Fylkir


Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 5

Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 5
FYLKIR 5 hafði litið svo ástríku augna- ráði á barnsandlit. „Leggstu nú og hvíldu þig dálitla stund“, hélt hann áfram, „og segðu mér svo, hváð þú lieitir". „Rut“, svaraði hún. „Hvar á pabbi þinn heima?“ „Ég á engan pabba“. — Rödd- in varð angurvær. „Engan pabba? En þú átt þó mömmu?" „Já, en hún er ekki mamma mín í alvöru". „Sendir hún þig út til að betla?" „Já“, svaraði hún svo lágt, að varla heyrðist. „En hún gæti ekkert að því gert“, bætti hún við, eins og hún vissi, áð þetta var ekki rétt. Gagnvart þessari litlu, mun- aðarlausu mannveru, varð all- ur einstæðingsskapur og armæða læknisins að engu. Með tárvot- um augum horfði Rut á Iiann og spurði: „Ertu rei'ður við mig, læknir, fyrir það að ég betla?“ „Alls ekki, barnið mitt. En segðu mér eitt, heldurðu að mömmú þinni mislíki, ef þú kemur ekki strax Iieim?" Rut hélt,' að svo væri ekki, því að mamma heúnar hefði farið út, og hún hefði ekki hug- mynd um, hvenær hún kæmi aftur. „Geturðu þá ekki haldið jól- in hér hjá mér?“ „Jú, það get ég, en hvaðan fáum við mat?“ „Hvað langar þig í?“ Eftir langa umhugsun kom svarið: „Heldurðu, að við getum fengið hrísgrjónagraut og epla- skífur?" „Við skulum athuga rnálið", svaráði læknirinn. Hann Iúingdi og ráðskona hans, sem bjó ásamt fjölskyldu sinni í næstu íbúð, kom inn. Meðan þau lögðu sainan ráð sí!n, leit Rut í kringum sig. Allt í einu konr hún auga á beinagrind og spurði skelfd: „Hvað ef þétta ljóta þarna í . horninu?" - ..Þáð er maður, sem er dá- inn“, svaraði læknirinn. Svona munuin við bæði líta út ein- hvern tírna. Allir verða áð deyja". \ „Hvers vegna verðum vi,ð að deyja?" Læknirinn tók um ennið. Hérna stoðaði engin vísindaleg skýring, Ekki var um aðra leið að ræða, en að letta . aðstoðar hjá gömlu barnatrúnni, sem tekið var að fyrna yfir. Hann settist því hjá litlu stúlkunni og tók í hendi hennar. „Gerir þú ætíð það, sem þú ættir að gera?“ . Með blygðun, varð Rut að játa, að það gerði hún ekki. „Sjá’ðu nú, Rut, þannig er því varið með alla menn. f>að líður varla sá dagur, að við breytum ekki ranglega á ein- hvern hátt. Þess vegna hefur Guð, sem er réttlátur, ákveðið, áð við, sem hegning fyrir það, sem nefnist synd, verðum eins og beinagrindin þarna. Rut gaut augunum út í horn- ið. „En þú skalt ekki verða hrædd“, sagði læknirinn. „Guði er syndin sem sagt rnjög and- stæð. En hann er líka kærleik- urinn. Og hann elskar rnenn- ina, sem hann hefur skapað, svo mikið, að hann vill ekki, áð þeir séu algert herfang dauðans. Kvöld eitt sem þetta fæddist í Betlehem, langt í burtu, lítið, fátækt barn. Það barn var jafn fátækt og þú ert nú. En englar Guðs komu niður frá himnin- um. Og hugsaðu þér, þeir beygðu kné fyrir fátæka barn- inu og búðu öllum heiminum að gera hið sama, því að barnið var Jesús, eingetinn sonur Guðs. Hann kom fátækur, allslaus til þess að bjarga mannkyninu frá dauða og búa því betra líf en það, sem við lifum hér á jöfðu. Þessa lífs getur hver og einn orðið aðnjótandi, ef maður trú- ir á hann, elskar hann og elsk- ar aðra á sama hátt og hann gerði. Þess vegna eru jólin hátíð gleðinnar. Þá minnumst við Guðs, sem steig hingað niður til okkar. Englarnir boða þessa sömu gleði og frið hverjum og einum, sem vill trúa á þennan Jesúm, já, og syngja sama söng- inn og jólakvöldið fyrsta". Vindurinn- gnauðaði úti fyr- ir. Læknirinn benti í áttina til gluggans og hélt áfram: „Heyrðu, Rut, nú er alveg eins og englavængirnir strjúkist við rúðutnar. Nú bera þeir jóla- gleðina einnig til okkar, sem sitjum ein hér inni. Við þurf- um aðeins að opna hjörtu okk- •ar“.' • Nú kom ráðskonan. Rut Ieit stórum augum upp. Þarna var sælgætið, sem hún hafði beðið um. Og þótt hún hefði aðeins aðra hendina sér til hjálpar, tók hún liraustlega til matarins. En allt tekur enda. Jólamál- tíðin einnig. Læknirinn leiddi litla sjúklinginn með sér inn til hinnar fjölskyldunnar. Þar stóð lítið,. skreýtt jólatré á borðinu. Langt yar síðan slíkt hafði sézt í híbýlum læknisins. Og nú þurfti Rut ekki að brjóta heil- ann um, hvað hún ætti að taka sér fyrir hendur. Þess sem eftir Gleðileg jól! Farsælt komandi ór. Þökk fyrir viðskiptin á órinu sem er að líða. Netagerð Vestmannaeyja. Gleðileg jól! Farsælt komandi ór. Þökk fyrir viðskiptin á órinu sem.er að líða’. Netagerð Reykdals Jónssonar Gleðileg j ól! Farsælt komandi ór. Þökk fyrir viðskiptin ó órinu sem er að líða. SHE'LL H . F . Áb.m.: Björn Guðmundsson. — Prentsmiðjan Eyrún h. f.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.