Fylkir


Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 17

Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 17
FYLKIR Hún gargaði og lamdi vængjum í gríð og kerkju og reyndi meira að segja að bíta gestina. Ekki urðu þessir móttökusiðir liennar þó a'ð slysum, en hljóða- laust gekk það ekki til. Eftir að hafa dvalið um stund við heimkynni Frú Súlu, var larið í heimsókn í „prestsetrið", en svo illa hittist á, að „sker- presturinn" var ekki heima. Var þess helzt getið til, að hann myndi Iiafa skroppið á nökkva sínum norður í „Þrídranga“. Var stúlkunum sögð gamla þjóð sagan uin „skerprestinn" og fannst þeim, eftir þá frásögn, tilgátan um burtveru hans mjög sennileg og það líka að ekki mundi þeini auðnast að sjá klerk í þessari ferð. Heima hjá presti var því lítið liægt að sýna stúlkunum, nema peningaeign hans og fannst þeim það mikill og fagur sjóður. Eftir þessa heimsókn var aft- ur farið í tjaldið, snæddur hálf- hrár brimsaltur lundi, drukkið gott kaffi, hlustað á útvarp, sungið og saman spjallað um stund, en síðan farið að búa sig til heimferðar. Tók það ekki langan tínra áð ganga frá öllu dóti og tjaldinu, senr allt skyldi eftir verða, og svo haldið vestur í svonefnda „þró“ þar sem nið- urferðin suður af eynni byrjar. Vitanlega var farið með bönd, því þarna er ókleift niður að fara og verður því að fara í böndunr niður á Steðja. Svavar fór fyrstur niður og skyldi hann annast súlkurnar eftir niðurkomuna og koma þeinr í bátinn, en Hjálmar tók að sér hið, vandasama og fá- heyrða verk að binda þær í bandið og gefa þeim niður. Það er vissulega ólrætt að segja lrið vandasama verk að binda þær í bandið, því slíkt hafði Hjálm- ar aldrei gert fyrr, þótt hann sé ýnrsu vanur og öllu er snert- ir fjallaferðir. Hann viður- kenndi það líka, að hann hálf- kveið fyrir þeim handbrögðunt og að bindingin færi öll í handa skolum hjá sér (og finnst mér það mjög eðlilegt) en sem vit- anlega mátti alls ekki vera í neinu ábótavant ef vel átti að fara. Hann byrjaði á að binda hjúkrunarkonuna Ollu, því að hún vildi ólnr og uppvæg fara fyrst niður, og kveið engu hvorki niðurferðinni eða bind- ingunni. Eitthvað var útlit Hjálmars ekki beint djarfmannlegt þegar lrann var áð hnýta og reira böndin að nrjúku holdinu. Hann var bullsveittur, blóð- rjóður og feiminn, senr afdala- piltur í heimsókn í kvennaskóla. En þetta varð að gerast vel og vendilega, allt kák gat kostað líf- ið. Eftir nákvæma (kannski full- nákvæma!!) atlrugun hvort allt væri senr vera skyldi, lét lrann stúlkuna frá sér fara niður fyr- ir brúnina, settist til undirsetu og gaf henni niður jafnt og ró- lega til Svavars, senr tók hana í sína arma og leysti úr band- inu, Niðurferðin hafði gengið að óskum og allir hnútar hald- ið. Svo kom röðin að Ragnheiði, — sömu handtök og hnútar — og var Hjálmar nú öllu örugg- ari í framkomu. Þessi niðurferð tókst líka prýðilega enda voru stúlkurnar báðar óhræddar, ó- feimnar og djarfar en einnritt þeir kostir gerðu ferðalag þetta nrögulegt. Svo kom nú röðin að Brynj. Jónatanssyni og tók Hjálmar ekkert nærri sér að svínbinda hann og drífa niður fyrir brún og gefa lionunr rösklega niður á steðja. Þega allir voru komnir heilu og höldnu niður í bátinn var kl. 03.15 og var það prýðileg- ur gangur eftir atvikum. Ferðalag þetta er víst ábyggi- lega einstakt áð því leyti að upp á „Súlnasker" hefur sem sagt aldrei kvennraður fyrri komið svo vitað sé, og mjög vafasamt að nokkur kvenmaður hafi sigið í björg hér í Eyjum fyrr, a. nr. k. fara ekki sögur af slíku. Væri helzt lrugsanlegt að Þorgerður í Skel Gísladóttir frá Görðum hafi eitthvað sigið því lrún var alvön að fara í fjöll t. d. í Dufþekju til hvanna róta og víðar. Er þó trúlegt að mest hafi hún farið laust, eins og fleiri konur gerðu, bæði til hvannaróta og taðtýnslu um brattar fjallabrekkurnar, bekki og sillur. Að endingu. — Þar sem þessi Súlnaskersferð þótti nrikið af- rek af stúlkunum, fannst mér sjálfsagt að það kænri fyirr sjón- ir almennings á prenti, og vel þess vert að forða því frá gleymsku. Frásögn Hjálmars jónssonar. Handrit Á. Árnason. Jólavöru? Flórsykur Sagógrjón, Blönduð óvaxtasulta, Ræstiduft. NýkomiS. Verzl. Geysir Gleðileg jól! Farsælt komandi ór. Þökk fyrir viðskiptin ó órinu, sem er að líða. Eincir Þorsteinsson, rakari. Gleðileg j ól! Farsælt komandi ór. Þökk fyrir viðskiptin á órinu, sem er að líða. Oddur Þorsteinsson íþró ttafélagið „Þór“ óskar öllum félögum sínum og öðrum Vestmannaeyingum fjær og nær GLEÐILÉGRA JÖLA ÁRS OG FRIÐAR íþróttafélagið „Þór“ Gleðileg jól! Farsælt komandi ór, þökkum samstarfið ó órinu sem er að líða. Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja Gleðileg jól! Farsælt komandi ór. Þökk fyrir viðskiptin á órinu, sem er að líða. Magnús Bergsson Gleð il e g jól! Farsælt komandi ór. Þökk fyrir viðskiptin ó órinu, sem er að líða. Verzlunin Vísir

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.