Fylkir


Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 11

Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 11
F Y L K I R Halldór Guðjónsson: JÓLAHUGLEIÐING Mustads- önglar eru beztir Enn þá er komið að jólum. Jólaannir, jólays. Öllu þarf að vera lokið fyrir jól- in. Einn þarf að fá þetta gert fyrir jólin, og pnnar hitt. Allt fyrir jólin. Undir veldi hinnar voldugu drottningar, tízkunnar, er svo komið hjá okkur, eins og fleiri þjóðum, að jólin eru þau tíma- mót ársins, sem allt miðast við, framar öðrum hátíðum og tíma- mótum. Og hvað eru þá jóiin? Fávísleg spurning mun ein- hver segja. En ef til vill væri það bæði fróðlegt og þroskandi að skyggnast um eftir svörum við þessari spurningu með því að láta hugann reika um víðlendur umhverfis og athafna hins dag- lega lífs. Já, hvað eru jólin? Fæðingarhátíð frelsarans, svarar hinn sannkristni maður, sem í hljóðlátri auðmýkt krýpur .frelsara sínum, finnur nálægð hans og andlegan styrk, finnur kærleiksmátt hans gagntaka sál sína. Finnur frelsandi sælu af andlegri návist hans í einlægri bæn og tilbeiðslu. Minningarhátíð um fæðingu mikils meistöra, mannkynsfræð- ara og höfund merkilegs siða- lærdóms, segir heimspekingur- inn, hin leitan'di sál. Þannig svar ar maðurinn, sem á grundvelli skynseminnar leitar andlegra verðmæta hvar sem þau kunna að finnast. Hann, sem engu slær föstu um persónu Guðs né Guðs- sonar, en leitar Guðs og finnur sinn' Guð í fegurð og hrein- leika. Finnur hann jafnvel meðal ólíkra trúflokka. eða utan trú- flokka, finpur nálægð, hans í heiðríkju hugans, innileik hjart- ans, í hógværð" smælingjans og hetjudáð hins göfuga mikil- mennis. Já, finnur Guð í skini sólar og skiptingu dags og næt- ur, í öllum hinum óteljandi undrum bæði í mikilleik og smæð alheimsins, þeirra náttúru lögmála, sem við lifum og hrærumst í. finnur hann í sjálfu mannlífinu og í öllu því við- feðmi rúms og tíma, sem hugur hans nær til að reika um. í hug- jkoti þeirra, sem þannig svara spurningunni óma orð skáldsins: ,,Guð allur heimur, eins í lágu og'háu, er opin bók um þig, sem fræðir mig. Og hvert eitt blað á blómi jarðar smáu er blað, sem margt er skrifað á um þig." Skólaæskan hrópar í hrifn- ingu: Kærkomið leyfi frá til- breytingarlitlu stagli og þreyt- andi setu ó skólabekk. Gleðileg heimkoma til foreldra og syst- kina hjá þeim mörgu, sem í fjar lægt búa vegna skólagöngu eða annarra ástæðna. Upplyfting, líf og fjör. Hvíld og endurnæring á starfskröftum. Ofurlítil tilbreyting í matar- æði, segir bóndinn og hans fá- menna lið, sem engan fridag getur tekið frá daglegri umönn- un búfjár og búverkum. Og ef til vill tekur sjómaðurinn á hafi úti undir á svipaðan hátt. Meira erfiði og amstur en nokkurn tíma annars, segir hús- freyjan, sem verður að bæta öllum aukaverkum undirbúnings ins ofan á hin venjulegu heim- ilisstörf. Gjafir og gaman, segir barnið, sem enn er á því stigi að skilja aðeins atlæti og yfirborð. Alveg einstaklega kærkomið tækifæri, segir fjárplógsmaður- inn, til þess að auka viðskipta- veltuna, bæta fjárhaginn eða koma fótum undir nýtt fyrir- tæki.. Hlýtur hann ekki jafn- framt að brosa með sjálfum sér að ægivaldi tízkunnar yfir ung- um og gömlum, ríkum og snauð- um, jafnvel fáráðiingnum, sem lætur sinn síðasta eyri fara fyrir hégóma og tildur til misvalinna og misþakkaðra jólagjafa. Enn ein ný og þægileg ástæða til að drekka og svalla, segir hinn ístöðulitli óreglumaður, tækifæri til að afsaka sinn eig- in veikleika og illa meðferð fjár frá sér og sínum. Hlægileg siðvenja, segir trú- leysinginn, hinn blindi efnis- hyggjumaður. Hlægileg, en þó ef til vill meinlaus og jafnvel hágkvæm, því á öllum stigum trúarlífs og trúleysis eru að sjálfsögðu margir, sem koma KVENTÖSKUR og TREFLASETT (trefill, húfa og vettlingar) nýkomið Tvö herbergi Til sölu 2 stólar og þrísettur sófi enn- fremur 2 stólar. Allt alstoppað með spónlagða arma og nýtt. Kristián Kristófersson. ALLT þetta » bjóðum vér; yð,ur í jólamatinn: til leigu í Vöruhúsinu. auga á hið hagkvæma og nota sér ýmist veikleika eða styrk- leika annarra til þess að hagn- ast á í einhverri mynd. Allt eru þetta aðeins brot úr hugsuðum svörum. Brot af þeim ómum, sem ýmist blunda eða bærast í djúpi vitundarlífsins og mannlegra kennda. Og þannig mætti lengi telja, lík og ólík svör við spurningunni: Hvað eru jól- in? Svör, sem eru ýmist einstakl- ingsleg eða samfélagsleg, þ. e. háð ákveðnum kennisetningum trúflokka eða kirkjudeilda. Og þótt svörin séu ýmist sprottin af innilegri trú, heilagri lotningu Hangikjöf — nýreykt Svínakjöf Léttsaltað kjöt Nautakjöt (buff og gullach) Hakkað kjöt Svið Sviðasulta Slátur Salat Álegg — 20 tegundir Rjómi. og skyr, væntanlegt með Heklu. Á aöeins einum stað kaupa menn í matinn. Bæjorbúðin. Sími 6

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.