Fylkir


Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 13

Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 13
FYLKIR 13 Þorsfeinn Jónsson í Laufási: JÓLAMINNINGAR Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til. Allir fá þá eilthvað fallegt, einkanlega kerti og spil. Já, kerti og spil. Það var það, sem flest börn óskuðu sér helzt til jólagjafa, frá því fyrsta, að ég man til. Kertin til að auka birtu og dreifa myrkrinu, þó ekki væri nema um stundarsak- ir, á hinum löngu og oft drunga legu skammdegisdögum hér á nohðurhjara jarðar. Er það ekki svo, að allir, bæði ungir og gamlir, þrá meira ljós? Jú, áreiðanlega. Ekki eingöngu kerta-, rafmagns- eða önnur þau ljós, sem dreifa skammdegis- myrkrinu, sem umlykur okkur, heldur einnig hið andlega ljós hlýju og kærleika, sem öllum mannverum eru meðskapaðar, en margir eru því miður allt of sparir á áð tendra, sjálfum sér-til blessunar og lieilla, og öllum samferðamönnum á lífs- brautinni til ánægju og fagn- aðar. Það var öðruvísi með spilin. Þau mátti ekki snerta, já, ekki einu sinni skoða mannspilin á sjálft jólakvöldið. Þetta hlaut að vera rétt, því íullorðna fólk- ið snerti ekki spil þetta kvöld, enda hafði maður heyrt, að svo margt miður skemmtilegt hefði átt sér stað. Auðskilið var, að ekki var eigandi á hættu að spila á langhelgasta kvöldi árs- ins, þegar af því stafaði sú ógn, sem munmnæli hermdu, og prentuð voru í bókum, því fáir : ætluðu að ósannindi væru prent uð á þessum árum. Ég held yfirleitt, að tilhlökk- un barna og fullorðinna til jól- anna á æskuárum mínum hafi sízt verið minni þá en nú á dög- um, þrátt fyrir ólíkt bættari hag að öllu leyti. Þetta er líka auðskilið. Fá- breytni hins daglega lífs var svo mikil hér áður, að öll til- breyting, hversu smávægilega sem var, þótti þá viðburður. Að ég nú ekki tali um blessuð jólin og allt það óvenjulega um- stang, seni þeim fylgdu og fylg- ir víst alltaf. Að hreinsa og ræsta þessi moldargreni, sem voru íbúðir margra hér í Eyj- um fyrir 60—70 árum síðan., Sérstakur blær var yfir þessu starfi, vegna þess stórviðburðar, sem í vændum var. Jafnvel sandurinn, sem sóttur var við þetta tækifæri umtölulaust, varð að vera sérstaklega hvítur og fallegur. Gjörði hann sitt til að tnoldagólfin í gönguin og bæjardyrum, einnig sumum bað stofum, hverra gólf voru ekki öll lögð timbri, urðu ótrúlega vistleg og hlýleg, svo að þar sannaðisL „Hvert fátækt hreysi höll nú er, því Guð er sjálfur gestur hér“. Þrátt fyrir margskonar erfið- leika hjá mörgum á æskuárum mínum, var þess vandlega gætt, að láta engan fara í jólaköttinn. Nýir bryddaðir eða snúraðir skór með rósaíleppum, nýjar flíkur, stundum utast og innst, Stórborg i jólaskrúði. Gleðileg jól! Farsælt komandi ór. Þökk fyrir viðskiptin, ó órinu sem er að líða. Hraðfrystistöðin s.f. Gleðileg jól! Farsælt komandi ór. Þökk fyrir viðskiptip ó órinu sem er að líða. Gunnar Ólafsson & Co. Gleðileg jól! Farsælt komandi ór. Þökk fyrir viðskiptin ó órinu sem er að líða. MAGNI H . F Gleðileg jól! Farsælt komandi ór. Þökk fyrir viðskíptin ó órinu sem er að líða. Verzlunin Þingvellir Gleðileg jól! Farsælt komandi ór. Þökk fyrir viðskiptin ó órinu sem er að líða. Bifreiðastöð Vestmannaeyja

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.