Fylkir


Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 19

Fylkir - 23.12.1950, Blaðsíða 19
FYLKÍR 19 TILKYNNING TIL VTS VARSGREIÐENDA í VESTMANNAEYJUM. IÍl?-. ' • , Undirritaður hefir verið ráðinn til innheimtu utsvara og annarra gjalda til Vestmannaeyjakaupstaðar. I starfi mínu óska ég eindregið eftir góðri samvinnu við bæjarbúa og vænti þess, að þeir, sem enn eiga ógreidd útsvör og önnur gjöld til bæjarins snúi sér til mín svo fljótt sem þeim er unnt, ef þeir óska að semja um fullnaðargreiðslur. Ella verður ekki hjá því komizt að beita lögtökum og öðrum innheimtuað- gerðum til tryggingar og lúkningar gjöldunum, án frekari aðvörunar. Sérstök athygli skal vakin á því, að framvegis verða innheimtir fullir dráttarvextir af öllum áföllnum gjöldum. Skrifstofa mín verður fyrst um sinn opin að Formanna- braut 4 kl. 10—12 f. h. og kl. 1—3 e. h. alla virka daga, nema laugardaga kl. 10—12 f. h. Sími 132. Vestmannaeyjum, 15. desember 1950. J ÓN HJALTASON lögfræðingur Vestmannaeyjabæjar HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS Enn eru nokkur bréf óseld í B-flokki Happdrættisláns ríkis- sjóðs. Þar sem jafnan hefir verið allmikil eftirspurn eftir happ- drættisskuldabréfum til jólagjafa, hefir verið ákveðið að hefja nú aftui sölu bréfanna. Happdrættisskuldabréfin fást hjá öllum sýslumönnum og bæj- arfógetum og i Reykjavík hjá Landsbanka íslands og rikisféhirði. Dregið verður næst í B-flokki 15. janúar. Fjármálaráðuneytið, 11. desember 1950 \ Gleðileg jól! Farsælt komandi ár. Þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að liða. Karl O. J. Björnsson, bakari SJÁLFSTÆÐISFELAG VESTMANNAEYJA óskar öllum Vestmannaeyingum bœði nœr og fjœr GLEÐILEGRA JÓLA TILKYNNING Munið, að ef þið greiðið útsvar yðar að fullu __ fyrir áramót, fœst það dregið frá tekjum við nœ8tu útsvarsáíagningu. Gerið skil sem allra fyrst, því að óðum nálgast áramötin. BÆJARGJALDKERI AUGLÝSING nr. 22/1950. FRA SKÖMMTUNARSTJÖRA Ákveðið hefir verið, að „Skammtur 19", (fjólublár litur), af núgildandi „Fjórða skömmtunarseðli 1950", skuli vera lögleg inn- kaupaheimild fyrir 500 g. af sykri frá deginum í dag og til loka þessa árs. Jafnframt hefir verið ákveðið, að „Skammtur 18" (fjölublár litur), af núgildandi „Fjórða skömmtunarseðli 1950", skuli vera lögleg innkaupaheimild fyrir 250 g. af smjöri, fró deginum í dag og til febrúarloka 1951. Þessir nýju skammtar eru því: hálft kíló sykur út á skammt 19, og kvart kíló smjör út á skammt 18. Verzlanir eru alvarlega áminntar um að láta aðeins eina teg- und skömmtunarreita í hvert umslag, og blanda ekki þessum nýju reitum saman við eldri reiti, og skrifa siðan á þau nákvæmlega vörutegund og magn. Reykjavík 6. desember 1950. SKÖMMTUNARSTJÖRI. Sjómannabókin 1950 — Bára blá — kostar aðeins 50 krónur. Er tilvalin jólagjöf. Verzl. Björn Guðmunds.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.