Fylkir


Fylkir - 24.01.1958, Side 1

Fylkir - 24.01.1958, Side 1
Málgagn Sjálfstæðis- flokksins 10. argangur ætmmiumffiHiiiiit^HniimutiiiiimdiiiiiKMiniiiiHuHíiiimmnnciHnniiitinniRQínjnniiiiiiiniimiuniiuuimiiiiiiiiii Vestmannaeyjum 24. jan. 1958 iijimiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiuiiiiiimiiiiiimaitmuini.ii 4. tölublað. BARATTtlMÁL SIÁLFSTÆ'BISFLOKKSINS Sjálfstæðisflokkurinn lelur réff að gera nokkra grein fyrír þeim málum, sem hann, meðal annars, mun leggja áherslu á, að tekin verði fil afgreiðslu og úrlausnar 1 bæjarstjórnlnni, á komandi kjörtímabili Hafnarmálin: Á yfirstandandi kjörtímabili hafa verið hér stórfelldari hafn- arlramkvæmdir en nokkru sinni fyrr. Sjálfstæðisflokkurinn legg- ur áherzlu á, að framkvæmdum þessum verði haldið áfram. Keypt verði járn til römmunar og vakandi auga haft með að höfnin fullnægi ávallt kröfum hins ört vaxandi bátaflota. Staðið verði fast á kröfum bæjarstjórnar um að landeigandi hér, þ. e. ríkissjóður greiði allan kostnað af vörnum landbrots á Eiðinu á þann veg, að rammað verði járnþil sunnan þess, eins og hafnarnefnd og bæjarstjórn hafa lagt til. Þá leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherzlu á, að hafizt verði handa nú þegar, eða eins fljótt og frekast er kostur á, um smíði hafnar- og björgunarbáts fyrir Vestmannaeyjahöfn^ samkvæmt fyr- irliggjandi teikningu, eins og frá henni hefur verið gengið frá hafnarnefnd. Báturinn verði búinn þeim tækjum, sem Slysavarna- félagið Eykyndill, Björgunarfélag Vestmannaeyja og hafnarnefnd hafa þegar komið sér saman um. Rafmagmmálin: Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherzlu á, að fylgt verði fast eftir, að rafstrengurinn milli lands og Eyja, verði keyptur nú þeg- ar á þessu ári og lagður næsta ár, eins og ráð er gert fyrir af raforkumálayfirvöldunum. Fjölgað verði spennistöðvum í bænum, eftir því sem þörf er á og lýsing gatna og götukerfið verði endui bætt. Malbikun vega: Lögð verði áherzla á áframhaldandi malbikun vega með þeim tækjum, sem bærinn hefur þegar aflað sér. Verði götur þær, sem teknar verða til malbikunar fullgerðar með steinsteyptum rénnusteinum og gangstéttar hellulagðar jafnhliða. Verði þegar á næsta sumri malbikað úr því asfalti, sem bærinn á liggjandi að viðbættum þeim 200 tonnum, sem þegar hafa verið pöntuð og ætti að nægja til að malbika ca. 2 til 2,5 kílómetra vegalengd af gatnakerfinu. [þróttamál: Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherzlu á, að lokið verði byggingu íþróttaleikvangsins og þeirra mannvirkja, sem þar eiga að rísa. Haft verði samráð við forráðamenn íþróttahreyfingarinnar um að gera gamla íþróttavöllinn að grasvelli. Hafizt verði handa um byggingu sundhallar, og fé það, sem tekið hefur verið inn á fjárhagsáætlun bæjarins notað til byrjun- arframkvæmda á komandi suinri. Skólamál: Gagnfi'æðaskólabyggingin verði fullgerð og sköpuð þar skil- yrði til húsmæðrafræðslu. Hafizt veiði handa um viðbótarbygg- ingu við Barnaskólahúsið. Sérskólar þeir, sem hér starfa, verði styrktir með fjárframlögum úr bæjarsjóði, eins og verið hefur. Athugað verði um möguleika á stofnun vélstjóraskóla hér í Eyjum, sem útskrifi vélstjóra með réttindum til gæzlu á hin- um stærri vélum bátaflotans. Ennfremur, að athugaður verði möguleiki á stofnun stýrimannaskóla hér í Vestmannaeyjum, sem útskrifi menn með réttindum til skipstjórnar á fiskiskipum. y Heilbrigöismál: Hafizt verði handa um byggingu nýs sjúkrahúss og til þess notaður, meðal annars, ágóðinn af kvikmyndahússrekstri bæjar- ins, bæði það fé, sem þegar er fyrir liendi og þann ágóða, sem af þessum rekstri verður í framtíðinni. Haldið verði áfram atliugun á stofnun vatnsveitu fyrir kaup- staðinn, annaðhvort með leiðslum frá fastalandinu, eða með eim- ingu úr sjó, ef slíkt þykir tiltækilegt. Má í þessu sambandi geta þess, að bæjarstjórn er þegar komin í samband við þá aðila^ sem lengst eru komnir með jákvæða úrlausn í þessum efnum. Samgöngumál: Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherzlu á, að þegar á næsta sumri verði hafizt handa um bygginu nýrrar flugbrautar (þverbrautar), jafnhliða því sem lialdið verði áfram endurbótum á þeirri flug- braut, sem fyrir er. Ennfremur, að bæjarstjórn leggi ríka áherziu á, að hraðað verði eins og unnt er, byggingu liins nýja skips Skipaútgerðar ríkisins, sem ætlað er til Vestmannaeyja og Hornafjarðarferða ag fé hefur þegar verið veitt til á fjárlögum, og standi fast á því, að kröfurn Vestmannaeyinga um, að ferðum skipsins til Eyja verði hagað eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Þá geri bæjarstjórn kröfu til, að skip Eimskipafélagsins, sem sigla fram hjá Vestmannaeyjum á leið sinni til og frá erlendum höfnum, hafi hér viðkomu, taki hér farþega og skili þeim varn- ingi, sem hér á að fara í land} en flytji hann ekki áður til Reykja- víkur, eins og viðgengizt hefur á undanförnum árum. Framhald á 2. síðu. Haesæld — framfarir X D—LISTINN

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.