þeirra, sem standa fyr ir veitingu fjárfestingarleyfa, hljóta líka að verða nokkuð af handahófi. Af því leiðir svo, nærri óhjákvæmilega, misrétti, og er vísast, að þeir verði þar harðast úti, sem ekki hafa dag- legan aðgang að þeim mönnum, sem ráða yfir þessum hlutum. Flm. þessarar tillögu telja nægilega reynslu fengna um það, að fjárfestingarfaskipti fjárhagsráðs séu svo vafasöm, þegar um ræðir minni háttar framkvæmdir, að nú sé meir en tími til kominn að hætta þeim. Það hefur farið dálítið í taug arnar á Helga Ben., að hér í blaðinu var minnzt á óskilsem- ina hjá bænum. Hann verður nú að reyna að vera umbur'ðar- lyndur við sína heittelskuðu samborgara og taka vægt á, þó að öðrum verði það á að minn- ast á skuldir bæjarsjóðs. Máður veit, að það getur enginn með nokkrum rétti skrifað eða talað um skaldir bæjarsjóðs nema hann, — og nú skuluð þið, verkamenn, passa ykkur á áð vera ekki að ergja blessunina hann Helga Ben. á því að vera Aðalfundur: Knattspyrnufélag ið Týr hélt aðalfund sinn s.l. sunnudag. í stjórn voru kosnir Karl Jónsson, formaður, Kristján Ingólfsson, ritari, Ragnar Haf- liðason gjaldkeri og meðstjórn- endur Marteinn Tómasson og Sigríður Ólafsdóttir. Félagið mun framvegis starfa í þrem deildum, frjálsíþróttadeild og er formaður þeirrar deildar Eggert Sigurlásson, knattspyrnudeild, formaður Ólafur Erlendsson og kvennadeild og er formaður hennar Guðný Gunnlaugsdóttir. Dánarfregn: Nýlátin er í Sjúkrahúsinu Ragnhildur Run- ólfsdóttir frá Þorlaugargerði. Var Ragnhildur heitin 67 ára er hún lést og hafði átt við van- heilsu að stríða um nokkurt skeið. Einnig er nýlátin í Sjúkra- húsinu eftir mjög erfiða sjúk- dómslegu Kristjana Oddsdóttir, 43 ára að aldri, kona Karls Jó- hanssonar frá Brekku. Þjóðkirkjan: Messað kl. 2 e. h. á sunnudaginn, barnaguðs- þjónusta kl. 11 f. h. Betel: Samkoma kl. 4,30 e. h. á sunnudaginn. — að hafa hátt um það þó að þið eigið inni hjá bænum 7 vikna kaup. —o— Starfstilhögunin í rá'ðuneyt- unum í Reykjavík fer nú að verða dálítið brosleg. Helgi Hjörvar lísti því yfir fyrir stuttu, að Jónas Þorbergsson út varpsstjóri hefði getað rokið upp í ráðuneyti og skrifað með eigin hendi embættisbréf í nafni ráðuneytisins og niV. lýsir Fram- sóknarblaðið því ynr, að félags- málaráðherrann hafi komið af fjöllum, þegar hann heyrði tal- að um bréf sem félagsmálaráðu- neytið skrifaði bæjarstjóranum um vanskil bæjarsjó'ðs við trygg- ingarstofnun ríkisins — og hvar í ráðuneytið hótaði að setja bæ- inn undir eftirlit. —o— Það er dálítið broslegt þegar Framsóknarblaðið er að ófrægja Jóhann Þ. Jósefsson. Skrif þessi eru öll svo lágkúrulega gróuleg að vi'ð lesturinn smýgur þaö óviljandi inn í vitund manns að sá er þar stýrir penna sé varla andlega heill eða að minnsta knsti lítt af guði gef- inn — eða vart. verður það öðru vísi skilið, þetta er svo undur rislágt.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.