Fylkir


Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 7

Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 7
F Y L K I R nótt? Voruð }rér einn eða með öðrum kaupmanni? Sáu’ð þér hinn kaupmanninn í morgun? Hvers vegna fóruð þér úr kránni fyrir dögun?“ Aksionov furðaði sig á því, að öllum þessurn spurningum skyldi beint að sér, en hann lýsti því, sem skeð hafði og bætti við: „Hvers végna eruð þér að yf- irheyra mig, eins og ég sé þjóf- ur eða ræningi? Ég fekðast í viðskiptaerindum, og það er engin þörf á því að spyrja mig spjörunum úr“. Embættismaðurinn kallaði á hermennina og sagði: „Ég er lögreglustjóri í þessu héraði, og ég spyr yður vegna þess, áð kaupmaðurinn, sem þér gistuð með síðastliðna nótt, fannst skorinn á háls í rúmi sínu. Við verðum að leita í farangri yðar“. Þeir aengu inn í húsið. Her- mennirnir og lögreglustjórinn opnuðu ferðatöskur Aksionovs og rannsökuðu þær. Skyndilega dró foringinn hníf úr einum pinklinum og hrópaði: „Hver á þennan hníf?“ Aksionov sneri sér við, og þeg- ar hann sá blóðugan hníf dreg- inn fram úr farangri sínum, varð liann skelfingu lostinn. „Hvernig stendur á þessu blóði á hnífnum?" Aksionov reyndi áð svara, en kom ekki upp nokkru orði. Loksins tókst honum þó að stynja upp: „Ég — veit — það — ekki — ég — á — hann — ekki“. Þá sagði lögreglustjórinn: „Kaupmaðurinn fannst skor-- inn á háls í morgun í rúmi sínu. Þér eruð eini máðurinn, sem hefur' getað framið glæp- inn. Húsið var lokað að innan- verðu, og engir gistu þar aðrir en þið. Hér finnst blóðugur hnífur í farangri yðar, og svip- ur yðar og látbragð kemur upp um yður. Segið mér nú, hvers vegna þér myrtuð hann og hve miklurn peningum þér stáluð“. Aksionov sór og sárt við lagði, að hann væri saklaus. Hann sagði, að hann hefði ekki séð kaupmanninn eftir að þeir drukku teið, að hann hefði enga peninga, nema 8 þúsund rúblur, sem hann ætti sjálfur, og að hann ætti ekki hnífinn. Röddin var brostin, hann var náfölur í andliti og skalf af ótta, %ins og rnaður, sem finnur til sektár sinnar. Lögreglustjórinn skipaði her- mönnunum að binda Aksionov og láta hann í vagninn. Aksio- nov signdi sig og grét, þegar þeir bundu fætur hans og fleygðu honum inn í vagninn. Peningarnir og varningurinn, Jóhann Svarfdælingur dvelur nú i Hollyvood, og er byrjaðu 1 að leika i kvikmyndum. allt var frá honum tekið. Hann var fluttur til næsta þorps, og þar var honurn varpáð í dýfl- issu. Fyrirspurnum var haldið uppi í Wladimir um fortíð lians. Kaupmenn og aðrir íbúar borgarinnar sögðu, að áður fyrr hefði hann neytt víns og svall- að mikið, en þó væri hann í rauninni bezti drengur. Síðan hófust réttarhöldin. Hann var ákærður fyrir að hafa myrt kaupmann frá Ryazan til fjár og rænt 20 þúsund rúblum. Konunni hans lá við örviln- un, og hún vissi ekki, hverju hún átti að trúa. Börnin voru öll kornung, það yngsta á brjósti. Hún hélt til borgarinn- ar, þar sem eiginmaður hennar sat í fangelsi, og tók öll börnin með sér. í fyrstu var henni ekki leyft að koma til hans, en eft- ir þrábeiðni, tókst henni að fá leyfi til þess hjá yfirvöldunum. Þegar hún sá eiginmann sinn í fangaklæðum og hlekkjaðan, lokaðan inni meðal þjófa og morðingja, féll hún í öngvit og kom ekki til sjálfrar sín fyrr en eftir langa hríð. Er hún rank- aði við sér, hjúfraði hún börn- in sín að sér og settist niður við hliðina á manni sínum. Hún færði honum fréttir að heiman og spurði svo, hvað liefði eiginlega komið fyrir. Hann sagði henni satt og rétt frá öllu og hún spurði: „Hvað getum við ntt gert?“ „Vbð verðum að senda keisar- anum bænaskrá um að svipta ekki saklausan mann lífi“. Konan lians sagði honum, að hún hefði sent keisaranum bænaskrá, en hann hefði dauf- heyrzt við því. Aksionov sagði ekkert, en starði í gaupnir sér. Þá sagði konan hans: „Það var fyrir einhverju, að mig dreymdi, að þú værir orðinn gráhærður. Manstu eftir því? Þú hefðir ekki átt að fara þenn- an dag“. Hún strauk fingrun- um gegnum hárið hans og bætti við: „Elsku Vanya minn, segðu konunni þinni sannleikann. V7arst það þú, sem gerðir þetta?“ „Svo að þú tortryggir mig líka“, sagði Aksionov, huldi and litið í höndunt sér og fór að gráta. Þá kom, hermaður inn í klefann og sagði að konan og börnin yrðu að fara, og Aksio- nov kvaddi ástvini sína hinzta sinni. Þegar þau voru farin, rifjaði Aksionov upp fyrir sér þáð, sem þeim fór á milli, og þegar hann minntist þess, að konan hans hafði líka grunað hann um verknaðinn, sagði hann við sjálfan sig: „Mér sýnist, að guð eintt þekki allan sannleikann. Til hans eins verð ég að skjóta rnáli mínu, og frá honum eirt- um get ég vænzt miskunnar“.. Aksionov sendi engar bæna- skrár. Hann gaf upp alla von og bað til gúðs. Hann var dæmdur til húð- strýkingar og Síberíuvistar. I-Iann var hýddur með hnúta- svipu, og þegar sárin undan hnútunum voru gróin, var hann sendur til Síberíu ásamt öðruiii glæpamönnum. f 26 ár lifði Aksionov setit Hvíld á sjó Margir líta svo ó, að fótt veiti betri hvíld en róleg sjóferð á góðu skipi, og því er það, að fæstir sjó eftir þeim tíma, sem í sjóferðina fer, ef þeir ó annað borð hafa óstæður tii að taka sér hvíld fró störfum. Hafið, með sínu lífi, hefir líka sitt aðdróttarafl, og landsýn er oft hin fegursta fró skipi. — Nú höfum vér betri skipakost en fyrr ó órum til farþegaflutnings, og ætti því fólk að athuga það tímanlega hvort ekki væri rétt að taka sér far með skipum vorum. Skipaútgerð ríkisins

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.