Fylkir


Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 15

Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 15
FYLKIR 15 Þegar Sigurður kom á Suð- ureyjarsund sáu hásetar lians bát á sigiingu og virtist þeim augljóst, að vélin í honum væn biluð. Hélt Sigurður samstund- is 1 átt til bátsins til þess að bjóða honum aðstoð sína, ef á þyrfti að halda. Þá var ekkert björgunarskip í Eyjuin. Þór kom ekki fyrr en árið 1921. Þegar Baldur nálgaðist bát- inn sáu skipverjar, að Ceres var þarna á ferð, að reyna að leita lands á segiunum einum. Bilun hafði orðið á vélinni, og reyndist ógerningur að bæta úr henni. Bauðst Sigurður nú til þess að reyna að draga Ceres í land, enda voru lítil líkindi til að heppnast mundi, að komast á seglum í höfn í þessari vindátt. Eftir allmikla erfiðleika, vegna ókyrrðar og veðurhæðar, tókst að koma dráttartaugum milli bátanna. Lagði -Baldur síðan af stað með Ceres í eftir- dragi. Þrátt fyrir storminn mið- aði Baldri allvel og innan stund ar voru bátarnir komnir í var vestan undi Heimaey. Sóttist förin nú betur, því sjólaust var þarna og miklum mun lygnara en úti á rúmsjó. Leið ekki á löngu þar til bátarnir voru komnir undir Eiðið. Varð þá nokkur ráðagerð um það með formönnunum, hvort halda skyldi áfram ferðinni, en erfið- asti og hættulegasti kaflinn var eftir: fyrir Klettinn. Ákveðið var að halda áfram, þó teflt væri í tvísýnu, enda var mönn- um jafnan ógeðfellt að liggja úti. Síðar var haldið í Faxasund og austur Flóann. Gekk ferðin hægt og sígandi, en slysalaust. Þegar kom austur fyrir Kletts- nef, á Mið-Flóann, var beygt í átt að Leiðinni og haldið inn á Botn, undan vindi og sjó. „Leiðarróðurinn“ tókst vel, enda þótt klukkan væri orðin tíu að kvöldi og því erfitt í myrkrinu að sjá til þess að taka lagið. Tókst svo giftusamlega til að bátarnir lirepptu engin brot á Leiðinni eða Hnyklin- um. Þegar komið var nokkuð inn fyrir Skötu stýrði Sigurður Baldri inn í Lækinn. Ætlaði hann að leggjast að Bæjarbryggj unni, enda þótt illa sæist til vegna slæmrar lýsingar á bryggj- unni. Lítil iíkindi voru til að hann gæti náð bóli sínu á Botninum með Ceres í drætti. Átti hann naumast annars kostar. , Þannig stóð á sjó, að háflæði var og allmikill sogadráttur í höfninni. Svo flóðhátt var að framanverð Bæjarbryggjan fór á kaf í sogunum, og brotin gengu í Lækinn inn yfir Nausthamars- bryggjuna. í þeim svifum er Baldur kom í Lækinn gekk að stórsog og þung alda féll á bátinn inn yfir Nausthamarsbryggjuna. Um leið kippti Ceres í dráttartaugina, svo að Baldur sneri framstefni upp á Bæjarbryggjuna og missti alla ferð. Skipti engum togum, að aldan varpaði Baldri upp á lægi'i hluta Bæjarbryggjunnaj. Sennilega liefði báturinn farið vestur af Bæjarbryggjunni og alla leið upp í Bratta, ef svo hefði ekki viljað til áð ljósa- staur, sem stóð á bryggjunni, varð fyrir bátnum og varnaði leiðarinnar. Hefði báturinn far- ið yfir bryggjuna, leikur varla á tveim tungum, að báðir bát- arnir hefðu brotnað í spón í klöppunum í Bratta, og hefði þá verið tvísýnt, hvort menn- irnir hefðu bjargazt. Nokkra stund veltist bátur- inn við staurinn, en lyftist smám saman ofar á bryggjuna, svo að hann varð laus staurs- ins. Eftir þáð leið ekki á löngu, að alda lyfti bátnum upp á hærri bryggjuna þannig, að kjölurinn nam við brúnina og haggaðist hann lítið eftir það. Ceres hrakti vestur fyrir bryggjuna og hékk í dráttar- tauginni unz hægt \far að festa hana við bryggjuna. Svo var flóðið liátt, að ekki var viðlit að komast úr eða að bátnum fyrr en nokkuð var fjar- að. Þegar hætti að flæða yfir bryggjuna, var tekið til við að afferma Baldur. Línan var flutt úr honurn og fiskurinn, sem reyndist vera um fjögur liundr- uð af þorski, auk trosfisks. Því næst fór fram rannsókn á bátn- um og reyndist hann furðu lít- ið skemmdur. Nokkur göt fundust á súðinni og strákjöl- urinn var brotinn eftir endi- löngu. Nú vandaðist Tnálið. Hvern- ig átti að ná bátnum af bryggj- unni án stórskemmda? Sumir vildu láta sjóimi hafa fyrir þv{ en aðrir tðldu þáð óráðlegt. Að því ráði var þó iiorfið. Var nú tekið til óspilltra málanna. Segldúkur var negld- ur fyrir götin á súðinni. mik- il tré voru ilutt að til þess að vega kjöiinn upp fyrir bryggju- brúnina. Tókst það vonum framar fljótlega. Síðan voru bönd sett um bátinn og þeim fest við bryggjuna, svo hann færi ekki beint upp í hraun- klappirnar í Bratta. Þá hefði hann brotnað í spón. Þegar öllum undirbúningi Gleðileg jól! Farsælt komandi ór. f\h Þökk fyrir viðskiptin ó órinu sem er að líða. Vestmannaeyja Bíó s.f. Gleðile g j ól! Farsælt komandi ór. Þökk fyrir viðskiptin ó órinu sem er að líða. Isfélag Vestmannaeyja Gleðile g jól! Farsælt komandi ór. Þökk fyrir viðskiptin ó órinu sem er að líða. Fiskimjölsverksmiðja Ástþórs Matthíassonar Gl e ð il e g jól! Farsælt komandi ór. Þökk fyrir viðskiptin ó órinu sem er að líða. Efnalaugin Straumur h.f. Gleðileg jól! Farsælt komandi ór. Þökk fyrir viðskiptin á órinu sem er að líða. Heildverzlun Gísli Gíslason

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.