Fylkir


Fylkir - 31.01.1958, Blaðsíða 1

Fylkir - 31.01.1958, Blaðsíða 1
 Mólgogn Sjálfstæðis- fíokksins 10. argangur aeaæiKmwfflnpjnMamnirmnmmnr^m-iissiimr^míiiRimirTTtiHi!!!;;;,;;-! Vestmannaeyjum, 31. jan. 1958 5 .tölublað. fengu hreinan meirihluta. í bæjarstjórnarkosningum þeim, sem fram fóru á sunnudaginn var, fékk D-listinn, listi Sjálfstæðismanna, hreinan meirihluta, eða 52.3% greiddra atkvæða. Hefur fylgi Sjálfstæðisflokksins stórauk- izt frá síðustu bæjarstjórnarkosningum og flokkurinn aldrei haft svo öflugt fylgi sem nú. AÖ öðru leyti urðu úrslit kosninganna þessi: A-listi, listi Alþýðuflokksins hlaut 204 atkvæði og 1 mann kjörinn. B-listi, listi Framsóknarfl., hlaut 284 atkv. og 1 mann kjörinn D-listi, listi Sjálfstæðisfl., hlaut 1144 atkv. og 5 menn kjörna. Ci-listi, listi Alþýðubandalagsins, hlaut 507 atkv. og 2 menn kjörna Bæjarstjórn Vestmannaeyja næstu 4 'ár er skipuð eftirtöldum mönnum: Af D-lista: Ársæll Sveinsson, Guðlaugur Gíslason, Sighvatur Bjarnason, Páll Scheving. Jón í. Sigurðsson. Af A-lista: Ingólfur Amarson. Af B-lista: Sveinn Guðmundsson. 7 Af G-lista: Karl Guðjónsson, Sigurður Stefánsson. Varamenn í bæjarstjórn eru: Af D-lista: Sigfús J. Johnsen, Þórunn Friðriksdóttir, Torfi Jóhannsson, Bergsteinn Jónasson, Jóhann Friðfinnsson. Af A-lista: Elías Sigfússon. Af B-lista: Sigurgeir Rristjánsson. . Af G-lista: Gunnar Sigurmundsson, Guðmunda Gunnarsdóttir. í Reykjavík hlaut Sjálfstæðisflokkurinn meira atkvæðamagn en nokkru sinni fyrr og kom hann þar að 10 bæjarfulltrúum. Er það stærsti sigur, sem flokkurinn hefur unnið í kosningum fram til þessa. Á Akureyri jókst fylgi flokksins verulega. Bætti hann þar við sig manni og.vantaði ekki mikið á, að hann hlyti þar hreinan meirihluta. Gerist þetta þar, þvert ofan í þá yfirlýsingu vinstri iiokkanna þar, að þeir hafi ákveðið að vinna saman eftir kosningar. !Er það sérstaklega eftirtektarvert svar. í Reflavík vann Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta, og í Stykkishólmi hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 5 fulltrúa af 7 í hrepps- nefnd. Rölluðu andstæðingar hans sig þar „stuðningsflokka ríkis- stjórnarinnar," og er þetta eitt áþreifanlegasta dæmið um andúð- ina á núverandi ríkisstjórn. í Hafnarfirði er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn stærsti flokkur- inn, þessu höfuðvígi jafnaðarmanna á íslandi. Atkvæðamagnið nægði að vísu ekki til að mynda hreinan íneirihluta, en glöggt er, hvert stefnir þar sem víða annars staðar. Að þessum bæjarstjórnarkosningum loknum liggur sú stað- reynd fyrir, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur hlotið yfir helming greiddra atkvæða í bæjar- og hreppsfélögum, þar sem kosið var að þessu sinni. Andstæðingar hans lögðu alls staðar mikla áherzlu á að linekkja viðgangi hans. Til þess hafa þeir og óspart beitt ríkisstjórn- inni. Hún hefur haft á því fullan vilja og reynt ýmsar leiðir, al- veg sérstaklega með breytingunni á kosningalögunum fyrir kosn- ingarnar, sem beinlínis var stefnt gegn Sjálfstæðisflokknum, en árangur þeirrar viðleitni sést bezt í úrslitum kosninganna. í kosningum þeim til bæjarstjórnar, sem fram fóru árið 1954, hlaut Sjálfstæðisflokkurinn meira atkvæðamagn en nokkur annar liokkur í bænum. Það nægði að vísu ekki til að mynda hreinan meirihluta bæjarstjórnar, en úi'slit þeirra kosninga voru ótvíræð bending um það, hverjum bæjarbúar víldu, að fenginni 8 ára reynslu af vinstri bæjarstjórn, fela forsjá sinna mála næstu 4 árin. Það hlaut því að falla í hlut Sjálfstæðismanna að hafa forystu um að leita eftir samstarfi við aðra flokka um stjóm bæjarmála. Sam- komulag náðist við Framsóknarflokkinn, og síðustu fjögur árin hafa þessir flokkar farið með stjórn. é Það þarf enginn að fara í grafgötur um það, að forystan í bæj- armálunum liefur eðiilega hvílt á fulltrúum Sjálfstæðisflokksins undanfarin fjögur ár, enda er það líka vðiurkennt. Hér verður ekki rakin sagan um gang bæjarmála á síðasta kjörtímabili. Það hefur þegar verið gert. En nú liggur fyrir skýr og ótvíræður dómur um það, að bæjarbúar treysta engum betur en Sjálfstæðismönnum til að fara með stjórn sinna mála. Það verður því hlutverk Sjálfstæð- isflokksins að halda uppi merki framfara og aukinnar hagsældar bæjarbúa næstu fjögur árin. Flokkurinn hefur fullan hug á þvi að vinna af alefli að framgangi stefnumála sinna og setur sér það mark eitt, að koma sem flestu í framkvæmd, öllum bæjarbúum til aukinnar hagsældar.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.