Fylkir


Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 1

Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 1
Málgagn SjáSfstæðis- flokksins Vestmannaeyjum — Jólin 1950 ¦^-^e Séra Halldór Kolbeins: JOLAHUGLEIÐING } H / } \ ) ( l ) ú Bæn. Faðir vor. Blessa þú oss þessa heilögu hátið. Lát hana auka frið og kœrleika, gleði og gúð- leika. Lát hana kenna oss að sættast og fyrirgefa og rétta hver öðrum bróðurhönd. Lát hana vekja i hjörlum vorutn óslökkv- andi þrá eftir meiri kærleika. Lát oss hverfa allan ótta. Drottinn, Jesús Kristur. Vér þökkum þér, að þú hefur kom- ið til vor. Gef oss náð, til þess að fylgja þér i sælu og þjáningu kærleikans. Guð, heilagur andi. Vér lof- utn þig og vegsömum, tignutn þig og tilbiðjum. Þú ert eilifur kærleikur og óumbreytanlegt Ijós. Hrif þú hugi vora. Stjórna pú höndum vorum. Helga þú vilja vom. Guð, faðir, sonur og heilag- ur aridi. Þú, sem ert og varst og verður. Þér sé dýrð um aldir alda. Hjörtu vor horfa fagnandi i hæðirnar til þin. Hjdlþa þú oss að elska þig. Ver þú Ijós vort og lif um allar eilifðir. Amen. Lúk. 2., j. Fœddi Maria þá son sinu frumgetinn og lagði hann i jölu. Amen. Svo segir skáldið: „Það dimm ir svo oft i heimi hér. Því liroki og sundrung veldur. Og útskúf- að friðarengli er, en ofstoþinn velli heldur. — En jólanna helgi um hjörtun fer, sem hreinsandi Drottins eldur. Þá bjóða menn fúsir bróðurhönd. Þá birlist í hugaus leynum. Þá knýtast að nýju brostin bönd. Þá bœtt er úr sdrum meinuni. Og þá er, sem tengist lönd við lönd í Ijómandi karleik hrein- um. Vér hugsum i samræmi við þessar Ijóðiinur, er vér óskurn hver öðrum gleðilegra jóla. — Fœðingarhátíð Jesú er i raun og veru nýárshátið. Vér miðum limatal vorl, vio fœðingu hans. Og þegar hann fœðist rennur ujjJj nýtt dr i sögu veraldarinn- ar, friðar- og kœtieiksár. — Og á þessum degi verður á ótelj- andi tungumálum minnzt þess,- hvernig þetta hefur orðið. Um þetta efni eins og önnur eru til óteljandi sjóuarmið, svo að rœð- urnar á jólunum verða víðs veg- ar hver aiinari mjö'g ólikar, þó mun ein hugsjón þar af öllum bera sem Drottuing, þvi að án hennar er i raun og veru ekki hægt að flytja jólaneðu. Sú hug- sjáti er kœrleikurinn, lúð eina, sem er úumbreytanlegt i tilver- unni. Kærleikur Guðs og manna. — Gefi Crtið oss öllum gleðileg jól i þeim skilningi, að kœrh'ikurinn, ástúðin, brúður- hugurinu og fyrirgefningarvilj- inn aukist. Verði gleðileg jól í þeim skilningi, að kærleikurinn verði allt i öilu í lífi voru. Hve undusramlegur er kær- leikur Guds, allt megnar hann. Og allt hið góða gjörir hann. — Jafnvel þótt smágjör foldar- frœ frjósi i vetrarins hriðum, vakna þau samt i. vorsins blæ, vaxa i sumarsins bliðum. Hver kallar d hið leýnda lif, þegar loks endar - vetrarkif<! Blómanna og biriunnar faðir. — Hvcrnig sem hugur vor kann að myrkvast og vér að fara af- vega, ketnur þó Drottinn Guð sjálfur á þessari nótt og kallar á hið leynda líf, sem með dylst, kallar fram kætieikseðlið, sem með oss býr og hjörtu vor end- uróma boðskaþ Iians: Elskaðu barnið tnitt, elskaðu af öllu hjarta. Ég vil gefa þér kærleik- ann. — Svo elskaði Guð heim- inn, að hami gaf son sinn ein- gelinn, til þess að hver sem á hann trúir glatisl ekki, held- ur iiafi eilift lif. Og elskdn er sterk, hefur almættiskraft, þvi að á þessari nótt hefur sonur Guðs rofið fortjald efnisins og iklœðzt mannlegum likama, svo að vér öll getum skilið undur- samlega möguleika elskunnar, elsku Guðs, iil þess að frelsa synduga menn. Jafnvel þótt sálu sýndugs tnanns sýnist oft, glaðar hér vera, tnegnar samt kraftur kætieikuns kraftaverk dýrlegt gera. Skaþast. af tiýju hjarta hreiut, hönd Guðs er þar að starfi leynt. — Kærleikurinn get- ur sigrað, þvi að þar setn kær- leikurinn er, þar er almættis- kaftur Criiðs. Vér eigum aldrei að óttast að reyna veg kærleik- ans, þó að vísu sá vegur verði Framh. á 2. síðu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.